Leita í fréttum mbl.is

Skynsamleg afstaða Steingríms í ESB-málinu!

Steingrímur J. SigfússonÍ frétt á www.visir.is stendur: "Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær.

„Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur"

Skynsamleg afstaða hjá fjármálaráðherra, sem er alveg örugglega til í borga lægri vexti, greiða út minna af vaxtabótum og fleira sem tengist okurvaxtakerfinu sem viðgengist hefur hér á landi í áratugi.

Ísland þarf "evrópska vexti"  - eða eins og Guðmundur Jaki sagði bara iðulega: "Það verður að lækka vexti."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband