Leita í fréttum mbl.is

Köflum opnað og lokað: ESB-aðildarviðræðurnar rúlla áfram, 25% lokið!

UtanríkisráðuneytiðÁ vef Utanríkisráðuneytisins segir: "Þriðja ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í Brussel í dag og tók Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þátt í henni fyrir hönd Íslands. Þar var fjallað um fimm samningskafla og lauk viðræðum um fjóra þeirra. Frá því að efnislegar viðræður hófust í júní hafa 11 af þeim 33 samningsköflum sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum lokið um 8 þeirra eða um fjórðung.

Í upphafi ávarps síns á ríkjaráðstefnunni dag fagnaði utanríkisráðherra ákvörðunum Evrópusambandsins frá því í síðustu viku til að styrkja evrusamstarfið og yfirvinna skuldavanda einstakra ríkja. Hann sagði aðgerðir til að tryggja framtíð evrunnar vera mikilvægt hagsmunamál fyrir Íslendinga sem stæðu frammi fyrir valkostinum um óstöðuga krónu í gjaldeyrishöftum eða stöðuga evru til sem stæði á tryggari grunni en áður. Utanríkisráðherra fagnaði þeim góða árangri sem náðst hefur í aðildarviðræðunum og hvatti til þess að viðræður verði hafnar um þyngri samningskafla, s.s. um sjávarútveg, landbúnað, byggðamál og myntsamstarf.

Mikilvægir málaflokkar

Ráðherra sagði að nú væri í fyrsta sinn fjallað um kafla sem ekki er hluti af EES. Það er kafli 23 um réttarvörslu og grundvallarréttindi en þeim kafla var lokað samdægurs endu eru lög á Íslandi sambærileg regluverki ESB. Það helgast meðal annars af aðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu og öðrum alþjóðlegum sáttmálum. Utanríkisráðherra sagði baráttuna fyrir mannréttindum vera forgangsmál og þar ætti Ísland sannarlega samleið með ESB."

Öll fréttin og ýmsar upplýsingar sem tengjast þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband