5.1.2012 | 22:06
Staðlausir stafir andstæðinga ESB um "milljarða umsókn" - stjórnsýslan alls ekki á hvolfi!
Hún var athyglisverð fréttin á RÚV um kostnað vegna ESB-umsóknarinnar, en í henni kom fram að kostnaður vegna ESB-umsóknar er alls ekki talinn í milljörðum, eins og sumir hafa kastað vanhugsað fram og til þess eins gert að þyrla ryki í augu fólks!
Og stjórnsýslan er langt í frá á "hvolfi" eins og kemur fram í fréttinni. Nokkuð sem andstæðingar ESB hrópa hátt opinberum vettvangi! Í fréttinni segir: "Í umræðu um kosti og galla umsóknar Íslands að Evrópusambandinu hefur alls kyns rökum verið varpað fram. Meðal þess sem andstæðingar ESB aðildar hafa sagt er að kostnaður við umsóknina hlaupi á milljörðum og að stjórnsýslan sé undirlögð af vinnu við umsóknina. Af þessum sökum sendi fréttastofa RÚV öllum ráðuneytum fyrirspurn um beinan og óbeinan kostnað þeirra af viðræðum um aðild Íslands að ESB.
Fyrirspurnin var send undir lok október og spurt var um kostnað ráðuneytanna fyrstu 9 mánuði ársins. Svör hafa nú borist frá öllum ráðuneytum.
Hjá 6 ráðuneytum fengust þær upplýsingar að enginn beinn kostnaður félli til vegna viðræðna við Evrópusambandið ."
Síðar segir: "Í utanríkisráðuneytinu nemur bókfærður kostnaður 101,6 milljónum króna, þar af eru laun starfsmanna 20 milljónir og ferðakostnaður 65 milljónir. Samkvæmt fjárlögum var 150 milljónum króna varið til þessara viðræðna allt síðasta ár. Fullyrðingar þess efnis að kostnaðurinn hlaupi á milljörðum virðast því ekki standast skoðun.
En það hefur ekki bara fallið til beinn kostnaður. Laun embættismanna, sem komið hafa með einum eða öðrum hætti að viðræðunum eru líka kostnaður en eru þó ekki bókfærð þannig. Í utanríkisráðuneytinu hafa um 30 starfsmenn komið að viðræðunum en 20 í fjármálaráðuneytinu. Færri starfsmenn hafa komið að málum, með einum eða öðrum hætti í hinum ráðuneytunum en í langflestum tilfellum er þetta lítið hlutfall starfa þeirra enda sinna embættismennirnir þessu meðfram öðrum störfum. Það virðist ofmælt að stjórnsýslan sé undirlögð af þessu verkefni því í velferðarráðuneytinu er áætlað að um sé að ræða rúmlega 6 mánaða vinnu eins manns, en í innanríkisráðuneytinu er um tveggja mánaða vinnu að ræða. (Leturbreyting, ES-bloggið)
Andstæðingum ESB finnst gaman að hrópa úlfur, úlfur! Og gera það óspart!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Og þið treystið Össuri ! – ykkar manni, auðvitað!
Jón Valur Jensson, 5.1.2012 kl. 22:21
RÚV slær upp tölu þar sem A) 65% eru ferðakostnaður B) lykilráðuneyti í aðlögunarferlinu eru ekki með eina einustu krónu í bókfærðan "beinan kostnað" og C) allur kostnaður undirstofnanna ráðuneytanna, þar sem stjórnsýsluleg aðlögun fer að mestu fram, er felldur út.
Þessi tala segir okkur ekki neitt. Í besta falli er hún vísbending um að Össur hafi fengið tilsögn í skapandi bókhaldsaðferðum hjá grískum embættismönnum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 00:53
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:
28.06.2011.
"Fram hefur komið að 21 kafla af 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland þegar leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 6.1.2012 kl. 02:18
Og það er hið versta mál.
En greinargott var innleggið frá Hans Haraldssyni.
Jón Valur Jensson, 6.1.2012 kl. 04:50
"Ísland á aðild að fjölmörgum alþjóðastofnunum þar sem teknar eru ákvarðanir um sameiginleg markmið og reglur sem aðildarríki eru skuldbundin til að innleiða og hafa æ meiri þýðingu að innanlandsrétti.
Stór hluti íslenskra réttarreglna á uppruna sinn í alþjóðaskuldbindingum og þannig eru áhrif þjóðaréttarins og alþjóðasamstarfs á íslensk lög og réttarskipan ótvíræð."
Þjóðaréttur, Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson, 2011, bls. 12.
Þorsteinn Briem, 6.1.2012 kl. 05:06
Þið ættuð að skoða ýtarlegra svar Hans við aðalmálinu hér ofar:
RÚV segir fréttir af bókhaldi Össurar.
Jón Valur Jensson, 6.1.2012 kl. 06:59
Það er gott að Evrópusamtökin vilja vekja athygli á hvernig verið er að þyrla ryki í augu almennings.
Engir komast með tærnar þar sem þau samtök hafa hælana. Allt er gert til að blekkja Íslendinga í ESB, með dyggri aðstoð frá valdaráns-sambandinu ESB.
Þvílík skömm!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2012 kl. 10:52
Utanríkisráðherra 14.6.2010: Samtals 768 milljóna króna kostnaður í ár og á næsta ári vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Steini Briem, 5.8.2011 kl. 16:24
Þorsteinn Briem, 6.1.2012 kl. 11:19
"Um 384 milljóna króna kostnaður hér á ári á tveimur árum við samning um aðild Íslands að Evrópusambandinu er engan veginn mikill í ljósi þess að beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið var um fjórum sinnum meiri, eða 1,4 milljarðar króna, árið 2007.
Og Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna Á ÁRI með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hérlendis.
Steini Briem, 5.8.2011 kl. 16:34"
Þorsteinn Briem, 6.1.2012 kl. 11:22
Hans: Þetta er nú frekar hallærisleg samlíking hjá þér og þú veist að hún á ekki við nein rök að styðjast.
ASG: Við vísum þínum fullyrðingum til föður eða kannski "móðurhúsanna"! Við höfum t.d. aldrei reynt að segja að kostnaðurinn við umsókn sé mun minni heldur en kostnaðaráætlun segier til um (hún er til, vissir þú það?). Andstæðingar, meira að segja fyrrverandi ráðherrar, hika hinsvegar ekki við að tala um "milljarðakostnað" og að "stjórnsýslan sé á hvolfi. Sem er einfaldlega RANGT!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.1.2012 kl. 12:21
Það er kannski spurning, hvaða orð eru notuð -- "á hvolfi" eða eitthvað annað. Ég hygg að enginn hafi fullyrt, að stjórnsýslan almennt hafi verið á hvolfi allan tímann frá umsókn Össurar & Co. árið 2009, en á einu stuttu tímabili var hún það að minnsta kosti (haustið 2009 eða 2010?), þegar ráðuneytunum var öllum ætlað að skaffa Brusselkörlum gríðarleg gögn í formi svara við miklum fjölda ágegra fyrirspurna Esb. Þar að auki hafa þessi Esb-mál notið forgangs í ráðuneytunum, sem gefa sér þá minni tíma til annars (það sést t.d. á seinum svörum við bréfum þangað), þrátt fyrir að þar sé mannahald með mesta móti (ekki er nú ríkið að spara þar; þau fáeinu hundruð, sem misst hafa störf hjá ríkinu, eru aðallega í heibrigðiskerfinu, en stjórnarráðsmönnum jafnvel fjölgað, þ.m.t. ýmsum sérráðnum "sérfræðingum" sem fengið hafa störf án auglýsingar og koma gjarnast úr stjórnarflokkunum; en á almenna vinnumarkaðnum hefur störfum fækkað um rúml. 20.000 frá 2008).
EES-löggjafar-innleiðing fær færibandameðferð, en EKKI nóga yfirlegu og úrvinnslu til að löguð sé að íslenzkum veruleika. Tilgangurinn virðist annars vegar sá, að unnt verði að fullyrða, að við Íslendingar séum hvort sem er búnir að taka upp svo mikið af lagaverki Esb, að engu skipti nánast, að restinni sé bætt við! (og þetta er alrangt*), og hins vegar, að óvönduð eða athugasemdalaus páfagauksupptaka þeirrar EES-löggjafar hafi, þegar menn rekast á hnökrana og óþægindin af þeim, þau áhrif, að Esb-innlimunarsinnar fái þar enn vopn í hendur : að geta hamrað á því, að þetta sýni okkur, að EES-samningurinn sé ónógur, "það verði að ganga í Esb til þess að geta setið þar við borðið til að geta haft einhver áhrif á þessu lög" (og einnig það er rangt).
Og varðandi þessa möguleika okkar INNAN Esb til að hafa þar huganlega einhver áhrif eftir innlimun er bezt að vísa ykkur á ummæli forsvarsmanns Samherja, sem þið eruð nú stundum að reyna að flagga hér, en þau má finna hér í leiðaraparti úr Mogganum í morgun, þar sem fyrst var rætt um evruna og svo bætt við (leturbr. jvj): "Þetta er svipaður blekkingarleikur og verið hefur í umræðunni um sjávarútveginn þar sem því hefur sífellt verið haldið að fólki að á því sviði verði engir áhrifameiri en Íslendingar gerist Ísland aðili að sambandinu. Í viðtali við áramótablað Viðskiptablaðsins svarar Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, þessum sjónarmiðum: „Eins og Evrópusambandið horfir við mér þá munum við ekki hafa nein áhrif þar. Sumir halda því fram að við munum hafa áhrif í sjávarútvegsmálum umfram það sem segir í reglum Evrópusambandsins. Ég horfi á þetta út frá reynslu minni því ég hef unnið í sjávarútvegsmálum innan ESB í vel á annan áratug. Afstaða mín mótast af því.“"
* Stærsti feillinn hér er ekki aðeins, að löggjöfin um sjávarúvegs- og landbúnaðarmál, sem yrði okkur skeinuhætt, er ekki komin inn (og á ekki að koma inn í gegnum EES-fyrirkomulagið), heldur hinn, að með sjálfum aðildarsamningnum yrði FYRIR FRAM SKRIFAÐ UPP Á ALLA NÝJA LÖGGJÖF ESB UM HVAÐ SEM ER OG VIÐ ÞEIM LÖGUM TEKIÐ ÁN ÞESS AÐ VIÐ FÁUM RÖND VIÐ REIST OG ÁN T.D. AÐKOMU ALÞINGIS OG MÁLSKOTSRÉTTAR FORSETANS TIL ÞJÓÐARINNAR, sem sé án allra þjóðaratkvæðagreiðslna; og meira en svo, því að þegar sú löggjöf (og hvað sem er í lagaverki Esb, eldra sem yngra) rekst á íslenzka löggjöf, eldri sem yngri og ókomna líka frá Alþingi framtíðar, þá er í aðildarsáttmálanum samþykkt fyrir fram, að þá skuli löggjöf Esb. ráða, en íslenzku lögin víkja, falla dauð niður! Sjá hér: Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið.
Jón Valur Jensson, 6.1.2012 kl. 13:04
Og TÚLKUNARVALDIÐ um það, HVORT íslenzku lögin (sem jafnvel geta verið stjórnarskrárákvæði) rekist á Esb-lagaverkið, ER FALIÐ ESB, EKKI NEINUM MILLI-GERÐARDÓMI.
Jón Valur Jensson, 6.1.2012 kl. 13:09
"Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að kjósa um það – umræðan þarf að komast á það stig að við vitum hvaða kostir eru á borðinu og svo fái þjóðin að taka ákvörðun. Ég held það verði aldrei friður um málið, enda er það risavaxið.
En það er skylda okkar sem erum í forystu að fara yfir málin efnislega og kynna kostina og gallana fyrir þjóðinni, þannig að hún geti síðan tekið upplýsta afstöðu í almennum kosningum."
Þorsteinn Már Baldvinsson - Það lifir enginn við þessa vexti
Þorsteinn Briem, 6.1.2012 kl. 13:59
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
Þorsteinn Briem, 6.1.2012 kl. 14:00
Auðvitað voru þetta staðlausir stafir hjá Andsinagreyjunum. það er allt rangt sem þetta bablar. Grey þykja mér Andsinnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.1.2012 kl. 15:11
Ómar Bjarki hefur engin rök - bara gasprið.
Jón Valur Jensson, 6.1.2012 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.