Leita í fréttum mbl.is

Friðrik Jónsson á Eyjunni: "Besta ávöxtun í heimi?"

Haustið 2008 hrundi íslenska krónan, sem og bankakerfið. Í framhaldi af því voru sett upp gjaldeyrishöft sem standa enn og eru einskonar múrar utan um hagkerfið. Þá varð einnig til það sem kallað er aflandskrónur sem skilgreinda eru sem "sem verðmæti í innlendum gjaldeyri í eigu eða vörslu erlendra aðila, eða ávísun á slík verðmæti, sem lúta sérstökum takmörkunum samkvæmt reglum um gjaldeyrismál." Þetta eru fjármunir sem menn þora ekki að sleppa út úr peningakerfinu (eru lokaðir inni!) enda myndi það þýða mikið útstreymi gjaldeyris og væntanlega fall krónunnar.

Í skýrslu frá Viðskiptaráði segir: "Einn stærsti ókostur gjaldeyrishaftanna er hve hamlandi þau eru fyrir framgang og vöxt atvinnulífs, sem er undirstaða hagvaxtar og bættra lífskjara hérlendis. Eftir því sem lengra líður frá upptöku hafta aukast lamandi áhrif þeirra á efnahagslífið. Þessi áhrif koma fram á ólíka vegu, til dæmis bíða fyrirtæki með aukin umsvif á meðan höftin vara, nýsköpunar- og sprotafyrirtæki eiga erfiðara með vöxt á erlendum mörkuðum og fyrirtæki þurfa að fara óhagkvæmari leiðir til að ná rekstrarlegum markmiðum. Samkeppnishæfni Íslands skerðist í samanburði við önnur lönd og því er hætt við því að fólk og fyrirtæki kjósi frekar að starfa og fjárfesta utan landsteinanna. Allt þetta er til þess fallið að draga úr hagvexti." 

Eigendur aflandskróna fá vexti og um þetta fjallar Friðrik Jónsson í pistli á Eyjunni og segir meðal annars: "

Á rétt rúmum þremur árum hafa s.s. eigendur aflandskróna fengið greitt jafngildi tæplega þriðjungs höfuðstóls krónueigna sinna í erlendum gjaldeyri, en höfuðstólinn er enn sá sami, og vandinn jafn stór.

Er þá nokkuð skrítið að eigendur þessara aflandskróna eru hvorki að tapa sér af áhyggjum yfir því að geta ekki losað féð strax úr landi, né hafi áhuga á því að fjárfesta þeim í íslensku atvinnulífi?

Af hverju í ósköpunum ættu þeir að vilja gera það?

Þetta er án efa besta ávöxtun í heimi."

Á sama tíma berast þær fréttir að ávöxtun á almennum (óverðtryggðum) sparireikningum, sem yfirleitt eru í eigu almennings, beri neikvæða vexti, vegna verðbólgu. Einn hvati hennar er krónan og óstöðugleiki sem fylgir henni. Það er almennt viðurkennt að krónan veldur óstöðugleika, sveiflum og verðbólgu.

Það er margt skrýtið í "krónuhausnum" ! Sumir virðast mokgræða, á meðan eignir annarra rýrna. 

Á mannamáli heitir það óréttlæti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband