29.1.2012 | 21:55
Nei-sinnar með ódýrar "patent-lausnir"!
Á föstudaginn kemur verður þáttur á ÍNN (Hrafnaþing) um Evrópumál þar sem rætt verður við nokkra aðila úr JÁ-hreyfingunni um stöðu mála. Hvetjum við alla áhugamenn um Evrópumál til þess að horfa!
Reyndar afgreiddi Ingvi Hrafn (eigandi ÍNN) Nei-hliðina í þætti sem sýndur var síðastliðinn föstudag. Þar var meðal annars Nei-foringinn sjálfur, Ásmundur Einar Daðason, fyrrum VG-liði og núverandi framsóknarmaður.
Annars var fátt um lausnir sem herramenn Nei-sinna báru fram, nema þá kannski helst að það væri nánast bara ekkert mál að sníða alla galla af íslensku samfélagi, t.d. að lækka tolla og afnema vertryggingu, við gætum þetta bara sjálf, bara drífa í þessu!
Vertrygging hefur verið við lýði í um 30 ár og er að gera alla gráhærða! Hversvegna er ekki fyrir löngu búið að taka hana af? Getur það verið vegna ýmissa sérhagsmuna sem tengjast henni og gjaldmiðli sem krefst í raun verðtryggingar? Og útheimtir þar með óheyrilegan kostnað af öllu samfélaginu?
Nei, nei-sinnar settu fram ódýrar "patent-lausnir" sem hljóma vel en eru á skjön við veruleikann, sem einkennist af sveiflum, óstöðugleika og verðbólgu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það eru fátt um lausnir þegar NEI sinnar koma saman.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 00:28
Evrópusambandið er ekkert annað en ógn við lýðræðið/Paste
Þjóðverjar ógn við lýðræðið
.
Áætlun Þjóðverja um aukna samhæfingu í efnahagsstjórn evruríkjanna er ógn við lýðræðið í ríkjum Evrópu, að mati Iain Duncan Smith, ráðherra sem fer með atvinnu- og lífeyrismál í bresku ríkisstjórninni.
„Ef þú fitlar við lýðræðið vegna þess að þér líkar ekki það sem það leiðir til ertu að opna dyrnar fyrir þeim sem spyrja, „Hvers vegna lýðræði yfir höfuð?“,“ hefur Daily Telegraph eftir Duncan Smith á vef sínum.
Örn Ægir Reynisson, 30.1.2012 kl. 01:02
Örn Ægir Reynisson,
Evruríkin geta að sjálfsögðu gert samninga sín á milli um efnahagsstjórn, sem kemur þeim öllum til góða.
Og eins og dæmin sanna getur það komið ríkjum í koll að halda ekki Maastricht-skilyrðin í heiðri, þannig að það er engan veginn ógn við lýðræðið í þeim ríkjum að þau fari eftir þessum skilyrðum, sem þau sjálf hafa samþykkt:
"Halli á ríkissjóði má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af landsframleiðslu."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Gjaldmiðilsmál.
"Það er álit meiri hlutans að komi til aðildarviðræðna beri að leggja kapp á að viðræður um gjaldmiðilsmál verði forgangsverkefni í viðræðuferlinu og í því eigi að leita eftir samkomulagi við Evrópusambandið og ECB [European Central Bank - Seðlabanka Evrópu] um stuðning við krónuna.
Aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að taka upp evruna, með örfáum undantekningum, en til að svo megi verða þarf aðildarríki að eiga aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (Economic and Monetary Union, EMU).
Aðildarríki þarf auk þess að uppfylla "Maastricht-skilyrðin" svokölluðu, sem sett voru fram í bókun við stofnsáttmála Evrópusambandsins."
Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis
Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins árið 2009:
"Peningamálastefnuna verður að endurskoða. Ljóst er að KRÓNAN verður lögeyrir landsins ENN UM SINN, sama hvað verður fyrir valinu síðar.
Afar mikilvægt er að agi sé á hagstjórn; ríkisútgjöldum sé haldið í lágmarki og að samræmi sé milli ríkisfjármála og peningamálastefnunnar.
Þannig er æskilegt að stjórnvöld einsetji sér að uppfylla skilyrði eins og fram koma í Maastricht-sáttmálanum.
Ákvarðanir um framtíðarskipan gjaldmiðilsmála verður hins vegar að taka af mikilli yfirvegun eftir gaumgæfilega skoðun á öllum möguleikum.
Lagt er til að vinna við ENDURSKOÐUN Á GJALDMIÐLI LANDSINS hefjist strax ..."
Þorsteinn Briem, 30.1.2012 kl. 02:49
Þetta eru nú hreinustu öfugmæli hjá ykkur ESB-sinnum. Það eru engar lausnir í ESB, vandamálin hrannast upp og menn pota út í loftir reynandi að finna eitthvað haldreipi til að taka í svo menn geti haldið sér á floti, en hvert reipið á fætur öðru gefur sig, vegna þess að þau eru öll fúin, og ekkert blasir við annað en drukknun í vandamálunum.
En það er með ólíkindum hversu blindan hefur náð að loka augum ESB-sinna, það er eins og þið sjáið ekki hvað er að gerast innan ESB.
Ætlist þið virkilega til þess að við göngum blindandi inn í gapandi gin ljónsins????
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.1.2012 kl. 09:38
"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.
Þögn er sama og samþykki.
Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.
Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"
Þorsteinn Briem, 30.1.2012 kl. 09:57
Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.
En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.
Þorsteinn Briem, 30.1.2012 kl. 10:03
Steini, þið talið sí og æ um SAMNING, hvaða samning ert þú að tala um? þann að við leggjum allt okkar til ESB, en ESB leggur ekkert af mörkum? samning þar sem við verðum að fara að öllum þeirra kröfum, en hvað með okkar kröfur?
Í besta falli fáum við "aðlögun" sem gengur yfir á nokkrum árum, svo er það búið.
Að halda því fram að við FÁUM eitthvað umfram aðra er einfalt og barnalegt.
Þú og fleiri ESB-sinnar ættu að gera sér ferð til Grikklands, Portúgals og Spánar og ræða við þá sem mæla götunar í atvinnuleit. Hjá þeim blasir við hinn raunverulegi ESB-veruleiki.
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.1.2012 kl. 12:04
Er +oþarfi að rífast sona um þetta. Við erum að tala um þróun. Aðild Íslands að EU. þetta er óhjákvæmileg þróun.
Þessu má líka við þegar njóa leysir á vorin með hækkandi sól. þá hverfa skaflarnir og snjór allur. Óhjákvæmileg þróun. Myndast snjóeyjar sem síðan hverfa ein af annari og upp srettur iðjagrænt grasið.
Eins munu skaflarnir bráðna úr hjörtum andsinna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2012 kl. 16:45
Tómas Ibsen Halldórsson,
Myndin hér til hliðar er tekin í Grikklandi en ég bý við ÍSLENSKAN VERULEIKA.
Hér á Íslandi er MESTA VERÐBÓLGA Í EVRÓPU, HÆSTA MATVÆLAVERÐ Í EVRÓPU, miklu HÆRRI VEXTIR en á evrusvæðinu og MIKIÐ ATVINNULEYSI.
Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.
Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.
Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Til hamingju, Ísland! Fjórtán ár tekur að eignast ekkert í íbúðinni þinni!
"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis
Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar voru um 11,3 milljarðar króna árið 2010.
Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69
En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki
Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en EKKI evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem VERÐTRYGGING LÁNA er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.
Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hérlendis FELLUR VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.
En þú býrð náttúrlega í Paradís og kvíðir því stórlega að þurfa einhverntíma að yfirgefa þessa dásamlegu jarðvist þína og Hádegismóra.
Evrópska efnahagssvæðið er sameiginlegur vinnumarkaður og Ísland fékk þar aðild þegar Hádegismóri var hér forsætisráðherra en það hefur væntanlega alveg farið framhjá þér.
Liggur of mikið yfir Tígulgosanum.
Hér á íslandi vinna ÞÚSUNDIR útlendinga, aðallega Pólverjar, störf sem menntaðir Íslendingar vilja ekki vinna.
Og til Evrópusambandslandanna og Bandaríkjanna hafa flust MILLJÓNIR manna, meðal annars til að vinna þar störf sem menntaðir heimamenn hafa ekki viljað vinna.
Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, eða 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum í maí 2010:
Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010
Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010
Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við Evrópusambandslöndin og Bandaríkin.
Allar aðildarviðræður að Evrópusambandinu snúast um SÉRLAUSNIR, þannig að það er beinlínis BJÁNALEGT að halda því fram að við Íslendingar fáum ekki eitthvað fram í aðildarviðræðunum sem aðrir hafa ekki fengið.
Þorsteinn Briem, 30.1.2012 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.