Leita í fréttum mbl.is

Met í þýskum útflutningi - meira en trilljón Evrur

ÞýskalandÞrátt fyrir að kaldir vindar blási nú um efnahagskerfi Evrópu (og stóran hluta heimshagkerfisins) er einnig að finna áhugaverða hluti innan um allar hinar fréttrinar. T.d. var sagt frá því fyrir skömmu að útflutningur Þýskalands fór yfir "trilljón Evru-strikið" fyrir skömmu, þ.e. samanlagt verðmæti alls útflutnings á þessu ári í Þýskalandi, verður meira en trilljón Evrur (meira en þúsund milljarðar Evra).

Þetta hefur ekki gerst síðan árið 2008 (sem var metár) og á næsta ári er búist við enn meiri útflutningi, eða um 1.13 trilljónir Evra.

Prímus-mótorinn í evrópskum efnhagsmálum, Þýskaland, er sterkur, þrátt fyrir núverandi vandamál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vandræðin á evrusvæðinu, sem nú er á suðumarki 8. neyðarfundar Esb. á árinu, hafa EKKI stuðlað að hærra gengi þar, nema síður sé. En þessa njóta Þjóðverjar nú í stórauknum útflutningi.

Á sama tíma og raunar lengur (frá hausti 2008) nýtur útflutningur okkar og tekjur af ferðaþjónustu þess, að gengi krónunnar féll.

Lágt gengi þarf ekki að þýða allsherjar-ófarir lands. Lágt gengi er björgunarviðleitni.

Hin leiðin væri bein kjatraskerðing og stóraukið atvinnuleysi – það var leið Íra. Okkar leið er ekkert verri en írska leiðin.

Jón Valur Jensson, 8.12.2011 kl. 22:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.

Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna.
"

"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga."

"Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.

Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."

Þorsteinn Briem, 8.12.2011 kl. 22:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 8.12.2011 kl. 22:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 8.12.2011 kl. 22:59

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta yrði okkur mjög dýrkeypt að lækka hér verð á landbúnaðarvörum, Steini. Það ylli hér atvinnuleysi–––atvinnan flyttist héðan til þeirra sem framleiða lakari vöru úti á meginlandinu.

En þetta viltu! Samt er matarkarfan ekki nema um 14% allra útgjalda vísitölufjölskyldunnar, og íslenzkar mjólkur- og kjötvörur eru bara partur af þessum 14%

Menn fara ekki að fórna fullveldi þjóðar sinnar til að fá ögn ódýrari mjólk út í kaffið eða smjerbita sem kannski væri ögn billegri.

More to come!

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 00:08

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nýja smjerið smakkast örugglega verr í munni þeirra sem hugsað verður til frænda síns sem hraktist á mölina vegna þessa Evrópusambands!

Svo er fráleitt að vitna í svona losaraleg, gersamlega óvísindaleg ummæli eins og þessi frá Evu Heiðu Önnudóttur: Einstaka vörutegundir GÆTU lækkað um ALLT AÐ tuttugu og fimm prósent, en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Þetta er ekkert meðaltal, heldur yrði toppurinn á stöku vöru ALLT AÐ 25% ódýrari, en hversu mikið yfir heildina? Kannski 4% !

Þú lækkar ekkert aðflutningskostnað með Esb-innlimun; þú EYKUR hann, með auknum innflutningi! Þú lækkar heldur ekki álagningu með öllu Esb-vafstrinu–––þú EYKUR hana, enda skriffinnskan gífurleg og hræðileg. Jú, það myndi kannski fjölga starfsfólki í verzlun, til að hafa undan öllum skrifræðiskröfunum, en að myndi þá um leið auka kostnað–––OG álagningu!

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 00:16

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Finndu nú eitthvert copy-paste !

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 00:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]

Nýju aðildarríkin
, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."

Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En
kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.

Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:

Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU STÖÐU og stofnsáttmálar ESB og því er ekki hægt að breyta  ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, nema með samþykki ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ótvírætt sé að AÐILDARSAMNINGAR nýrra ríkja sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR Rómarsáttmálanum."

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:23

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það sem Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 um evruna er ekki mikils virði, Steini, enda er hér bæði um hlutdræg samtök að ræða og evran kannski að líða undir lok!!!

Svo gleymirðu að reikna rán íslenzkra auðlinda inn í þín simplistísku dæmi um styrki til Esb-landa–––styrki sem geta þar að auki breyzt með litlum fyrirvara, t.d. helminguðust landbúnaðarstyrkirnir á einu bretti, þegar Esb-höfðingjarnir horfðu upp á austantjaldsríkin sem voru þá á leið inn!

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 00:27

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Íslenska krónan
er ENGAN VEGINN breskt sterlingspund, svissneskur franki eða norsk króna.

Norðmenn
eiga hins vegar LANGMEST viðskipti við önnur Evrópuríki, eins og við Íslendingar.

Árið 2008 fóru 66% af vöruútflutningi Norðmanna til Bretlands, Þýskalands, Hollands, Frakklands og Svíþjóðar.

Og árið 2009 fóru 60% af vöruútflutningi okkar Íslendinga til evrusvæðisins.

Svisslendingar eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu.

Noregur
á eins og Ísland aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, Bretland er í Evrópusambandinu, og Ísland, Noregur og Sviss eru í EFTA (European Free Trade Association).

Og Sviss fékk 12. desember 2008 aðild að Schengen-samstarfinu, sem þar var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Noregur og Bretland
eru OLÍURÍKI en það er Ísland að sjálfsögðu ekki.

Í Sviss
búa um átta milljónir manna Í MIÐRI EVRÓPU.

"Switzerland is one of the richest countries in the world by per capita gross domestic product, with a nominal per capita GDP of $69,838.

In 2010, Switzerland had the highest wealth per adult of any country in the world (with $372,692 for each person).

Switzerland
also has one of the world's largest account balances as a percentage of GDP, only placing behind a few oil producing countries."

Og þegar saga íslensku krónunnar er borin saman við sögu svissneska frankans, breska sterlingspundsins og norsku krónunnar er þar nú ólíku saman að jafna.

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:28

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú vitnar í dr. Stefán Má Stefansson lagaprófessor og sérfræðing í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Ég geri það líka! – sjáðu:

"Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína."

Nánar hér: Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna.

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 00:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:32

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:34

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg sama hvað þú jagast í íslenzku krónunni, Steini, þá stendur hún sig samt vel og reynist okkur hið bezta, segja jafnvel Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði (á Hörpufundinum í haust).

Til hvers að berja hausnum í steininn? Viltu stökkva inn í evruparadísina?!!!

Og reyndu ekki að gera lítið úr íslenzku samfélagi með samanburði við brezkt!! (sem býr þó við mun hagstæðara loftslag). Ég átti heima fjögur ár í Englandi og læt þig ekki segja mér það, að brezk alþýða búi betur en íslenzk!!!! Samanburðurinn er ömurlegur–––fyrir Breta. Húsakynnin, sem þeir búa við, væru blygðunarefni hér. Og krónan hefur ekkert stíflað framtakssemi okkar né heft uppbyggingu atvinnutækja og heilu verksmiðjanna hér né smíðar langtum gæsilegri fiskveiðiflota okkar en Bretar búa við.

Þú ert úti að aka, karlinn minn, og vogar þér jafnvel að bjóða upp á þessi fullgildu svör mín við geipan þinni og fáfræði.

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 00:39

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:40

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo þarftu að koma þér að því að lesa kaflana ágætu um NOREG og Esb. í ómissandi bók Ragnars Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, þá hættirðu kannski að rugla sjálfan þig og aðra með skrifum þínum um að Esb. hefði tekið tillit til norsks sjavarútvegar!!!

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 00:44

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.

Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.

HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.

SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.

Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:47

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.

"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.

Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.

Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.

Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.

Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.

AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.

Aðalsteinn Leifsson
, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."

RÚV 21.6.2009: Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:50

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hlustaðu nú á Esb-þingmanninn Nigel Farage, Steini minn, hann minnkar ekki vit þit, svo mikið er víst.

