Leita í fréttum mbl.is

Bergur Ebbi međ grein í Fréttatímanum

Bergur EbbiÁ vef Já-Íslands segir: "Í Fréttatímanum í dag, ţann 9. desember, birtist grein eftir Berg Ebba Benediktsson, lögfrćđing, ţar sem hann fjallar um tilgang ESB, ađ tryggja friđ í Evrópu, sem og ađ tryggja efnahagslegt samrćmći og stöđugleika. Einnig fjallar Bergur Ebbi um valkosti Íslendinga í gjaldeyrismálum."

Bergur Ebbi segir međal annars í grein sinni: "Valkostir Íslendinga hvađ varđar gjaldeyrismál eru margskonar ef viđ göngum í Evróusambandiđ. Viđ getum hinsvegar ekki viđhaldiđ gjaldeyrishöftum og einangrađ landiđ eins og nú er gert. Međ tíđ og tíma – og ég leyfi mér ađ gera langtímaspár ţví ég er ungur mađur – tel ég hins vegar nokkuđ víst ađ ţrátt fyrir skakkaföll undanfarinna ára muni alţjóđleg viđskipti og efnahagsleg samvinna halda áfram ađ aukast. Samstarf á borđ viđ myntbandalag Evrópu, sem felur í sér nokkurskonar samtryggingu fyrir stórt hagkerfi, er framtíđin og Íslendingar munu ekki halda krónunni sinni. Ađ ţví leyti segi ég ađ ef viđ göngum ekki í Evrópusambandiđ ţá verđur hrun krónunnar 2008 ţví miđur ekki ţađ síđasta sem viđ upplifum.

Ég ţoli ekki skyndilausnir. Ég vil ađ viđ hugsum langt fram í tímann. Ţeir sem vilja ganga í Evrópusambandiđ nú til ađ bćta fyrir ţađ sem gerđist á Íslandi 2002-2008 eru á villigötum. Ţađ sem gerđist er búiđ og gert. Nú ţurfum viđ ađ leita leiđa til ađ koma í veg fyrir ađ slíkir atburđir endurtaki sig. Núna er tíminn til ţess en ekki eftir tíu eđa tuttugu ár. Grundvallarmarkmiđ Evrópusambandsins eru í samrćmi viđ ţá framtíđ sem viđ óskum okkur enda lúta ţau ađ friđi og efnahagslegum stöđugleika. Ţetta eru ekki ćsispennandi markmiđ og ţess vegna eru ţau góđ."

Meira


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband