20.1.2012 | 17:10
Umræður um gjaldmiðilsmál á vegum Samfylkingar
Á vef Samfylkingarinnar stendur:
"Alþingsmennirnir Helgi Hjörvar og Tryggvi Þór Herbertsson ræddu krónuna og framtíðina á fyrsta hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á nýju ári sem haldinn var á Sólon þriðjudaginn 17. janúar. Stöðugleiki Evrunnar og sveigjanleiki krónunnar var þeim ofarlega í huga.
Tryggvi Þór tók fyrstur til máls og sagði að Evran og umgjörð hennar væri misheppnuð. Maastrichtskilyrðin hefðu reyndar verið velheppnuð en þeim hefði þurft að fylgja refsiákvæði. Hann sagði mikil mistök hafa verið gerð með því að þróa ekki frekar fjárhagslegt samstarf Evrópuríkja og var ekki bjartsýnn um að slíkt samstarf náist nú þótt nauðsynlegt væri. Í öðru lagi fylgi Evrunni stöðugleiki á kostnað sveigjanleika. Ef gengið yrði fest þá þyrfti að leiðrétta gengið með launalækkun. Mun sársaukafyllra yrði að fara í gegnum vinnumarkaðinn. Í þriðja og síðasta lagi sagði Tryggvi Þór að honum hugnaðist ekki að gefa hagstjórnina eftir til erlends valds en það fylgdi óhjákvæmilega upptöku Evrunnar hér á landi. Hann sagði að lokum að nýr gjaldmiðill væri enginn patentlausn hagstjórnin skipti máli, vextir væru t.d. alltof háir hér á landi vegna lélegrar hagstjórnar síðustu 50 árin eða svo.
Helgi hóf framsögu sína með því að svara yfirskrift fundarins Er krónan framtíðin? með einföldu nei-i. Í alþjóðlegu samhengi vigtaði t.d. sérstakur lögeyrir fyrir 300.000 manna þjóð ekki mjög þungt eins og gefur að skilja. En mestu skipti að með krónuna áfram sem gjaldmiðil væri ekki hægt að ná þeim stöðugleika í efnahagsmálum fyrir heimilin og atvinnuvegina sem kallað er eftir af þjóð sem er búin að fá nóg af því að greiða fyrir sveiflur síðustu ára og áratuga. Þá væri krónan ekki bara skjól á erfiðum tímum eins og nú með tilheyrandi gjaldeyrishöftum heldur er hún múr þegar kemur að viðskiptum við önnur lönd. Krónan sé viðskiptahindrun sem kemur t.d. í veg fyrir að erlend fyrirtæki opni útibú hér á landi og verði þar með til þess að hér komist á raunveruleg samkeppni með lækkandi verði neytendum til góða. Þá hafi dæmin sýnt að Evrusamstarfi fylgi aukin erlend fjárfesting í þeim ríkjum sem inn í það gangi. Ísland framtíðarinnar þurfi á aukinni erlendri fjárfestingu að halda og upptaka Evru tryggi það það sýna dæmin. Helgi sagði að þegar að valið standi á milli stöðugleika Evrunnar eða sveigjanleika krónunnar þá muni sýna sig að Íslendingar komi til með að velja stöðugleika Evrunnar."
Á krækjunni hér að ofan má m.a. sjá upptökur af ræðum Tryggva og Helga.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.
"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.
Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.
Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis
Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 17:23
Til hamingju, Ísland! Fjórtán ár tekur að eignast ekkert í íbúðinni þinni
Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 18:55
Sammála Helga
"Krónan sé viðskiptahindrun sem kemur t.d. í veg fyrir að erlend fyrirtæki opni útibú hér á landi og verði þar með til þess að hér komist á raunveruleg samkeppni með lækkandi verði neytendum til góða"
Stór ástæða fyrir að enginn vildi kaupa bankana í einkavæðingunni var vegna krónunnar og óstöðugleika sem henni fylgir.
Þetta endaði með einkavæðingu banka í formi helmingaskipta XD og XB. Svo vitum við hvernig það endaði.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2012 kl. 21:14
Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar voru um 11,3 milljarðar króna árið 2010.
Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69
En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki
Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en EKKI evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.
"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 að nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."
Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.