9.12.2011 | 22:04
Stór dagur í Brussel - hörmungarspámenn rembast sem rjúpan við staurinn
Mikið er rætt og skrafað um útkomu dagsins í Brussel, sem er í stuttu máli þessi: Þau lönd sem eru með Evruna hafa bundist samkomulagi um að herða fjármálalegan aga og harðari viðkvæðum verður beitt gagnvart þeim ríkjum sem ekki halda sig innan þeirra ramma sem ákveðið var.
Sjálfsagt á eftir að útfæra þetta nokkuð og ekki útilokað að þetta taki einhverjum breytingum.
Mikið er rætt um Breta, sem sögðu nei við þessu samkomulagi og það er jafnvel rætt um að Bretland komi til með að einangrast innan ESB. Hverjir stjórna því? Eru það Bretar sjálfir eða er það ESB?
Fyrrum heimsveldið Bretland ákvað jú sjálft að vera ekki með í Evrunni, en á sama tíma hefur landið gríðarlega hagsmuni af því að Evrukerfið, fjármálakerfi Evrópu og þar með heimsins, haldi áfram að virka eins og best verður á kostið. Það eru ekki litlir hagsmunir og skiljanlegt að Bretar reyni að verja þá.
Málið allt sýnir hinsvegar hina góðu hlið á ESB, þar sem mál eru afgreidd með samráði og samræðum valdamanna aðildarríkjanna, en ekki t.d. með herforingjum eða með ungum vopnuðum mönnum á einhverjum vígvöllum í Evrópu!
Og öll kerfi virka; bankakerfi, viðskiptakerfi, almenningur er ekki að drepast úr áhyggjum yfir því að stríð sé á næsta leiti! "Life goes on" !!
Hér heima hamast svo andstæðingar og illindamenn gagnvart ESB, eins og rjúpan við staurinn að koma með heimsendaspár um dauða Evrunnar, klofning ESB og hvaðeina.
Þeir gleyma eðli ESB, sem er; hreyfanlegt og "dýnamískt" samband fullvalda þjóða, þar sem málin eru kannski rædd, samkvæmt frasanum, "í reykfylltum bakherbergjum" í Brussel, þangað til niðurstaða fæst.
Sennilegast er þó líklegt að reykingar séu bannaðar í fundarherbergjum Brussel og að menn verði að fara út undir bert Brussel-loftið til að fá sér smók! Þeir sem reykja á annað borð!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta er ekkert mál hjá þeim þarna syðra. Þau breyta bara spáspilunum í Evrur og málið er dautt. Hvað annað væri raunhæf virkileg lausn á spádóms-skuldunum ólöglegu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.12.2011 kl. 22:44
Hvað með Írland?
Ef allir punktarnir í bréfi Merkozy til Rompuy koma til framkvæmda þarf að sparka í Íra og svíkja eitt af stóru atriðunum sem þeim var lofað áður en þeir voru látnir kjósa aftur um Lissabon sáttmálann.
Ég læt Evrópusamtökunum eftir að finna út hvað það er.
Taktíkin hjá Merkozy minnir helst á ömurlega Icesave hákarlinn!
Haraldur Hansson, 10.12.2011 kl. 00:47
Paste/framhald
Evran hverfur undan ESB - til hvers að semja um ESB-aðild?
BJÖRN BJARNASON
10. desember 2011 klukkan 01:15
Þegar ríkisstjórnir og þjóðþing evru-landanna og annarra ESB-landa taka til við að lesa smáa letrið í því sem samið var um á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel dagana 8. og 9. desember kemur ýmislegt í ljós sem talið verður að þurfi að skoða betur áður en gengið verður endanlega frá hinum nýja evru-samningi í mars 2012.
Öllum er ljóst að Bretar standa utan þessa hóps. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir sérlausn fyrir fjármálastofnanir í Bretlandi. Þegar ósk hans var hafnað sagði hann skilið við félaga sína í leiðtogaráðinu og óskaði þeim velfarnaðar við gerð hins nýja samnings, Bretar ættu vissulega mikið undir því að bjarga mætti evrunni.
Bretar munu að sjálfsögðu spjara sig í þeirri stöðu sem þeir hafa valið sér. Öðru máli kann að gegna um önnur „fórnarlömb“ niðurstöðunnar í leiðtogaráðinu, það er að segja stofnanir Evrópusambandsins. Ef Cameron hefði ekki sagt skilið við hópinn hefði sáttmálum ESB verið breytt. Þá hefðu stofnanir ESB verið virkir þátttakendur. Nú þegar evru-ríkin og samstarfsríki þeirra ætla að semja sín á milli þrengist hlutverk stofnana ESB. Angela Merkel og Nicolas Sarkozy hafa sagt að þau vilji ekki að framkvæmdastjórn ESB, ráðherraráði ESB, ESB-dómstólnum og ESB-þinginu sé ýtt til hliðar. Það mun koma í ljós hver reyndin verður. Til þessa hefur skuldavandinn leitt til þess að vald hefur flust frá stofnunum ESB til stærstu ESB-ríkjanna, einkum Þýskalands.
Hér er þetta nefnt til að árétta að það er ekki ESB sem stendur að því að semja um nýjar reglur varðandi evru-svæðið heldur ríkin á svæðinu og áhugasöm samstarfsríki þeirra. Vissulega eru þetta ESB-ríki en þau eru ekki að útfæra sáttmála ESB heldur að semja sín á milli. Þannig hófst Schengen-samstarfið á sínum tíma og síðan var hönnuð sérstök stjórnskipuleg umgjörð um það svo að unnt yrði að fella það inn í ESB-rammann. Bretar og Írar taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu þótt þeir séu í ESB, það gera hins vegar Ísland, Noregur og Sviss, ríki utan ESB á þeim grundvelli að um ríkjasamstarf sé að ræða.
Evran hefur nú verið flutt á sambærilegan samstarfsgrundvöll og landamærasamstarfið undir Schengen-merkjunum. Þetta telja ýmsir leiðtoga evru-ríkjanna mikinn kost því að þá sé auðveldara að breyta öllum reglum varðandi evruna heldur en ef hún félli undir sáttmálakerfi ESB og væri hluti af því.
Höfuðrök háværustu talsmanna ESB-aðildar Íslands hafa verið að aðildin ein tryggði aðgang að evru-samstarfinu. Halda þessi rök lengur? Hvernig getur heimild til að taka upp evru verið bundin því skilyrði að semja þurfi um aðild að Evrópusambandinu eftir að leiðtogar ESB-ríkjanna hafa ákveðið að um evruna gildi reglur utan sáttmála ESB?
Að sjálfsögðu ber að gera hlé á ESB-aðildarviðræðunum. Rökin fyrir því voru skýr áður en sérstakt evru-svæði utan stjórnkerfis ESB kom til sögunnar. Þau eru svo augljós eftir skiptinguna á milli ESB og evru-svæðisins að viðræðunum ætti að verða sjálfhætt. Berji Össur Skarphéðinsson og sérfræðingar hans hausnum við steininn skulda þeir þjóðinni skýringar á því hvers vegna nauðsynlegt sé að afhenda ESB 200 mílurnar til að taka upp evru sem er ekki lengur á forræði ESB.
Örn Ægir Reynisson, 10.12.2011 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.