6.12.2011 | 18:57
ESB heldur Gæslunni á floti!
Afleiðingar Hrunins eru margvíslegar. Það sést meðal annars á rekstri Landhelgisgæslunnar og á RÚV segir:
"Varðskipin Týr og Ægir voru leigð Evrópusambandinu í samtals 364 daga á þessu ári. Þetta er meira en tvöfaldur sá tími sem skipin voru á sjó við Ísland á vegum Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan hefur þurft að leigja út varðskip sín og flugvél í ár og í fyrra vegna fjárskorts. Í fyrra var Ægir leigður út í rúma sex mánuði til verkefna á vegum Evrópusambandsins og flugvélin TF-SIF í rúma fjóra mánuði."
Óhætt er að segja að ESB haldi gæslunni á floti! Leiga ESB kemur meðal annars í veg fyrir áhafnir Gæslunnar missi ekki vinnuna og með því að vinna halda þær sér að sjálfsögðu í þjálfun.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þessi grímulausi ESB áróður er ykkur aðildarsinnum sem eruð á launum hjá Evrópusambandinu bara til háðungar nú þegar þið er með allt á hælunum.
Örn Ægir Reynisson, 6.12.2011 kl. 19:24
Örn, Ég reikna þá með að þú sért á launum hjá Davíð Oddssyni við að skrifa svona vitleysu.
Jón Frímann Jónsson, 6.12.2011 kl. 19:50
Það er sorglegur málflutningur þegar menn eru að væna þá sem eru manni ósammála að vera leigupenna einhvers. Svoleiðis gera bara rökþrota menn.
Sigurður M Grétarsson, 6.12.2011 kl. 21:52
ESB er að halda gæslunni á floti.. það er bara staðreynd.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.12.2011 kl. 00:04
Það er vissulega gott að starfsemi Gæslunnar var ekki stoppuð og starfsfólk hélt vinnu og hélst í þjálfun.
En líklega mætti segja að þetta segi meira um forgangsröðun hjá Íslensku ríkisstjórninni heldur en gæsku "Sambandsins".
G. Tómas Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 01:02
G Tómas Gunnarsson. Forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni er einfaldlega að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs og draga þannig úr þeim vaxtakostnaði sem skattgreiðendur þurfa að bera og veikri allar undistöður velferðakerfis okkar til lengri tíma ef ekki er tekið á málinu strax. Að brúa eins stórt fjárlagagat eins og ríkisstjórnin fékk á arf gerist ekki öðruvísi en með miklum niðurskurði á öllum liðum ríkisútgjalda auk verulegra skattahækkana.
Sigurður M Grétarsson, 7.12.2011 kl. 09:58
Í stað þess að sinna eftirlitsskildu á Íslandsmiðjum var Landhelgisgæslan gerð nærri óstarfhæf hér á landi til að sinna gæluverkefnum fyrir Evrópusambandið.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2011 kl. 10:25
EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS kostaði þessa upphæð:
Ornolfur Arnason "Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."
Thorvaldur Gylfason "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.
Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."
Þorsteinn Briem, 7.12.2011 kl. 10:40
Nýja varðskipið Þór kostaði um FIMM MILLJARÐA króna, SÖMU UPPHÆÐ og Íslendingar hafa fengið frá Evrópusambandinu vegna Menntaáætlunar sambandsins frá því Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
6.12.2011: Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra
Þorsteinn Briem, 7.12.2011 kl. 11:23
"Á undanförnum 15 árum hafa nærri 14 þúsund Íslendingar farið utan í starfsþjálfun og nám á vegum Menntaáætlunar Evrópusambandsins.
Og mun fleiri hafa tekið þátt í margvíslegum verkefnum.
Samtals eru STYRKIR Menntaáætlunar Evrópusambandsins og forvera hennar um FIMM MILLJARÐAR KRÓNA á þessu tímabili."
Afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins 2010
Þorsteinn Briem, 7.12.2011 kl. 11:23
@Sigurður M. Grétarsson. Engan hef ég heyrt mótmæla þörfinni fyrir að skera niður útgjöld ríkisins. En það er samt staðreynd að niðurskurðurinn hefur ekki verið flatur. Ég hugsa að flestir séu sammála því að sú leið er betri, ég er alla vegna þeirrar skoðunar. En þá kemur forgangsröðunin í ljós.
Þar má aftur á móti deila mun meira á ríkisstjórnina og er ljóst að Landhelgisgæslan hefur ekki verið framarlega í röðinni. Eðlilega eru skiptar skoðanir um hvar megi helst skera niður, en eins og ég sagði áður, hlýtur fréttin að segja meira um forgangsröðun Íslenskra stjórnvalda, heldur en gæsku "Sambandsins". Það hefði enda líklega ekki verið í neinum vandræðum með að finna sér skip þó að Gæslan hefðii verið við störf á Íslandsmiðum.
G. Tómas Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 12:45
Sú staðreynd að skip Landhelgisgæslunnar hafi verið leigð mánuðum saman til starfa erlendis er ekki til að fagna. Á sama tíma voru
Engin skip til að sinna gæslu í landhelgi Íslands.
Engin skip til að sinna björgunarstörfum.
Öryggi sjófarenda og eftirlit með fiskveiðum fékk að kenna á því að skorið var niður hjá Gæslunni.
Þegar gaus í Grímsvötnum var flugvél Landhelgisgæslunnar að sinna eftirliti fyrir ESB.
Má ég frekar biðja um að Landhelgisgæslan fái nægan pening til reksturs, heldur en nota hann til að byggja tónlistarhús, (á gamla starfssvæði Gæslunnar).
Björn Bjarnason, 7.12.2011 kl. 15:32
Nýjustu fréttir herma að frá föstudegi til þriðjudags s.l. lónaði 40.000 tonna olíuskip 40 sjómílur austur af Stokksnesi. Landhelgisgæslan þurfti auðvitað að sinna skildu sinni og fylgjast með dallinum, en ef eitthvað kemur fyrir svona risaskip þá er voðinn vís.
Hefði nú ekkert skip verið til taks vegna duttlungaverkefna ESB-sinna í ríkisstjórninni, hver hefði þá getað fylgst með olíuskipinu???????
Nei, tæki Landhelgisgæslunnar eiga að gæta Íslenskra hagsmuna og vera til taks fyrir þá sem stunda veiðar og/eða eru á leið um Íslands mið.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2011 kl. 16:48
Björn Bjarnason,
Það er beinlínis grátbroslegt að HRUNKVÖÐLAR og þeirra aftaníossar úti um allar heimsins koppagrundir GAPI nú sem mest þeir mega um það hvernig HEFÐI átt að gera hlutina EFTIR bankahrunið hér haustið 2008!!!
HVERJIR voru beint og óbeint valdir að OFÞENSLUNNI og bankahruninu hér?!
HVERJIR einkavæddu íslensku bankana, hækkuðu lánshlutfall Íbúðalánasjóðs, létu smíða nýja varðskipið Þór, reistu Kárahnjúkavirkjun og Hörpuna??!!
Smíði varðskipsins Þórs og Hörpunnar varð einfaldlega að LJÚKA SEM FYRST til að koma hvorutveggja Í GAGNIÐ.
Harpan skilaði að sjálfsögðu engum tekjum áður en hún var opnuð og smíði hennar hefði ekki veitt neinum vinnu ef henni hefði verið hætt.
Og varðskipið Þór veitti að sjálfsögðu ekkert öryggi hér við Ísland þegar það var í Suður-Ameríku.
Ef flugvél og varðskip Landhelgisgæslunnar hefðu ekki verið leigð út hefði að sjálfsögðu þurft að taka peningana til rekstrar þeirra hér úr ríkissjóði Íslands, til að mynda frá sjúkrahúsunum, öryrkjunum og ellilífeyrisþegunum.
Og Landhelgisgæslan fær um ÞRJÁ MILLJARÐA króna ÚR RÍKISSJÓÐI á næsta ári, samkvæmt fjárlögum.
Þorsteinn Briem, 7.12.2011 kl. 17:48
Peningana hefði líka mátt taka af listamannalaunum, með því að fækka starfsmönnum sem vinna við þýðingar á ESB skjölum, fækka utanlandsferðum vegna samninga við ESB, með því að hætta að styrkja ýmiskonar gæluverkefni eins og rekstur þjóðmenningarhússins, ýmissa safna sem sett hafa verið upp um sérstaka þætti.
Harpan stendur ekki meiar undir sér en að þangað eiga að fara 500 millj. á næsta ári skv fjárlögum 2012, þetta er vegna rekstrarkostnaðar, ekki byggingarkostnaðar.
Steini, getur þú svarað því hvernig það þjónar öryggi landsins að vera með 2 varðskip og eina flugvél í Miðjarðarhafinu, á sama tíma og stóra skipið Þór var enn í smíðum. Samkvæmt fjáraukalögum 2011 voru sértekjur Landhelgisgæslunnar 1.080 millj.kr. eða sem nemur tvöföldum kostnaði ríkisins vegna reksturs Hörpunnar árið 2012.
Björn Bjarnason, 7.12.2011 kl. 20:43
Steini - ég geri mér ekki grein fyrir hvernig þú hefur reikað það út að ég hafi stutt hrunstjórnina.
Bruðlið sem var í gangi á þeim tíma, eins framboðið í öryggisráðið var mér ekki að skapi.
Einkavæðing bankanna fannst mér varasöm, og þegar Fjárfestingabanki Atvinnulífsins var sameinaður Íslandsbanka fannst mér það glapræði.
Hvað Hörpuna varðar, þá er hún fyrst og frenst minnismerki um þá fyrringu sem var í gangi. Eða ertu búinn að gleyma hverjir ætluðu að fjármagna hana?
Þessum peningum sem notaðir voru til að klára þá byggingu hefði mátt nota í aðrar framkvæmdir eins og vegagerð, byggingu á fangelsi, sjúkrahús eða hjúkrunarheimili.
Björn Bjarnason, 7.12.2011 kl. 21:00
Björn Bjarnason,
Ég sagði EKKERT um að ÞÚ hefðir stutt einhverja sérstaka "hrunstjórn".
Hér að ofan fjallaði ég ALMENNT um HRUNKVÖÐLANA og aftaníossa þeirra.
Vorið 2007, þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við af síðustu ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, höfðu íslensku bankarnir verið EINKAVÆDDIR, lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hafði verið HÆKKAÐ, og Kárahnjúkavirkjun og Harpa voru Í BYGGINGU.
Hér var því OFÞENSLA í efnahagslífinu vorið 2007 og það var að sjálfsögðu ENGAN VEGINN sama HVERNIG til að mynda íslensku bankarnir voru einkavæddir.
Harpa skilar að sjálfsögðu og mun ÁRLEGA skila eigendum sínum, ríkinu og Reykjavíkurborg, MIKLUM TEKJUM, rétt eins og Kárahnjúkavirkjun skilar eiganda sínum, ríkinu, MIKLUM TEKJUM.
Hins vegar hefur þurft að taka ERLEND LÁN vegna bæði Hörpu og Kárahnjúkavirkjunar og VAXTAGREIÐSLURNAR fara því til ERLENDRA aðila.
Mörg hundruð manns unnu við byggingu Kárahjúkavirkjunar, þar af margir erlendir menn, og það á einnig við um Hörpu.
Kárahnjúkavirkjun var hins vegar reist Á ÞENSLUTÍMUM, ÞEGAR HÉR SKORTI EKKI VINNUAFL.
En nokkur hundruð manns hefðu misst vinnuna og ÞEGIÐ HÉR ATVINNULEYSISBÆTUR ef öll vinna við byggingu Hörpu hefði verið lögð niður þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA hausitið 2008.
Í stað þess fengu starfsmennirnir ÁFRAM greidd LAUN og hafa greitt af þeim ÚTSVAR OG TEKJUSKATT.
Starfsmenn á ÖLLUM vinnust0ðum greiða skatt og útsvar og það gildir að sjálfsögðu einnig um þá sem NÚ starfa í Hörpu, bæði fastir starfsmenn og aðrir. Og af starfsemi í húsinu er greiddur VIRÐISAUKASKATTUR.
Listamenn greiða að sjálfsögðu skatt og útsvar, rétt eins og til að mynda sjómenn.
Í sjávarplássum er ALLS KYNS STARFSEMI, önnur en sjálf útgerðin, til að mynda matvöruverslanir, vídeóleigur og bensínstöðvar.
Starfsfólkið á ÖLLUM þessum vinnustöðum greiðir tekjuskatt og útsvar. Og til að hægt sé að starfrækja vídeóleigu þarf leikara, enda þótt þeir séu ekki búsettir í viðkomandi plássi.
Á olíuborpöllum er einnig alls kyns ÞJÓNUSTA í boði og ENGINN sjómaður myndi vilja búa þar sem ekki væri boðið upp á þjónustu af nokkru tagi.
ALLS KYNS ÞJÓNUSTA er því JAFN MIKILVÆG OG ALLS KYNS FRAMELEIÐSLA.
Leikari getur haft góðar tekjur af sínum starfa og er ENGAN VEGINN ómerkilegri persóna fyrir þjóðarbúið en til að mynda sjómaður.
Leikarar eru JAFN MERKILEGIR í augum Ríkisskattstjóra og sjómenn. Og í sumum tilfellum hafa leikarar MUN HÆRRI tekjur en sjómenn.
Og ÚTFLUTNINGSTEKJUR hér eru MEIRI AF ÞJÓNUSTU EN til að mynda IÐNAÐI OG SJÁVARAFURÐUM.
Þorsteinn Briem, 7.12.2011 kl. 23:30
Kárahnjúkavirkjun var hins vegar reist Á ÞENSLUTÍMUM, ÞEGAR HÉR SKORTI EKKI ATVINNU, átti þetta nú að vera.
Þorsteinn Briem, 7.12.2011 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.