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 00:52

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána


Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:54

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 00:58

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aðalsteinn Leifsson er enginn sérfræðingur í verðbólgu, Steini. Með verðtryggðri lántöku hjá Íbúðalánasjóði borga ísl. íbúðakaupendur verðmæti 1,4 húsa til baka, miðað við, ef tekið væri 100% lán fyrir einu húsi, en sambærileg dönsk lán myndu þýða, að borgað væri 1,3 hús til baka. Þetta hefur Carl Eiríksson verkfræðingur, mikill talnaspekingur og afar fróður um allar verðbólguhræringar áratugum saman og sjálfur að hluta danskur, upplýst mig um.

Hér er því full þörf á að hætta þessu stanzlausa væli.

Og við gefum ekki fullveldi landsins–––og miðin með!–––fyrir einhverjar súpuskálar frá Vandræðabandalagi 43% Evrópu.

Þar að auki er auðvitað meiri völlur á frönskum bönkum en íslenzkum, en rekstrarumhverfi fransks útibús hér yrði vitaskuld kostnaðarsamara franska móðurbankanum heldur en vegna útibúa hans þar í landi.

En þú ert á fullu að copy-peista, ég sé það. Flytur sem sé umræðuna yfir í ný og ný svið, af því að málefnagrunnurinn til að afneita fyrstu innleggjum mínum, svörum við greininni og fyrsta bulli þínu hér, reyndist enginn.

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 01:01

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þar að auki er Aðalsteinn Leifsson hlutdrægur Esb-sinni.

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 01:02

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta skrifaði ég:

"Þar að auki er auðvitað meiri völlur á frönskum bönkum en íslenzkum, en rekstrarumhverfi fransks útibús hér yrði vitaskuld kostnaðarsamara franska móðurbankanum heldur en vegna útibúa hans þar í landi."

Gleymdi þessu:

Og vaxtaálagning franska útibúsins hér yrði eftir því !

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 01:05

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.11.2011:

"Verðbólgan hér á Íslandi er 5,3 prósent um þessar mundir, sem er nokkuð umfram 2,5 prósent markmið Seðlabanka Íslands.

Ekkert land sem notar evruna er með meiri verðbólgu
en evrulandið sem glímir við mesta verðbólgu er Belgía með 3,6 prósent. Á evrusvæðinu í heild nemur hún 3 prósentum.

Tvö Evrópuríki sem ekki notast við evruna eru hins vegar með verri verðbólgutölur en það eru Rússland og Tyrkland, sem eru með 7 til 8 prósent verðbólgu.

Verðbólgan hér á Íslandi er mikil á heimsmælikvarða

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 01:08

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áríð 2006 var hér EFTIRSPURNARVERÐBÓLGA, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá MJÖG HÁTT og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru því GRÍÐARLEGA HÁIR, 14,25%, til að REYNA að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu JÖKLABRÉF fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem HÆKKAÐI gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Nú sitjum við uppi með þau og GJALDEYRISHÖFT.

Jöklabréf


En eftir GJALDÞROT íslensku bankanna OG Seðlabanka Íslands haustið 2008 var hér MJÖG MIKIL verðbólga VEGNA GENGISHRUNS íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Verðbólgan
hér í janúar 2009 var 18,6% og stýrivextir Seðlabanka Íslands 18%, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands


Seðlabanki Íslands - Peningamál í nóvember 2006

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 01:13

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 1,08%, Kanadadollar um 2,67%, íslensku krónunni 3,57% og sænsku krónunni 0,79% en lækkað gagnvart breska sterlingspundinu um 0,29%, japanska jeninu um 3,56%, norsku krónunni 1,2% og svissneska frankanum 0,56%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,02%.

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 01:32

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn verða nú að SOFA líka, Steini.

Og mundu þetta (frá Stgr. Th.):

.

Ei vitkast sá, sem verður aldrei hryggur.

Hvert vizkubarn á sorgarbrjóstum liggur.

.

Þótt það kosti þig mikið sorgarferli að snúa baki við þínu áður heittelskaða Evrópubsambandi, þá verðurðu samt allur annar maður við þessa endurnæyjun skynseminnar–––ekki saman líkjandi !

Og svo geturðu þá hætt að copy-peista !

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 02:30

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Zzzzzzzzzzzzzzz .....

PS. Svona lífsnauðsynleg sannindi er ekki hægt að segja með S-um!

Já, taktu upp zetuna líka, það verður nýr og betri Steini Briem sem þá brosir við heiminum.

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 02:33

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The euro is the official currency of the Eurozone, 17 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.

Over 150 million people in Africa
use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."

Þorsteinn Briem, 9.12.2011 kl. 03:05

33 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Evrópusamtökin

""Prímus-mótorinn í evrópskum efnhagsmálum, Þýskaland, er sterkur, þrátt fyrir núverandi vandamál.""

Prímus mótor þýskalands er vandamálið, evrópa er að flosan upp vegna þess að þið evrukratar skiljið ekki lykilbreyturnar í þessu.

Guðmundur Jónsson, 9.12.2011 kl. 10:18

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og með því að blöffa um, að álutflutningur okkar fari til ESB, þótt í raun komi hann aðeins við í hollenzkri höfn á leið út um allan heim, hafa evrókratar reynt að gera sem mest úr hlutfalli ESB-viðskipta okkar, og þo er einnig þessi álútflutningur okkar í DOLLURUM, EKKI í evrum talinn í reynd!

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 10:28

35 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það sem þarf að koma fram varðandi svona frétt um stórkostlegan útflutning þjóðverja er hvert þeir eru að flytja út og hverjir greiða.

Þýskaland hefur flutt út vörur til annarra Evrópulanda og hafa lánað þeim fyrir vörunum. Nú eru þessi Evrópulönd orðin svo skuldug að þau geta ekki greitt lengur.

Bókhaldslegur hagnaður hefur safnast  upp Þýskalandi.

Nú er svo spurningin- verður þetta greitt, afskrifað eða bókfært sem framlag í björgunarsjóð Evrópuríkjanna.

Eggert Guðmundsson, 9.12.2011 kl. 13:12

36 identicon

Jón Valur, þetta er náttúrulega ekki rétt hjá þér að Þýskaland hagnist á Evrunni, nema síður sé.

Það sem þjóðverjar hafa alltaf litið á, sem "hagnað" í sambandi við ESB ... er sjálfstæði þjóðarinnar.

Það sem hefur spilað upp í hendurnar á þjóðverjum, er heimska ykkar hinna.  Menn eru svo gráðugir í peninga, að þeir "leggja niður" iðnað heima fyrir, og flytja síðan inn tilbúnar vörur frá Asíu í staðinn.  Og telja sig hér geta sparað "kostnaðinn" og fengið stóran hagnað.  Það sem hefur gerst, er að í staðinn er algjört atvinnuleysi á norðurlöndum, englandi og víðar.  þar sem fólk hefur ekki efni á að kaupa nema rusl vörur.

Þýskaland hefur ekki tekið niður iðnaðinn enn, hvort sem þeir falla í sömu gryfju síðar eður ei.  Þeir njóta þess, að vera að miklu leiti, ein af fáum "ipnaðarþjóðum" Evrópu.  Þýskaland er ein af þeim fáum þjóðum "vesturveldanna" sem getur framleitt kísilkubba í tölvur, eða örskjái og aðra tækni.  Allir hinir, hafi gert þá reigin heimsku að flytja framleiðslu þessa til Asíu.  Og fyrir vikið er Kóra og Kína, orðið tæknivædd hernaðarveldi, sem geta sagt þér að bíta í rófuna á þér.

Síðan er það spurningin, hvort hún Merkel feti í fótspor fyrrvera sinna og "tryggja" Þýskaland, eða hvort hún sé ekki þegar fallin í "kerlingargildruna" með að afsala landinu þessu.  Persónulega tel ég ekki kerlinguna vera færa um að halda saman þessum saumum.  Þýsk eða ekki, ég efast um að hún reki nokkuð annað en kerlingarpólitík.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 17:34

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Við höfum ekkert að gera þarna inn [í Esb.], ekki neitt!"

Heyrt á Útvarpi Sögu rétt í þessu - rödd hlustanda.

Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 19:50

38 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Bjarne. Ég held að þú þurfir að lesa einhver önnur skilaboð en þú færð. 

Hverjir kaupa af Þjóðverjum? 

Hvernig greiða þeir Þjóðverjum?

Eru laun lægri í Þýskalandi en Kína?

Hverjir kúa hverja?

Eggert Guðmundsson, 9.12.2011 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband