5.1.2012 | 09:57
Vopnabúrið kostar!
Í fréttum hefur komið fram að Seðlabanki Íslands er kominn með digran varasjóð, sem Már Guðmundsson kallar sjálfur "vopnabúr." Í hefðbundnum skilningi eru vopnabúr notuð til þess að: a) Undirbúa eða geta framkvæmt árás eða b) Verja sig.
Líklegt verður að teljast að vopnabúrið (sem er um 1000 milljarðar króna, meira en hálf þjóðarframleiðsla!) verði notað til að verja gengi krónunnar, þegar höftunum verður aflétt og krónunni sleppt lausri.
Er þetta ekki enn eitt dæmið um kostnaðinn við krónuna?
Í viðskiptablaðinu má lesa frétt sem tengist þessu og í henni segir: "Seðlabankinn áætlar að vaxtagreiðslur af gjaldeyrislánum ríkissjóðs og bankans muni nema 33 milljörðum króna á þessu ári. Á móti koma vaxtagreiðslur vegna ávöxtunar forðans.
Seðlabankinn greindi frá því morgun að hann hafi fullnýtt lánin frá Norðurlöndunum sem samið var um í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Heildarlánveitingar Íslands nema nú 753 milljörðum króna í því skyni að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Forðinn nemur nú í heildina 1.030 milljörðum króna og er hann allur skuldsettur."
Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir: "Vaxtagreiðslur af gjaldeyrislánum ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands eru áætlaðar 33 ma.kr. á þessu ári. Á móti þessum vaxtagreiðslum koma vaxtatekjur vegna ávöxtunar forðans, en áætlað er að hreinn vaxtakostnaður af forðanum sé um 3-4%, en það samsvarar um 1½-2% af landsframleiðslu.
Í ljósi óvissu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og í ljósi áforma um losun gjaldeyrishafta er mikilvægt fyrir Ísland að vera með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir þrátt fyrir umtalsverðan kostnað við forðahaldið. Þegar aðstæður breytast er vonast til að hægt verði að minnka gjaldeyrisforða jafnframt því sem unnið verður að því að draga úr skuldsetningu hans."
Til samanburðar má geta þess að áætlaður kostnaður við nýjan Landspítala er um 50 milljarðar og þetta er um það bil áttföld framlög á fjárlögum 2011 til Umhverfisráðuneytisins!
Bendum einnig á pistil Friðriks Jónssonar um málið.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Já já. það er nú svo. þetta er fórnarkosnaðurinn við svokllaða ,,krónu" sem er alltaf ,,að bjarga okkur" og/eða ,,vinna fyrir okkur".
Nú, svo segj hámenntaðir hagfræðingar frá Sorbonn eða ég veit ekki hvaðan: ,,það á bara að hafa óskuldsettan gjaldeyrisforða!"
Um það er að segja að sá böggull fylgir skammrifi að íslendingar hafa síðustu tugi ára - ekki kunnað að spara og safna í sjóði. Ef minnsti vottur er um að safna eigi í sjóði hérna - þá verður allt vitlaust! þá þarf að eyða því immediatlý og rúmlega það. þessvegna verður seint safnað í sjói hérna uppi á næstunni. Til þess þarf umtalsverða hugarfarsbreitingu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.1.2012 kl. 11:11
Burtséð frá því hvort sá gjaldeyrisvaraforði sem Seðlabankinn er með nú um stundir er of stór eða ekki þá myndum við þurfa að standa undir kostnaði af forða með eða án sjálfstæðs gjaldmiðils.
Bæði þurfa seðlabankar einstaka evruríkja eftir sem áður að hafa varaforða vegna þess að Seðlabanki Evrópu er ekki lánveitandi til þrautavara og Seðlabanki Evrópu þarf sjálfur á varaforða að halda sem er að sjálfsögðu haldið út á kostnað aðildarríkjanna.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 12:03
Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27:
"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.
Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.
Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."
"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."
"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."
"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."
"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.
Að auki hefur bandaríski seðlabankinn ekki gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu."
Þorsteinn Briem, 5.1.2012 kl. 15:19
Gjaldeyrisvaraforðinn er til að tryggja hinu opinbera lánsfé með sæmilegum kjörum og sýna erlendum lánadrottnum fram á greiðslugetu í erlendri mynt.
Gjaldeyrisforðinn er ekki til þess að verja krónuna falli með beinum hætti við afnám hafta.
Lúðvík Júlíusson, 5.1.2012 kl. 16:16
Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis:
"Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. TVÖ ÁR án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."
"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega AÐSTOÐ ESB við að komast út úr þeim."
Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.
Economy of Slovenia
Malta og Kýpur fengu einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.
Economy of Malta
Economy of Cyprus
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.
Þorsteinn Briem, 5.1.2012 kl. 16:20
Hver er st.br.Getur einhver upplýst það.Briemararnir hafa ekki staðfest hver hann er, frekar en aðrir.Er st.br.kanski gerfinafn á vegum ESB.
Sigurgeir Jónsson, 5.1.2012 kl. 17:19
Pétur Gunnarsson fyrrverandi framsóknarmaður hefur gefið í skyn að hann kannist hugsanlega við hann, en hefur ekki staðfest að hann sé framsóknarmaður eða hafi verið það.Kannski getur Andrés Pétursson staðfest að st. br. hafi stutt Halldór Ásgrímsson.
Sigurgeir Jónsson, 5.1.2012 kl. 17:27
Sem er skiljanlegt þar sem Halldór hefur stutt aðild Íslands að ESB.Sækjast sér um líkir.
Sigurgeir Jónsson, 5.1.2012 kl. 17:29
Sigurgeir Jónsson,
Hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn, elsku kallinn minn.
Hins vegar heiti ég í höfuðið á afabróður mínum, formanni Bændaflokksins, sem var atvinnumálaráðherra í ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar og sonur fyrsta formanns Framsóknarflokksins.
Og faðir minn ólst upp hjá afabróður mínum á Akranesi. Þess vegna heiti ég í höfuðið á honum.
Þorsteinn Briem, 5.1.2012 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.