Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Andri Thorsson væntanlegan landsfund í FRBL

Guðmundur Andri Thorsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður þann 17.nóvember og þar verður meðal annars kosið um formann flokksins. Sem kunnugt er hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum borgarstjóri, tilkynnt framboð til formanns. Kona hefur aldrei gegnt því embætti.

Sjálfsagt verða Evrópumálin rædd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem er ef til vill sá flokkur hér á landi sem hefur verið hvað hlynntastur frjálsri verslun og viðskiptum. Og Evrópusambandið er einmitt ein stærsta "viðskiptablokk" heimsins. Því kannski full ástæða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ræða samskipti Íslands og ESB.

Guðmundur Andri Thorsson segir um þetta í grein sinni: "Þau vilja bæði hætta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu áður en niðurstaða fæst í þær sem þjóðin geti kosið um. Þau vilja að Evrópusambandi sé „ekki á dagskrá" svo að rifjuð sé upp gömu dagsskipun. Það er auðvitað skiljanlegt sjónarmið hjá öfgamönnunum til hægri sem telja Evrópusambandið vera kommúnistasamsæri og vinstri sem líta á það sem auðvaldssamsæri.

Þessir þvergirðingar líta á Evrópuþjóðir sem Óvininn og vilja alls ekki ekki hætta á það að góðir samningar náist við ESB, en fyrir forystufólk sem hlýtur að vilja taka þjóðarhagsmuni þó ekki væri nema með í reikninginn er þessi afstaða eiginlega alveg óskiljanleg. Ekki síst í ljósi þess að stór hluti landsmanna vill að viðræðurnar verði kláraðar og stór hluti Sjálfstæðismanna þar með talinn. Þar með er jarðvegurinn undirbúinn undir nýtt framboð Evrópusinna á hægri vængnum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"sjónarmið hjá öfgamönnunum til hægri sem telja Evrópusambandið vera kommúnistasamsæri og vinstri sem líta á það sem auðvaldssamsæri"

Þetta hef ég aldrei skilið í ESB umræðunni. Hvort er það??

Þetta sýnir bara hvað NEI sinnar eru alveg út úr kú þegar kemur að ESB sambandinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.11.2011 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband