Leita í fréttum mbl.is

G.Pétur Matthíasson um "Upplýsingafátækt" í FRBL

G.Pétur MatthíassonStjórnarmaður Evrópusamtakanna, G. Pétur Matthíasson, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið og segir þar meðal annars:

"Það er gott að nýafstaðinn landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telji það "eitt af forgangsverkefnum flokksins, flokkseininganna og þingflokksins að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar," líkt og segir í landsfundarályktun um aðildarviðræðurnar. Ekki veitir af. En það er eitt vandamál þar á ferð. Formálinn að þessari fínu niðurstöðu ber vott um töluverða fákunnáttu um Evrópusambandið og samningsferlið sem nú stendur yfir.


Í ályktuninni segir að það eigi að hafna því að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn á náttúruauðlindum. Það hefur verið svo ofarlega í umræðunni að auðlindir hvers ríkis innan Evrópusambandsins eru á forræði þess sjálfs að það er óskiljanlegt að landsfundur eins stærsta stjórnmálaflokks landsins skuli halda annað. Annað gildir reyndar um sjávarútveginn en við skulum sjá hvað um semst í þeim efnum, en vatnsorkan verður til dæmis á okkar framfæri hvað sem öllu öðru líður.


Hvaða mikla skerðing lýðræðis er það sem felst í aðild að ESB umfram það sem nú er? Með aðild mun lýðræði Íslendinga ekki skerðast heldur frekar aukast. Við fáum að kjósa sex þingmenn á Evrópuþingið, við fáum einn framkvæmdastjóra og setu í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu. Ísland fær rödd og fær áhrif, reyndar langt umfram höfðatölu, til að hafa eitthvað að segja um það sem nú er samþykkt orðalaust í gegnum EES-samninginn. Sjálfstæði okkar mun aukast við aðild þótt fullveldi verði gefið eftir á mjög takmörkuðum sviðum.


Með Lissabon-sáttmálanum var ekki verið að stofna Evrópuher, líkt og ýjað er að í ályktun landsfundarins. En Vinstri-græn virðast ekki gera sér grein fyrir því að með sáttmálanum var bein þátttaka almennings bundin

í lög. Þar sem flestar ákvarðanir ráðherra- og leiðtogaráðs eru teknar á grundvelli samkomulags allra þjóða hefur hver þjóð í reynd neitunarvald. Væri nú ekki skemmtilegt fyrir Vinstri-græna að hugsa til þess að flokkurinn gæti, ef þannig stæði á, og ef einhverjum dytti sú fásinna í hug að stofna Evrópuher, stöðvað þá uppbyggingu?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband