Leita í fréttum mbl.is

Meira um gjaldmiðilsmál - Björgvin G. á Pressunni

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, ræðir gjadmiðilsmál í nýjum pistli á Pressunni og segir þar meðal annars:

"Samfylkingin hefur einn flokka svarað því hvert hún stefnir í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Aðild að ESB og upptaka evru í framhaldi af því er okkar markmið og eini sjáanlegi valkosturinn við núverandi stöðu.

Um þetta munu næstu kosningar snúast að miklu leyti og þessu áttar almenningur sig á. Það skýrir held ég að meirihlutinn vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og fá samninginn í þjóðaratkvæði í stað þess að slíta viðræðum og búa áfram við það ástand sem ríkir.
Yfirspenntur og allt of sterkur gjaldmiðill var birtingarmynd á kerfisbresti sem hlóð upp skelfilegum aðstæðum sem enduðu með ósköpum eftir nokkurra ára falskt góðæri. Hagfræðingar hafa lengi haldið því fram að það þurfi að lágmarki 3-4 milljónir manna til að standa undir kostnaði við eigin gjaldmiðil. Án þess baklands sé sjálfstæð mynt í alþjóðlegu hagkerfi undirseld hverskonar braski spákaupmanna. Á kostnað hins almenna skuldara og sparifjáreiganda.
Þetta eru staðreyndirnar sem blasa við okkur eftir dýrkeypta reynslu. Hverjar eru leiðirnar út? Eftir áralanga umræðu um einhliða upptöku annarra þjóða mynta liggur svarið fyrir: innganga í ESB og upptaka evru eða króna í höftum og verðtryggingu.
Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs svaraði því afdráttarlaust í upphafi árs 2009 hvort Íslandi stæði til boða að taka upp norsku krónuna. Nei, sagði hann. Evran er myntsamstarf Evrópuþjóða sem kjósa eða þurfa á samstarfi við aðrar þjóðir að halda um gjaldmiðilinn. Einhliða upptaka er ekki valkostur."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband