Leita í fréttum mbl.is

Danir styðja aðhaldsaðgerðir í ESB

Í Fréttablaðinu í dag segir: "Danska ríkisstjórnin stefnir að því að taka þátt í nýjum sáttmála 26 ríkja Evrópusambandsins um aðhald í ríkisfjármálum, að svo miklu leyti sem undanþága Dana frá myntsamstarfi ESB leyfir. Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Dana, segist ekki telja þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Danmerkur að samningnum og að hann feli ekki í sér fullveldisafsal, en stjórnarandstöðuflokkar á hægri vængnum eru honum ósammála.

Texti sáttmálans er ekki fullfrágenginn. Wammen sagði á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn að Danir hefðu fengið fullvissu fyrir að undanþágan yrði að fullu virt. "Við viljum taka þátt að eins miklu leyti og við getum og gerum ráð fyrir að meirihluti á danska þinginu styðji þá afstöðu," segir Wammen. Hann segir að gera verði lögfræðilega úttekt á endanlegum texta samningsins áður en ákveðið verður hvort halda á þjóðaratkvæðagreiðslu um hann. "Ef niðurstaðan er sú að Danmörk gefi frá sér fullveldi þá verður atkvæðagreiðsla, en miðað við það sem við höfum séð hingað til verður ekki þörf á því."

Lesa má alla fréttina hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

DANIR STYÐJA EKKI AÐHALDSGERÐIR ESB HELDUR EINN DANI SEM HEITIR Nicolai WAMMEN og segir jafnframt að það sé ekki búið að lesa né skrifa þennan samning. Hvað er að ykkur að slá upp svona frétt sem er lýgi öll. Hugsið ykkur ef Össur yrði Evrópumálaráðherra með sýna einræðisstefnu.

Valdimar Samúelsson, 11.1.2012 kl. 10:15

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað styðja Danir aðgerðir EU. Að sjálfsögðu enda skynsamlegt. Danir eru nokkuð sneddý sko. Hentar Danmörku afar vel sem þéttust aðild að EU aðgerðunum. Sem og öðrum löndum. þ.á.m. Íslandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2012 kl. 15:03

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég veit að Danir eru sniðugir en þeir framleiða neytendavöru úr hráefni en við framleiðum hráefni og orku. Segð þú mér annars og eða nefndu eina þjóð eða samband þjóða sem setur kröfu á viðskiftalönd sín að þeir verði að gangast undir þeirra lög og reglur. Hafa kínamenn , Japanir, ameríkanar eða s ameríka farið fram á að við settum aðrar reglur um bílpróf, lundaaveiðar eða t.d. hvað við megum veiða í okkar landhelgi. Mér þætti vænt um að þú nefndir eitt land/þjóð.

Valdimar Samúelsson, 11.1.2012 kl. 15:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.1.2012:

"Yfirvöldum á Íslandi er heldur EKKI frjálst að stýra veiðum á dýrategundum algjörlega eftir eigin höfði.

Okkur ber samkvæmt ALÞJÓÐLEGUM SAMNINGUM skylda til að standa sérstaklega vörð um þá stofna sem eru hlutfallslega stórir á Íslandi.

Við höfum þar hlutverki að gegna gagnvart stofnunum í heild, lífríkinu og komandi kynslóðum."

Svandís Svavarsdóttir um verndun og endurreisn svartfuglastofna

Þorsteinn Briem, 11.1.2012 kl. 17:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langreyðurin heldur sig á djúpslóð og er fardýr, líkt og flestir aðrir hvalir hér við land, og um þessi FARDÝR gilda ALÞJÓÐLEGIR SAMNINGAR.

Þorsteinn Briem, 11.1.2012 kl. 17:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Bretlandi og á Möltu er ekið vinstra megin á götum og vegum en í Þýskalandi hægra megin.

Þetta getur verið gott að vita fyrir þá sem halda að allt sé samræmt í Evrópusambandsríkjunum.

Þorsteinn Briem, 11.1.2012 kl. 17:37

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áróðursbæklingur ESB er Fréttablaðið sem vitnað er í hér!

Er nokkrum sem dettur í hug að trúa í blindni, öllum þeim innistæðulausa einhliða áróðri sem þar er skrifaður og troðið inn á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu?

Eru íslendingar ekki með sjálfstæða hugsun og vilja til að meta sjálfir hvað þeim finnst, án leiðarvísis frá ESB-sundrunar-bandalaginu?

Er ætlast til að fólk hugsi ekki sjálft, og myndi sér ekki sína skoðun á ESB-hruna-bandalaginu, svo veiðin í ESB-svikanetið gangi betur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2012 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband