10.1.2012 | 14:51
Ásmundur Einar: Svona er staðan!
Nei-foringinn á Íslandi, Ásmundur Einar Daðason, skrifar grein um ESB-málið í dag og spyr um stöðuna í ESB-málinu.
Við hjá Evrópusamtökunum getum sagt honum hver staðan er: Það er í góðum gír, það er á kostnaðaráætlun (og mun ekki kosta "einhverja milljarða" eins og margir Nei-sinnar góla yfir nær stöðugt þjóðina) og það hefur ekki sett stjórnsýsluna á hliðina (eins og margir Nei-sinnar hrópa hástöfum!).
Ásmundur segir að mikill meirihluti landsmanna ger sér grein fyrir að betra sé fyrir Ísland að vera fyrir utan ESB en innan. Getur verið að það sé vegna þess að þeir vita ekki og það liggur ekki fyrir, hver niðurstaða aðildarviðræðna verður? Fólk verður jú að vita niðurstöðu þeirra og taka síðan afstöðu í málinu. Þann rétt vill Ásmundur hinsvegar ekki veita íslensku þjóðinni!
Við viljum benda Ásmundi á að um tveir af hverjum þremur vilja samkvæmt nýrri könnun ljúka aðildarviðræðum við ESB!
Ásmundur vill hinsvegar hlaupa frá hálfkláruðu verki, enda nátengdur sterkum hagsmunahópum, sem vilja nánast ekki breyta neinu í íslensku samfélagi.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Varðandi síðustu málsgrein færslunnar:
Ber að skilja þetta svo að þeir sem "vilja nánast ekki breyta neinu í íslensku samfélagi" skuli þá bara gera svo vel og taka við fyrirskipunum frá "stóra bróður í Brussel"?
Alveg hlýnar mér niður í tær af tilhugsuninni um lýðræðisást ykkar hjá þessum Evrópusamtökum.
Það er nú kannski munur eða hjá okkur ofbeldismönnunum sem vildum spyrja þjóðina hvort hún hefði hug á að sækja um aðild.
Við höfðum nefnilega ekki vit á því hvað við vorum að tala um. því hvernig GÁTUM við vitað hvort við vildum sækja um fyrr en við vissum "hvað væri í boði"?
Ég er ekki viss um að sá háskólakennari í rökfræði sem beitti svona rökum á nemendur sína fengi tækifæri til að kenna margar stundir í viðbót.
Árni Gunnarsson, 10.1.2012 kl. 18:22
Evrópusamtökin halda áfram að berja hausnum við steinin,ásamt þeim skötuhjúum einræðisins, Jóhönnu og Steingrími.Það hefur löngum verið hefð hjá einræðisherrum að lofa kosningum.Þau skötuhjúin, ásamt fylgifiskum ESB klifa stöðugt á því að leyfa verði fólki að kjósa um "samningi". Þetta er auðvitað ekkert annað en hefðbundar lygar einræðisherra.Það stendur ekki til að leyfa neinum að kjósa, því það stendur ekki til að koma með neinn samning til að kjósa um.Fyrst var því logið upp að kosið yrði á síðasta ári,farið yrði í málið með hraðferð.Ekki bólar á neinum kosningum enn og ekkert fæst uppgefið hvenær almenningur fær að kjósa.Þetta eru allt lygar og Evrópusamtökin taka fullan þátt í lygunum.Það stendur ekki til að sú ríkisstjórn sem nú situr leyfi neinar kosningar um ESB aðild.
Sigurgeir Jónsson, 10.1.2012 kl. 18:24
Og hvað þýðir "að ljúka aðildarviðræðum"Þýðir það eitthvað annað en að hætta þessu rugli og kjósa.Er ESB og dindlar þess kannski ekki læsir.Á borðið strax með það sem verið er að malla með,og kjósa um það, það hefur farið of mikill tími og of miklir peningar í þetta rugl.Drottningin er nakin og lygar hennar og ESB dindlanna eru öllum ljósar.Þetta ESB lið ætlar ekki að viðhafa neinar kosningar á næstunni.Burt með þetta lygalið.
Sigurgeir Jónsson, 10.1.2012 kl. 21:16
27.12.2011:
"Í mars næstkomandi verða fleiri samningskaflar opnaðir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB.
Framundan er að takast á við erfiða kafla í samningaferlinu, þar á meðal um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál.
Enginn þarf að óttast að viðræðurnar einkennist af asa eða óðagoti.
Þvert á móti ráða gæði starfsins hraðanum og viðræðum mun ekki ljúka fyrr en góður samningur liggur fyrir.
Vandað hefur verið til verka í málsmeðferð allri og eiga hagsmunaaðilar og félagasamtök hrós skilið fyrir virka þátttöku í ferlinu.
Alþingi er í lykilhlutverki en utanríkismálanefnd fær allar upplýsingar og fylgist á virkan hátt með hverju skrefi.
Nánari útskýringar á innihaldi samningskafla í aðildarviðræðunum við ESB er að finna á esb.utn.is.
Þar eru einnig samningsafstöður Íslands, önnur gögn og nánari upplýsingar um viðræðuferlið."
Staðan í viðræðunum um aðild Íslands að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 10.1.2012 kl. 21:51
St.br.Þú og ESB dindlarnir hafið sungið sama sönginn í þrjú ár, um að fólk ætti að fá að kjósa um aðild.Þið munið halda áfram að syngja þann söng.Ríkisstjórnin ætlar ekki að leyfa neinar kosningar á næstunni þrátt fyrir söngin.Hún lýgur eins og þau sem styðja hana í ESB aðild.
Sigurgeir Jónsson, 10.1.2012 kl. 21:58
Samanburði á löggjöf Íslands og Evrópusambandsins lauk fyrir hálfu ári og lengi hefur verið ljóst að samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði ekki kynntur fyrr en á næsta ári.
Það er nú harla einkennileg "lýðræðisást" að vilja endilega NEYÐA fólk til að kjósa um samning sem ekki liggur fyrir og þá gildir einu hvort það var árið 2009 eða síðar.
Þegar samningurinn um aðld Íslands að Evrópusambandinu LIGGUR FYRIR og samningurinn hefur verið kynntur vandlega fyrir þjóðinni verður kosið um hann hér í þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt vilja meirihluta Alþingis. Og hér á Íslandi er ÞINGRÆÐI.
Tugþúsundir Íslendinga hafa að sjálfsögðu ekki tekið afstöðu til þessa samnings, munu ekki gera það fyrr en hann liggur fyrir og hefur verið rækilega kynntur.
Hægt er að kjósa hér um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningum nú í sumar, Alþingi gæti samþykkt stjórnarskrána fyrir næstu alþingiskosningar og svo aftur eftir kosningarnar.
Þorsteinn Briem, 10.1.2012 kl. 23:40
Þegar" samningur liggur fyrir, þá á að kjósa" er söngur þeirra sem vilja engar kosningar, sem er skiljanlegt því hræðsla þeirra við að samningurinn verði felldur er öllum ljós.Ísland sóttin um inngöngu í ESB, og hvergi hefur komið fram að ESB túlki það eitthvað öðruvísi en alvöru umsókn.Ef Ísland fellir sig ekki við skilyrði ESB fyrir aðild á að sjálfsögðu að kjósa um það, í stað þess að ljúga því að fólki að einhver "samningur" sé á leiðinni.Og það er rangt að hægt sé að breyta stjórnarskrá á annan hátt en að kjósa til Alþingis.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 11.1.2012 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.