Leita í fréttum mbl.is

Sölvi Tryggvason: Tvær þjóðir á Íslandi

Sölvi TryggvasonFjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason skrifar pistil um gjaldmiðlamál á Pressuna í dag og hann hefst svona:

"Það hefur varla farið framhjá neinum að það eru gjaldeyrishöft á Íslandi. Við höfum farið áratugi aftur í tímann og treystum okkur ekki til að taka þátt í alþjóðlegum viðskiptum með krónuna. Vel er passað upp á að almenningur sanki ekki að sér dollurum og Evrum. Fyrst mátti maður taka allt upp að 500 þúsund krónum í gjaldeyri þegar farið var til útlanda eftir hrun, en nú er upphæðin komin niður í 350 þúsund.

Í Bankanum þarf að sýna flugmiða og skilríki, svo öruggt sé að ekki séu brögð í tafli. En á meðan aurinn er grandskoðaður virðist lítið gert til að passa upp á milljónirnar. Frá hruni hafa margir hagnast um milljónir og jafnvel milljarða á höftunum. Í London hafa útrásarvíkingar braskað í aflandskrónuviðskiptum í nærri þrjú ár óáreittir. "
Síðan segir Sölvi að fjölmörg fyrirtæki fari framhjá höftunum og veltir því meðal annars fyrir sér hvort rétt hefði verið að lát krónuna "gossa" enn frekar, mögulega stæði hún betur í dag, hefði það verið gert. Síðan lýkur hann pistlinum með þessum orðum:

"Sem stendur eru tvær þjóðir á Íslandi. Þeir sem hafa möguleika á að þéna og sýsla í evrum og dollurum og svo hinir sem vinna fyrir krónum og hafa mátt þola stöðuga kaupmáttarrýrnun sem ekki sér fyrir endann á." (Leturbr. ES-Bloggið)
(Mynd: Skjáskot, www.pressan.is)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Efnahagsböðlar Evrópusambandsins hafa fengið að græða það eru þeirra laun

Örn Ægir Reynisson, 10.11.2011 kl. 01:10

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er mjög góð grein hjá Sölva.

Þetta er ósanngjarnt kerfi... 

ESB er ein lausn útur þessum vanda.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 17:53

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sölvi hvort sem þú sérð þetta eða ekki. Það er ekki verið að passa almenning þegar sett eru gjaldeyrishöft. Það er verið að passa fjárglæframennina að þeir fari ekki með okkar gjaldeyrir í einkaþotur, snekkjur og til aflanda sem fela dýrmætan gjaldeyri sem við fengum vegna sölu á okkar afurðum. Hverskonar aular eru menn að vilja afhenda krimmum dýrmætan gjaldeyri okkar.   

Valdimar Samúelsson, 10.11.2011 kl. 19:55

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Áhugavert efni um Evrópusambandið frá Grikklandi skoðið slóðina:http://www.youtube.com/watch?v=n6jeIwFld3Q&feature=share

Örn Ægir Reynisson, 10.11.2011 kl. 21:58

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála þér Valdimar. Það er ekki verið að passa uppá almenning í þessu landi með krónuna og þessi höft. Tala nú ekki um verðtrygginguna.

ESB og evran er lausnin. 

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 22:12

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú ert nú meiri jókerinn Sleggja og Hvellur. Ert þú með sömu meinloku og Össur. Lestu blöð landsins og heimsfréttir almennt. Kínverjar versla ekki með evruna svo það hlýtur að segja einhvað. Ef einhvað þá hentar USD betur fyrir okkur og ef þú vilt einhvað bandalag þá eru Bandaríki Norður Ameríku besti kosturinn. En hvaða aumingja hugsanaháttur er þetta. Við stöndum og föllum með okkur sjálfum.

Valdimar Samúelsson, 11.11.2011 kl. 06:45

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Örn Ég þakka slóðina ég mæli með að allir skoði þetta mál. http://www.youtube.com/watch?v=n6jeIwFld3Q&feature=share

Valdimar Samúelsson, 11.11.2011 kl. 06:54

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fyrsta lagi hafa kínverjar verið duglegir að kaupa evrópsk ríkisskuldabréf. Svo var Þýskaland að gera viðskiptasamning við Kína nýlega.

Svo er mjög lítill hluti af okkar viðskiptum með dollar..  ef við miðum við evruna.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2011 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband