Leita í fréttum mbl.is

Fyrirlestur: Stjórnmálaástandiđ á Írlandi eftir írska efnahagsundriđ

Í tilkynningu á vef Alţjóđamálastofnunar Háskóla Íslands segir: 

"Tíundi fundurinn í fundaröđ Alţjóđamálastofnunar veturinn 2011-2012. Stofnunin hlaut Jean Monnet styrk til ađ stuđla ađ upplýstri umrćđu um Evrópumál og mun ţví bjóđa upp á fjölmarga fyrirlestra erlendra frćđimanna á föstudögum í vetur. Fundurinn verđur haldinn föstudaginn 11. nóvember í Odda 201, frá kl.12-13.

Nýtt lýđveldi: stjórnmálaástandiđ á Írlandi eftir írska efnahagsundriđ

Dr. Peadar Kirby, prófessor í alţjóđastjórnmálum og opinberri stjórnsýslu, og forstöđumađur Institute for the Study of Knowledge in Society viđ Limerick háskóla á Írlandi.

Í erindi sínu skođar Dr. Kirby hvađa áhrif efnahagshruniđ á Írlandi hefur haft á stjórnmálin. Erindiđ byggir á nýútkominni bók hans sem fjallar um áform írsku samsteypustjórnarinnar um endurbćtur á stjórnmálakerfi landsins. Ađ auki er skođađ hvađa möguleikar séu fyrir hendi til breytinga á efnahagskerfinu sem leiddi til írska efnahagsundursins á sínum tíma. Viđfangsefniđ er skođađ út frá ţeim breytingum sem orđiđ hafa á stjórnmálum á Írlandi í kjölfar kosninganna síđasta vetur og međ tilliti til fjárhagsađstođarinnar sem kom frá Evrópusambandinu, Seđlabanka Evrópu og Alţjóđagjaldeyrissjóđnum, en sú ađstođ setur vissar skorđur á ađgerđir írskra stjórnvalda.

Í lok fundar verđur ný skýrsla eftir Baldur Ţórhallsson og Peadar Kirby kynnt. Í skýrslunni er fjallađ um stöđu Írlands og Íslands í efnahagskreppunni. Skýrslan kemur út á sama tíma í Írlandi.

Fundurinn verđur haldinn á ensku og eru allir velkomnir."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband