8.11.2011 | 18:53
Sannleikanum snúið á hvolf - nýr búinn til - með hjálp Morgunblaðsins!
Í stórpólitískum deilumálum er sannleikanum gjarnan snúið á haus, nýr búinn til eða álíka. Eitt síkt dæmi er að finna í Morgunblaðínu í dag, í frétt sem snýr að málefnaflokki Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs og landbúnaðarmálum.
Í gær var haldinn opinn fundur í atvinnu og utanríkismálanefnd Alþingis og þar var Jón Bjarnason aðal-gestur. Morgunblaðið birtir frétt (greinilega unnin af upptöku Alþingis) í dag um þennan fund og þar segir (og vitnað óbéint í Jón Bjarnason):
"Staðan væri því sú að Evrópusambandið hefði neitað að hefja samningaviðræður um tvo kafla af þeim 35 sem viðræðurnar snúast um. Sagði Jón að það ætti síðan eftir að koma í ljós hvaða kröfur sambandið setti fram vegna aðlögunar að sameiginlegri landbúnaðarstefnu sinni áður en það væri reiðubúið að hefja viðræður um landbúnaðar- og dreifbýlismál."
Hér er verið að snúa hlutunum á hvolf. Kíkjum aðeins á frétt Eyjunnar frá því 5.9.2011:
"Evrópusambandið vill leita sérsniðinna lausna fyrir Íslendinga í landbúnaðarmálum en telur að Íslendingar séu ekki nægilega vel undirbúnir til þess að hægt sé að hefja viðræður um landbúnaðarmál í tengslum við aðildarviðræðurnar. Ástæðan er neitun Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við að vinna að breytingum á landbúnaðarkerfinu og stjórnsýslu landbúnaðarmála samhliða aðildarviðræðum.
Af þessum ástæðum hefur ESB með bréfi til samninganefndar Íslands lýst því yfir að viðræður um landbúnaðarmál muni ekki hefjast fyrr en Íslendingar hafa lagt fram tímasetta áætlun um hvernig þeir ætli að standa að innleiðingu löggjafar ESB á sviði landbúnaðarmála þannig að Ísland verði að fullu reiðubúið til þess að njóta þess ávinnings og axla þær skyldur sem aðildarsamningi fylgja frá fyrsta degi aðildar, samþykki íslenska þjóðin aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Einnig segir: "Ennfremur er vakin sérstök athygli á því að Ísland hyggst ekki breyta íslenska landbúnaðarkerfinu í tengslum við aðildarviðræðurnar fyrr en eftir samþykkt aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og samninganefnd Íslands hefur lagt áherslu á.
Það fer ekki framhjá nokkrum manni sem fylgist með ESB-málinu, að á sviði landbúnaðar og sjávarútvegsmála er nánast allt gert til þess að tefja málið!
Og svo er skuldinni skellt á ESB, á nefndarfundi Alþingis. Þvílík vinnubrögð!
(Mynd: Skjáskot af vef Alþingis)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Jón Bjarnason á heiður skilið fyrir framgang sinn varðandi Evrópusambandið þangað inn hefur þjóðin ekkert að gera.Þessi landráð ber að stöðva með öllum ráðum!Lítill og síminkandi minnihluti sem alls ekki er treystandi reynir að troða Íslendingum þarna inn á móti vilja sínum og brýtur með því landslög og það er algjörlega óþolandi./Paste
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.
90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].1)
1)L. 82/1998, 22. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
1)L. 82/1998, 23. gr.
1)L. 82/1998, 24. gr.
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.
Örn Ægir Reynisson, 8.11.2011 kl. 20:38
Lengi lifi Morgunblaðið
Örn Ægir Reynisson, 8.11.2011 kl. 20:39
LOL
Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.