Leita í fréttum mbl.is

Salvör Nordal yfir ESB-samráðshópi

Á MBL.is segir: "Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skipaði í dag Salvöru Nordal, heimspeking og forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, formann samráðshóps í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Varaformenn samráðshópsins eru Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélags og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Þá segi rað Össur muni á næstunni skipa tuttugu fulltrúa til viðbótar í samráðshópinn. Við val á þeim verði sérstök áhersla lögð á kynjajafnvægi, jafnvægi á milli landshluta, höfuðborgarsvæðis og dreifbýlis, sem og á andstæð sjónarmið í Evrópumálunum. Samráðshópurinn geti kallað til frekara samráðs fulltrúa stjórnmálaflokka, félagasamtaka, hagsmunasamtaka og einstaklinga um þau efnisatriði er tengjast samningaviðræðunum."

Hópnum er ætlað að funda reglulega ..."með aðalsamningamanni og samninganefnd Íslands og fá upplýsingar um samningsafstöðu í einstökum málum og stöðu og framvindu viðræðnanna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband