23.12.2011 | 11:08
Ögmundur um ESB, "við hin" og fleira
Innanríkisráðherra Íslands, Ögmundur Jónasson, fer mikinn á nýrri færslu á bloggi sínu um Evrópumálin (sem hefði alveg mátt prófarakarlesa!). Ástæðan er viðtalið við Össur Skarphéðinsson í Kastljósi um daginn.
Ögmundur vill meina að þjóðin skiptist í þrjá hópa í sambandi við Evrópumálin og aðildarmálið og orðrétt segir Ögmundur:
"Hluti þjóðarinnar vill ganga í ESB, óháð hvað kemur út úr viðræðum um aðild Íslands. Á þessu máli hefur Samfylkingin verið nær óskipt um nokkuð langa hríð og að sjálfsögðu margir fylgismenn annarra flokka. Þessi hluti þjóðarinnar hefur barist fyrir inngöngu í ESB og hefur viljað þangað inn hvað sem það kostar."
Athugasemd: Hvernig veit Ögmundur að í þessum hópi sé fólkið sem vill fara inn, "hvað sem það kostar"?? Er þetta ekki vafasöm fullyrðing? Verði aðildarsamningur arfaslakur munu fáir segja já við slíkum samningi!
"Annar hluti þjóðarinnar vill vita hvað kemur út úr viðræðum um undanþágur og tímabundna fresti frá regluverki Evrópusambandsins. Þetta eru væntanlega þau sem utanríkisráðherra vísaði til sem þjóðarinnar" sem vildi sjá hvað væri í pakkanum. Með skírskotun til þessa hóps og af virðingu fyrir sjónarmiðum hans féllst ég á að ganga til viðræðna við ESB, ekki vegna þess að ég teldi það æskilegt sjálfur, heldur vegna þess að þetta var ótvíræður vilji mjög margra. Þarna þótti mér utanríkisráðherra nokkuð ónákvæmur þegar hann vísaði í afsöðu okkar ráðherra og þingmanna VG til aðildarumsóknar á sínum tíma. Það sem ég og mörg okkar misreiknuðum þá var hve djúpt þetta ferli reyndist og hve ágengt Evrópusambandið er í kröfum sínum og hve viljugt það er að smyrja þetta ferli allt með fagurgala og fégjöfum."
Athugasemd: Með "fégjöfum" er Ögmundur væntanlega að tala um þá styrki sem umsóknarríkjum standa til boða, til þess að undirbúa aðild. Það gildir það sama um Ísland og önnur lönd sem hafa sótt um aðild að ESB, það sem aðrir hafa fengið, fær Ísland líka í formi aðstoðar við að gera þær breytingar sem gera þarf. En, eins og Ögmundur kannski veit þarf Ísland t.d. ekki að breyta hlutum hér í hinu niðurnjörvaða landbúnaðarkerfi, fyrr en niðurstaða úr þjóðaratkvæði liggur fyrir, þ.e. á staðfestingartíma annarra aðildarrríkja á aðild Íslands, ef af verður!). Það er nú dæmi um "ágengni í kröfum"!! En okkur á ES- blogginu er spurn: Má ekki gera kröfur til Íslands? Er það óeðlilegt að gerðar séu kröfur? Á Ísland bara að vera "stikkfrí" og gera eins og því sýnist? Á móti hljótum við hinsvegar að geta gert kröfur gagnvart ESB, ekki satt? Síðan setjast menn niður og semja, þannig er þetta hugsað!
Annars er það heiðarlegt af Ögmundi að viðurkenna að hann hafi misreiknað sig í sambandi við ESB-ferlið, en á sama tíma gott að hann hafi áttað sig á umfangi málsins. Og vissulega er þetta stórt mál, þetta er eitt stærsta mál sem um getur í sögu íslenskra stjórnmála, enda um aðild að sambandi 27 sjálfstæðra Evrópuríkja að ræða!
"Síðan eru það við hin, sem erum andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið, hvað sem út úr viðræðunum kemur enda sýni reynslan að uandanþágur eru sjónarspil til bráðabirgða. Hinir miklu sigrar" við samningaborð í aðildarviðræðum hafa oftar en ekki reynst vera sjónhverfingar einar. Innganga í Evrópusambandið jafngildir að gangast enn lengra undir miðstýringu og regluverk ESB sem virðist engin takmörk þekkja fyrir forræðishyggju sinni. Þess vegna vara ég við öllu áróðursgjálfrinu sem tengist samnigaviðræðunum."
Athugasemd: Getur Ögmundur nefnt almenning dæmi um "sigra við samningaborðið sem hafa reynst sjónhverfingar" ?? Hvað á ráðherrann við? Er það ekki lágmarkskrafa (eða má gera kröfur??) að ráðherrann komi með dæmi um "sjónhverfingar", í stað þess að slengja þessu fram án nokkurs rökstuðnings?
Við minnum Ögmund á að þrátt fyrir inngöngu, þá ráða aðildarríkin áfram MJÖG miklu í sínum eigin málum, t.d. alfarið varðandi vinnumarkaðsmál. Og þaðer bara eitt dæmi. Og er ekki miðstýring hér á Íslandi, ja, eða forræðishyggja, ef út í það er farið?
Varðandi "áróðursgjálfrið" má segja þetta: Hvar hljómar það??? Getur Ögmundur bent á það? Þeir sem stýra þessu bloggi vita hinsvegar um fullt af fólki sem VILL FÁ AÐ VITA um hvað ESB raunverulega er og hvað það gerir, hvernig það virkar! Hvar á þetta fólk að ná í upplýsingar? Hjá Nei-samtökunum? Hér á landi eru bæði "Já og Nei" - fjölmiðlar og hér fer fram opin og lýðræðisleg umræða um málið. Þeir sem vilja hætta að við og pakka saman, vilja því líka skrúfa fyrir þessa mikilvægu umræðu um afstöðu og stefnu Íslands gagnvart Evrópu. Þeir vilja setja "lokið á!"
Ögmundur segir einnig að undanþágur séu "sjónarspil til bráðbirgða", enn ein órökstudd fullyrðing! Það er kannski við hæfi að benda ráðherranum á Evrópuvefinn og svör þar um þessi mál!
Í aðildarsamningi fengu Svíar varanlega undanþágu frá banni á notkun munntóbaks, sem er mörgum þeirra mikið hjartans mál. Sennilega hefði aðild verið felld, hefði þessi sérlausn ekki komið til!
Í aðildarsamningi Finna var gerð sérlausn vegna "norðlægs landbúnaðar" og það er nokkuð sem passar okkur Íslendingum eins og flís við rass! Í henni felst að Finnar máttu (og mega) styrkja sinn landbúnað: "Sem dæmi um sérlausn, sem er sniðin að sérstökum aðstæðum í umsóknarríki, má nefna ákvæðið um heimskautalandbúnað eða norðurslóðalandbúnað í aðildarsamningi Finna og Svía frá 1994 (142. gr.). Sérlausnin felst í því að Finnum og Svíum er heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, það er norðan við 62. breiddargráðu, sem nemur 35% umfram það sem öðrum aðildarríkjum er heimilt. Markmiðið er að tryggja áframhaldandi landbúnaðarframleiðslu á norðlægum svæðum" (Heimild: Evrópuvefur H.Í.)
Danir fengu sérlausn vegna ótta þeirra við kaup Þjóðverja á sumarbústöðum og landi í Danmörku, sem síðar reyndist ástæðulaus!!
Fjöldi annarra sérlausna mætti tína til, en þær verða til vegna þess að umsóknarríki telja sig hafa ákveðna hagsmuni, sem verður þarf að taka tillit til og ESB gerir það! Sambandið traðkar ekki á hagsmunum aðildarríkja, heldur tekur tillit til þeirra! Á Wikipediu getur Ögmundur lesið heildaryfirlit um þessi mál!
Ögmundur Jónasson hefur í gegnum tíðina verið rökfastur og staðið vörð um hagsmuni skjólstæðinga sinna, m.a. sem formaður BSRB. Í þessu bloggi sínu er ráðherrann hins vegar langt frá rökfestu og málefnalegri umræðu.
Hér kastar Ögmundur fram órökstuddum sleggjudómum og fullyrðingum sem alls ekki standast skoðun. Er ekki raunhæf (og sjálfsögð?) krafa til ráðherra í ríkisstjórn Íslands að gera betur?
Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið gerði fyrir skömmu, vilja yfir 76% kjósenda VG klára aðildarsamninga við ESB!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.
Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.
Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.
Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.
Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.
FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."
"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."
"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.
Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.
Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.
HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.
Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.
LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
Þorsteinn Briem, 23.12.2011 kl. 11:57
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:
"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."
Þorsteinn Briem, 23.12.2011 kl. 11:59
Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.
Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.
Staðbundinn þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.
Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.
En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,
Aðildarsamningi Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.
Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.
Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.
Þorsteinn Briem, 23.12.2011 kl. 12:01
Ögmundur hefur aldrei verið í vandræðum með að rökstyðja mál sitt á réttlátan og skiljanlegan hátt, þrátt fyrir það "lýðræðis-umhverfi" sem ríkir hjá mafíufjölmiðlun á Íslandi. Hvernig væri að Ögmundur fengi nú þátt í ríkis-sjónvarps-Kastljóss-týrunni, til að færa rök fyrir sínu máli? Væri það ekki lýðræðislegt?
Eða er lýðræðið ekki þess virði hjá sumum "jafnaðar"-mönnum/konum á Íslandi?
Lýðræðið er mesta ógn mafíunnar, ásamt verkalýðsfélögum. Er einhver hér sem er ósáttur við að lýðræðið og réttlætið sé haft með í för?
Ég spyr nú Evrópu-áróðurs-ritarana þeirrar einföldu og sjálfsögðu spurningar, hver sjái um endurskoðun á pappírs-ruglinu í ESB, og hvenær síðast var framkvæmd endurskoðun á þessu AGS-bákni, sem notar almenning innan ESB sem þræla í bankamafíunni sinni?
Ef Evrópufræðingarnir geta ekki svarað og útskýrt svona einfalda spurningu um nauðsynlega eftirfylgni á að lögum sé framfylgt í ESB, þá höfum við ekkert að gera með einhver tiltekin áróðurs-smáatriði ESB-sinna.
Ögmundur hefur sýnt og sannað að hann er heiðarlegur lýðræðissinni, og ef það passar ekki fyrir einhvern, þá segir það mest um þá sem gagnrýna hann, og þröngsýna blindni og lýðræðis-fyrirlitningu sumra ESB-sinna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.12.2011 kl. 13:24
Ögmundur Jónasson þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.
Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna.
Lengi vel var ég á þessu máli, enda hef ég alltaf talið að í grundvallaratriðum lægi ljóst fyrir hvað í boði væri fyrir Ísland og þyrfti engar könnunarviðræður til að leiða það í ljós.
En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það.
Þannig hef ég hugsað síðustu misserin. Þess vegna var ég reiðubúinn að fylgja þeirri tillögu að ná í samningsdrög til að kjósa um.
Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni. Jafnframt því hve arfavitlaust ég teldi það vera að ganga inn í ESB.
Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur.
Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum? Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."
ESB reynir á Vinstri græna
Þorsteinn Briem, 23.12.2011 kl. 13:36
http://www.dv.is/frettir/2011/12/23/meinad-ad-millifaera-veika-eiginkonu/
Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að ég vil ganga í ESB. Ég sé ekki í hvaða hóp Ögmundar ég passa en ég vil réttlæti. Líklega reiknar hann ekki með því að til sé fólk sem vilji það.
Lúðvík Júlíusson, 23.12.2011 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.