7.11.2011 | 17:37
Andri Óttarsson um Sjálfstæðisflokkinn og Evrópumálin
Fleiri en Guðmundur Andri Thorsson eru að velta fyrir sér komandiu landsfundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Það gerir líka fyrrum framkvæmdastjóri hans, Andri Óttarsson á www.deiglan.com. Þar birtir hann pistil sem hann kallar Málefni eða meiðingar. Hann bendir á að Evrópumálin hafi oft verið hitamál á landsfundum og að þessi verði sennilega ekki undantekning:
"Mér eins og mörgum öðrum sem hafa síðustu ár horft á þennan slag úr fjarlægð hefur ofboðið sú harka sem andstæðingar ESB sýna þeim flokkssystkinum sínum sem eru á öndverðum meiði. Undantekningalítið mæta svívirðingar og brigsl um landráð hverjum þeim sem þorir að mæla Evrópusambandinu bót. Þetta hefur valdið því að fjölmargir Evrópusinnar hafa sagt skilið við flokkinn eða eru að velta úrsögn alvarlega fyrir sér.
Flestir þessara Evrópusinna eru ekki að íhuga úrsögn vegna þess að meirihluti flokksins er þeim ósammála; þeir sætta sig fullkomlega við lýðræðislegar niðurstöður landsfundar. Þeir íhuga úrsögn vegna þeirrar meðferðar sem þeir fá fyrir að vera Evrópusinnar enda þora fæstir að opinbera slíkar skoðanir um þessar mundir.
Því miður er ekki annað að sjá en að mörgum ESB andstæðingum innan flokksins finnist þessar úrsagnir fín lausn. Að þeir, í krafti meirihlutans, geti gert þeim flokkssystkinum sínum sem eru á annarri skoðun óbærilegt að vera í flokknum og losna þannig við þau. Þetta er ótrúleg skammsýni. Með þessu er verið að senda þau skilaboð til almennings að innan Sjálfstæðisflokksins sé í lagi að flæma í burtu þá sem hafa aðrar skoðanir en meirihlutinn. Stimpill skoðanakúgunar er ekki beint það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú á að halda!
Eru ekki örugglega allar skoðanir leyfilegar á landsfundi?
Þessar hörðu móttökur vekja mann vissulega til umhugsunar. Innan allra flokka eru kverúlantar sem tala af ákefð fyrir furðulegum skoðunum, sem engin stemmning er fyrir og geta jafnvel skaðað flokkana út á við. Sjálfstæðisflokkurinn er engin undantekning þar á. Eins og flestir hafa orðið vitni að sem hafa setið landsfundi flokksins þá gerist það reglulega í umræðu um fjölskyldumál að nokkrir einstaklingar stíga í pontu og tala illa um samkynhneigð og samkynhneigt fólk. Undir umræðum um réttarfar er það sama uppi á teningnum. Þar koma iðulega fram, hjá örfáum hræðum, slíkir fordómar gagnvart fólki af erlendum uppruna að mörgum þykir nóg um. Því er vissulega svarað úr salnum og eiga þessi viðhorf hreint ekki upp á pallborðið hjá meirihluta landsfundarfulltrúa en oftast eiga þau skoðanaskipti sér stað á málefnalegum nótum eins öfugsnúið og það hljómar. Enginn fer í pontu og kallar þetta fólk illum nöfnum heldur er reynt að hrekja með rökum þær misgáfulegu athugasemdir sem viðkomandi hafa borið á borð landsfundar."
Andri lýkur pistli sínum með þessum orðum: "Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi stært sig af því að vera flokkur allra stétta, ein stærsta fjöldahreyfing landsins og það afl sem hefur verið leiðandi í þjóðfélaginu frá stofnun lýðveldisins. Trúin á frelsi sameinar flokksmenn en innan hans hafa alltaf rúmast gjörólíkar skoðanir á hinum ýmsum málefnum, íhaldssamar jafnt sem frjálslyndar. Það er erfitt verk að halda þessum stóra hópi saman og formönnum flokksins hefur tekist það misvel.
Það verður fróðlegt að sjá afstöðu Bjarna og Hönnu Birnu, og nánustu stuðningsmanna þeirra, til þeirra hópa sem eru í minnihluta á fundinum. Munu þau falla í popúlistagryfjuna og taka undir með þeim sem hafa hæst og koma fram af mestri hörku í leit að skammvinnum pólitískum ávinning eða eru þau nógu miklir leiðtogar til að reyna að sætta andstæð sjónarmið, finna sameignlegan sáttagrundvöll, tryggja málefnalega umræðu og leyfa fólki að vera sammála um að vera ósammála?
Svarið gæti gefið sterkar vísbendingar um hvernig flokknum muni farnast á næstu misserum."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Eruð þið með áhyggjur af Sjálfstæðisflokknum?
Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2011 kl. 19:36
Sjálfstæðisflokkurinn á að vera Sjálfstæðisflokkurinn standa vörð um sjálfstæði Íslands og fullveldi ekki gengur að smygla krötum inn í sjálfstæðisflokkinn eins og gert hefur verið í öllum flokkum til að reyna að auðvelda þau landráð sem nú eru sem betur fer að mishepnast.
Örn Ægir Reynisson, 7.11.2011 kl. 21:47
Misheppnast sem betur fer.Vinnubrögð ESB elítunar hafa heldur betur afhjúpast.Elítur annara landa hafa fengið
lánaða peninga til að kaupa allt upp í viðkomandi löndum og selja í hendur kröfuhafa (þjóðverjar Frakkar) sem hirða allt bitastætt, í millitíðinni hafa elíturnar komið milljörðum undan í skattaskjól.Síðan er tjóninu sem er stórt komið yfir á almenning af stjórnmálamönnum sem vinna eftir skipunum frá Brussel/Berlín/París getur ekki annað en hrunið úr því sem komið er.Almenningur er orðin það meðvitaður.
Örn Ægir Reynisson, 7.11.2011 kl. 21:56
Gott að þú komst hér inn. Ég varð að hlaupa frá athugasemdinni,en lét þetta standa sammála þér Örn Ægir.
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2011 kl. 00:12
Hinir svokölluðu útrásarvíkingar eru langflestir í Sjálfstæðisflokknum.
Þorsteinn Briem, 8.11.2011 kl. 03:51
EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS kostaði þessa upphæð:
Ornolfur Arnason "Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."
Thorvaldur Gylfason "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.
Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."
Þorsteinn Briem, 8.11.2011 kl. 03:54
Örn Ægir... á kannski líka að banna homma og útlendinga?
Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2011 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.