Leita í fréttum mbl.is

Pústþjónustan fagnar ESB-merkingum á hjólbörðum

DekkjamerkingarAllir sem keyra bíl þurfa að vera með góð dekk undir drossíunum. Meðal annars ritari þessara orða, sem var að vafra um netið í leit að dekkjum á góðu verði (alltaf að spara, vextir eru svo háir hér á landi!) og rakst þá á þessa athyglisverðu frétt á vef Pústþjónustunnar í Hafnarfirði:

"Síðustu ár hefur mikið borið á ódýrum hjólbörðum á mörkuðum í Evrópu og á Íslandi. Þessir ódýru hjólbarðar koma flestir frá verksmiðjum í Kína sem gera litlar sem engar gæðakröfur varðandi grip og aðra þætti sem einkenna góða hjólbarða. En það getur verið snúið að vita hvað eru góðir hjólbarðar, því gæðin eru ekki bara fólgin í munstrinu.

Hjólbarðar eru flókin fyrirbæri sem eiga að vinna með fjöðrunarkerfi bílsins [ sjá hér ]. Þættir eins og gúmmíblanda, trefjalög og lega þeirra skipta höfuðmáli varðandi gæði. Hjólbarðar sem eru framleiddir án tillits til ofangreindra þátta geta verið ógn við umferðaöryggi því hjólbarðarnir eru eina snerting bílsins við veginn. Til að auðvelda fólki að velja góða hjólbarða er Evrópusambandið að innleiða staðlakerfi sem tekur gildi frá og með nóvember árið 2012.

Settar verða upp prófunarstöðvar fyrir hjólbarða í Hollandi og Þýskalandi. Þar verður hjólbörðunum gefin einkunn á skalanum  A – G fyrir snúningsviðnám (hefur áhrif á eldsneytiseyðslu), hávaða og grip. Allir framleiðendur sem ætla að selja dekk á Evrópumarkaði þurfa að uppfylla þennan staðal og verða allir hjólbarðar að vera merktir."

Starfsmenn fyrirtækisins fagna þessum merkingum, segir í fréttinni...,,því mun auðveldara verður fyrir viðskiptavini að greina gæði hjólbarða. Öryggi þitt veltur á snertiflötum hjólbarðanna við veginn sem eru aðeins fjórir lófastórir fletir. Við hjá BJB viljum að þessir fjórir fletir séu traustir og seljum einungis góða hjólbarða til að svo megi verða."Heimildin

Þetta er aðeins eitt lítið dæmi (og þó ekki svo!) um neytendavernd og neytendahyggju sem kemur frá ESB!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband