Leita í fréttum mbl.is

Görgum aðeins hærra um IPA-styrkina!

Fréttablaðið fjallar í dag um hina svokölluð IPA-styrki, sem þau lönd sem sækja um aðild að ESB, eiga rétt á til hinna ýmsu verkefna. Skattamál í sambandi við þessa styrki hafa verið til umfjöllunar og hafa andstæðingar ESB reynt að gera málið eins tortryggilegt og hugsast getur. Þessi viðbrögð lykta að sjálfsögðu af "popúlisma" eða lýðhyggju.

Það sem kemur hinsvegar í ljós í sambandi við þessa styrki er að nokkur fjöldi sjóða fær sambærilegar undanþágur, þar á meðal Þróunarsjóður fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland og aðilar á vegum Norðurlandaráðs. Þetta er því ekkert einsdæmi, heldur almenn regla í samskiptum þjóða!

Menn ættu því að garga aðeins hærra!

Í lok hinnar fróðlegu greinar segir svo: "Í umsögn fjármálaráðuneytisins sem fylgir frumvarpinu er velt upp þeirri spurningu hvert tekjutap ríkissjóðs verði af skattaundanþágunum, en því er til svarað að slíkt eigi tæpast við að þessu sinni. IPA-styrkir séu í eðli sínu ekki veittir nema með því skilyrði að þeir séu undanþegnir sköttum og gjöldum og myndu ekki berast að öðrum kosti. „Má frekar gera ráð fyrir því að ríkissjóður muni hafa tekjur af þessum styrkjum með óbeinum hætti ef ESB-verktakar verða innlendir aðilar,“ segir þar.
Áætlanir gera ráð fyrir að IPA-styrkir til Íslands geti numið allt að 30 milljónum evra, um fimm milljörðum króna, á árunum 2011 til 2013. Í fyrrnefndri umsögn fjármálaráðuneytisins segir að ESB hafi fallist á tillögur íslenskra stjórnvalda um landsáætlun um IPA-styrki. Þeir muni koma til útborgunar frá og með næsta ári. Á fjárlögum er gert ráð fyrir um 600 milljóna króna styrk á næsta ári."

Á Evrópuvefnum má sjá yfirlit um IPA-styrkina og þar segir:


"Í ... tillögu Íslands að IPA-landsáætlun 2011 eru lögð fram alls sjö verkefni:

  1. Hagstofa Íslands: Endurbætur á gerð þjóðhagsreikninga.
  2. Matís: Framfylgni reglugerða um matvælaöryggi sem hafa nú þegar verið innleiddar á Íslandi sem hluti af skuldbindingum í EES.
  3. Náttúrufræðistofnun: Kortlagning vistkerfa og fuglalífs á Íslandi.
  4. Þýðingamiðstöð: Þýðing á regluverki Evrópusambandsins yfir á íslensku.
  5. Skrifstofa landstengiliðar: Samræming og miðlun styrkja og uppbygging þekkingar á stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.
  6. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Efling á starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.
  7. Háskólafélag Suðurlands: Verkefnið Katla Jarðvangur sem felur meðal annars í sér þróunaráætlun fyrir svæðið kringum Eyjafjallajökul og uppbyggingu á þekkingarsetri um svæðið."

Af þessu má sjá að allt miðar þetta að því að efla atvinnu, þekkingu og gæði, sem og MATVÆLAÖRYGGI, hér á landi.

En þessu eru andstæðingar ESB að sjálfsögðu á móti! Segir meira en 1000 orð um þá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Það var ekki nema hluti þjóðarinnar sem sótti um,,, er rétt að kalla það aðild. Kvartið yfir tortryggni,hún er afleiðing lyga og undirferlis,það er ekki ósanngjarnt að kalla þessa ríkisstjórn leppstjórn ESB. Allt sem ESB. lönd, t.d.Bretar, gera gegn Íslandi kallar fjármála ráðherra klökkur ;" Er nema von að þau verji sig" Kominn til valda fyrir trú Íslendinga (ekki Breta) á honum,ráskast með fé skattborgara Íslands eins og hans eigið sé. Ef þetta lið á Alþingi gerir ekkert eftir jól,til þess að koma þeim frá völdum,þá er eithvað að hjá þeim. Er þá ekki sjálfgefið að almúginn boli þeim frá.

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga. Fyrir síðustu kosningar voru bæði Safmylkingin og Borgarahreifingin með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Síðasta landsfundarsamþykkt Framfóknarflokksins hafði kveðið á um að sækja ættu um aðild að ESB með ákveðnum skilyrðum varðandi samningsmarkmið. Þeir flokkar sem voru með umsókn um aðild á stefnuskrá sinni eða í landsfundarsamþykkt fengu meirihluta í kosningunum. Skoðanakannanir sýndi þá að meirihluti þjóðarinnar vildi sækja um aðild að ESB. Það er því út í hött að segja að það hafi verið einhver minnihluti sem sótti um eða að umsóknin hafi verið án umboðs. Það var bæði meirihlutavilji fyrir umsókn hjá þjóðinni samkvæmt skoðanakönnunum og meirihluti Alþingis samþykkti aðildarumsókn.

Sigurður M Grétarsson, 14.12.2011 kl. 23:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Fyrir síðustu kosningar góði minn,voru allir í uppnámi,ríkssjóður á hausnum og enginn taldi kjark í þjóðina,aðeins forsætisráðherra bað guð um blessun til hand Íslandi. Hefði átt að leiða okkur út úr þessu. Man að Göran Peterson,áréttaði við fundargesti,sem troðfylltu Hátíða sal H.Í ,að muna að ganga ekki til kosninga strax eftir hrun. Því var auðvitað hafnað,það lá mikið á að hlaupa í eitthvert skjól,þar sem menn trúðu að Íslandsauðlyndir verkuðu á ágirnd sambands sem vildi breyða úr sér,vegna þverrandi eigin linda. Ef þú ert svona viss um vilja Íslendinga til aðildarumsóknar,afhverju var þá ekki sú leið farin að fá það staðfest með kosningu? Stjórnmálamenn hafa vitað lengi að fólk hér er á móti aæðild. Það er nú orðiðþreytandi að endurtaka Icesave og allan feluleikinn í kringum hann. Ef Framsóknarflokkurinn vildi sækja um aðild á þeim tíma,var það skilyrt með samningsmarkmiðum, ég held að engin hafi séð þau   Rellukvikindið vill ekki samþykkja fölari stafi  og bar fer í verkfall,svo ég segi bara góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2011 kl. 04:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

STÓR HLUTI
þjóðarinnar tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu fyrr en SAMNINGUR um aðildina LIGGUR FYRIR.

Og margir munu jafnvel ekki ákveða sig fyrr en í kjörklefanum.

ENGIN
skoðanakönnun getur því sagt fyrir um það hvort aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykkt hér í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekki einu sinni daginn fyrir atkvæðagreiðsluna.

Skoðanakannanir eru EKKI þjóðaratkvæðagreiðslur og þingkosningar.

Og ríkjum er EKKI stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum.

Ef svo væri þyrfti einungis kóng í hverju ríki sem stjórnaði með skoðanakönnunum Gallup.

Jafnvel einn kóng fyrir þau öll.

Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 04:34

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar voru um 38% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 56% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD að sambandinu.

Af þeim sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna voru 73% HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu en 92% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Um 28% þeirra sem ætluðu að kjósa Framsóknarflokkinn voru HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 57% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Og af þeim sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru 25% HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu en 54% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Af þeim sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru um 5% HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG AÐILD Íslands að Evrópusambandinu, 17% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 16% Framsóknarflokkinn og 16% Sjálfstæðisflokkinn.

Og af þeim sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru um 6% HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu, 2% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 15% Framsóknarflokkinn og 8% Sjálfstæðisflokkinn.

Fjöldi svarenda var 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 04:38

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2010:

Í könnun Fréttablaðsins vilja 83,8 prósent fylgismanna Samfylkingarinnar ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, 63,6 prósent fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 47,8 prósent fylgismanna Framsóknarflokksins og 46,4 prósent fylgismanna Sjálfstæðisflokksins.

Þá vill 65,1 prósent karla og 63,2 prósent kvenna ljúka umsóknarferlinu.

Hringt var í 800 manns og 88,9 prósent tóku afstöðu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 04:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 04:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"2. Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands MEÐ MYNTBANDALAGI við aðrar þjóðir eða, EF ÞESS ÞARF, einhliða upptöku annars gjaldmiðils."

Stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar fyrir alþingiskosningarnar

Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband