Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur Þorsteinsson: Sveiflur og óstöðugleiki fylgja krónunni

Vilhjálmur ÞorsteinssonÍ nýjum pistli fjallar Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP um gjaldmiðilsmál og segir meðal annars:

"Á Íslandi varð tvenns konar hrun árið 2008: Annars vegar hrun skuldsettra spilaborga banka og eignarhaldsfyrirtækja, og hins vegar hrun krónunnar.
 
Þessi tvö hrun tengjast vissulega á ýmsa lund, en þó er það svo, að ef hér hefði verið stöðugur fjölþjóðlegur gjaldmiðill – t.d. evra – hefði aðeins fyrrnefnda hrunið orðið. Þótt bankar, FL Group og Exista hefðu engu að síður farið á hausinn, hefðu lán fólks og fyrirtækja staðið óbreytt, ekkert verðbólguskot orðið, enginn „forsendubrestur“. Vissulega hefði syrt nokkuð í álinn í ríkisfjármálum vegna samdráttar fjármagnstekna og skatttekna af fjármálageiranum, og einhver samdráttur orðið í landsframleiðslu, en búsifjar heimila og skaði á raunhagkerfinu hefðu orðið miklu minni með evru en krónu.
 
Sú umræða sem nú geisar um niðurfærslu skulda, breytingar á verðtryggingu o.s.frv. er í raun um augljósa og margstaðfesta galla og afleiðingar krónunnar. Menn tala um að nú þurfi að taka upp agaða hagstjórn (eins og það hafi ekki verið sagt og reynt áður) og þá verði krónan allt í einu að blessun. En kosturinn við sjálfstæðan gjaldmiðil er einmitt sagður vera sá að hann sé unnt að fella til að mæta versnandi viðskiptakjörum, auka útflutning, styðja innlenda framleiðslu og minnka innflutning. Með öðrum orðum, akkúrat það sem gert hefur verið reglulega í 90 ára sögu krónunnar. Sveiflur og óstöðugleiki munu ætíð fylgja þessum litla gjaldmiðli eins og nótt fylgir degi, með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur öll."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vilhjálmu Þorsteinssonr vill kanski taka að sér að skilgreina hrunið í Grikklandi fyrir ESB.Og okkur sem búum hér á Íslandi og höfnum því sem ESB-evruríkið Grikkland býr við.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 20.2.2012 kl. 20:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Allir geta orðið gjaldþrota, sama hvaða gjaldmiðil þeir nota, einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríki.

Íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands undir "stjórn" Hádegismóra, með íslensku krónuna sem gjaldmiðil, urðu gjaldþrota haustið 2008.

Íslenska ríkið hefði þá einnig orðið gjaldþrota, ef ekki hefðu fengist gríðarlega há erlend lán, til að mynda frá Evrópusambandsríkjum.

Og Bandaríkin, með Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil, urðu nær gjaldþrota í fyrrasumar en þá var samþykkt að hækka þakið á leyfilegum skuldum þeirra, AUKA sem sagt skuldir bandaríska ríkisins.

15.6.2011:

Kanada hvetur Bandaríkin til að forðast greiðsluþrot

Evruríkin hafa hins vegar ákveðið að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum, sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða, því of miklar skuldir geta leitt til þess að lánardrottnar tapi háum fjárhæðum, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 20.2.2012 kl. 23:31

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Vilhjálmur, ertu til í að færa rök fyrir því að sveiflurnar og óstöðugleikinn fylgi krónunni.  Er ekki málið að sveiflurnar og óstöðugleikinn birtist í krónunni, en orsakirnar eru aðrar?  T.d. má nefna að þáttatekjur okkar við útlönd frá hruni fram til lok 3. ársfjórðungs 2011 eru neikvæða um 850 ma.kr., að viðskiptajöfnuður er neikvæður um 1.711 ma.kr. frá 1991, að við greiðum árlega 70 ma.kr. meira í vexti en við fáum.  Segðu mér:  Hvað af þessu kemur krónunni við?  Hvað af þessu væri ekki til staðar, ef við værum með aðra mynt?

Marinó G. Njálsson, 20.2.2012 kl. 23:52

4 Smámynd: Ólafur Als

Rétt ályktað, Marinó. Gjaldmiðill er jú ekkert annað en spegilmynd tiltekinna efnahagslegra stærða - svona að mestu, alltjent. Fleira mætti benda á á sömu nótum; t.d. afköst pr. vinnustund. Við, sem höfum starfað erlendis, vitum að íslenskur starfskraftur er ekki síðri en t.d. sá skandinavíski. Þrátt fyrir það ná Skandinavar og fleiri nágannaþjóðir mun meira útúr hverri vinnustund en við.

Íslenskt efnahagslíf er enn að slíta barnsskónum. Nágrannaþjóðirnar hafa búið við "kapitalisma" um langan aldur, þær eru fjölmennari en við, í meiri nálægð við markaði og hafa fjölbreyttara atvinnulíf. Ef Ísland á að ná efnahagslegri hagsæld í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndum verður fleira en gjöful fiskimið og ódýr orka að koma til, þó svo að það fleyti okkur æði langt. Í þeim efnum eru engar töfralausnir til. Ef við ætlum að hraðspóla okkur fram til viðskiptahátta sem eru ásættanlegir - ef við viljum skapa siðferði og reglur, sem vernda og styðja verðum við að byrja á okkur sjálfum.

Sem fyrr er Steini nokkuð skondinn.

Ólafur Als, 21.2.2012 kl. 09:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.

Þorsteinn Briem, 21.2.2012 kl. 09:53

6 Smámynd: Ólafur Als

Öfgarnar máttu eru skráðar á þinn reikning, Steini minn. Við hin reynum að sjá hlutina í víðara samhengi og meta kosti og galla - en byggjum t.d. ekki á glópasýn um bættan hag.

Ólafur Als, 21.2.2012 kl. 10:01

7 Smámynd: Sandy

Það er ekkert að Íslensku krónuni, það sem landið þarf er fólk sem ekki er veruleikafirrt og skynjar að við erum aðeins rúm þrjú hundruð þúsund, þar af kannski hundrað og áttatíu þúsund á vinnumarkaði. Við getum því ekki borgað bankastjórum ráðherrum og öðrum þvíumlíkum jafn há laun og verið er að gera. það mundi líka bæta stöðu krónunnar að hafa heiðarlegt fólk við peningastjórnun.

Sandy, 21.2.2012 kl. 10:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar gengi íslensku krónunnar fellur, til að mynda gagnvart evrunni, HÆKKAR hér verð á vörum, aðföngum og þjónustu frá evrusvæðinu, VERÐBÓLGAN HÉR EYKST OG ÖLL VERÐTRYGGÐ LÁN HÆKKA.

Frá áramótum
hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 2,74%, gagnvart Bandaríkjadollar um 2,38% og breska sterlingspundinu um 0,12%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 47,21% og breska sterlingspundinu um 34,23%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 118,44%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 21.2.2012 kl. 10:16

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar eigum LANGMEST viðskipti við Evrópska efnahagssvæðið og höfum ENGA góða ástæðu til að skipta þeim evrum, sem við fáum fyrir sölu á vörum og þjónustu til evrusvæðisins, í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi GRÍÐARLEGUM KOSTNAÐI.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi hér frá Evrópska efnahagssvæðinu
og 84% af útflutningi okkar fóru þangað.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Fyrstu ellefu mánuðina í fyrra voru fluttar hér út vörur fyrir 566 milljarða króna en inn fyrir 468,6 milljarða (fob).

Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 97,5 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 105,5 milljarða á sama gengi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Og héðan frá Íslandi er að sjálfsögðu útflutningur á BÆÐI VÖRUM OG ÞJÓNUSTU.

Þjónustan er þar í fyrsta sæti, iðnaðarvörur eru í öðru sæti og sjávarafurðir í því þriðja.

Og útflutingur héðan á landbúnaðarvörum til Evrópusambandslandanna, til að mynda lambakjöti og skyri, mun STÓRAUKAST þegar tollar falla þar niður á öllum íslenskum vörum við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 21.2.2012 kl. 10:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jöfnuður vöru OG þjónustu var hér HAGSTÆÐUR um 126,3 milljarða króna árið 2009, 154,3 milljarða árið 2010 og 123,2 milljarða árið 2011, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands:

Jöfnuður vöru og þjónustu á árunum 2009-2011

Þorsteinn Briem, 21.2.2012 kl. 10:25

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er barnalegt að halda að krónan skiptir engu máli. Að ekkert sé að krónunni. Maður þarf að vera nokkuð blindur til þess að álykta það.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2012 kl. 12:02

12 Smámynd: Ólafur Als

Mikið rétt, það er fjölmargt að því að búa við lítinn gjaldmiðil og varasama efnahags- og peningastjórnun. Þekki engan sem heldur því ekki fram. Þekki hins vegar fjöldann allan af einfeldningum sem halda að innganga í ESB leiði sjálfkrafa til lægra vöruverðs, að með upptöku evru muni vextir lækka o.s.frv. Þeir sem til þekkja vita að málið er ekki svona einfalt. Skuldaálag þjóða er misjafnt, svo nokkuð sé nefnt - nú um stundir er það svipað og hér, eða all hærra, í nokkrum evrulöndum. Niðurfelling tolla kemur ekki í veg fyrir ýmsar aðrar álögur.

Umræða um gjaldmiðilsmál (og peningamálastefnu, almennt) er nauðsynleg. Hvor leiðin sem farin yrði, verður að skoða vandlega og án þess þrýstings sem ESB umræðan skapar. Þar fiska sumir aðildarsinnar í gruggugu vatni. Slíkt skaðar heiðarlega umræðu um afar mikilvægt mál fyrir efnahagslega framtíð okkar.

Steini minn, heldurðu að kindum fjölgi við það að við göngum í sæluríki meginlandsins? Eða að beitarþolið aukist? Hver veit nema akrar verði hér allir bleikir að lit við það að við sameinumst skrifræðinu í Brussel - það væri nú saga til næsta bæjar.

Ólafur Als, 21.2.2012 kl. 19:48

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 21.2.2012 kl. 20:18

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er
mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé."

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MIKLU HÆRRI EN Á EVRUSVÆÐINU og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.

Þorsteinn Briem, 21.2.2012 kl. 20:45

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.

"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu VEXTIR á húsnæðislánum BYRJA AÐ LÆKKA TALSVERT ÁÐUR EN EVRAN YRÐI TEKIN UPP.

Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.

Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.

Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.

Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.

AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.

Aðalsteinn Leifsson
, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."

Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis

Þorsteinn Briem, 21.2.2012 kl. 21:01

16 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Willkommen in der Europäischen Union!

Kaldir skólar og enginn salernispappír

Mikil reiði greip um sig í Valencia eftir að lögregla gekk í skrokk á námsmönnum Reuters

Fjölmargir íbúar í spænsku borginni Valencia tóku þátt í mótmælum í kvöld eftir að lögregla beitti námsmenn harðræði í gær er þeir mótmæltu niðurskurði til skóla. Meðal annars er hætt að kynda upp skólastofur og salernispappír er af skornum skammti.

Gríðarleg reiði er meðal borgarbúa eftir að óeirðarlögregla beitti kylfum á námsmenn sem mótmæltu í borginni í gær. Voru námsmennirnir dregnir á hárinu af vettvangi og gekk lögregla harkalega í skrokk á mótmælendum.

Tóku um eitt þúsund nemendur og foreldrar þátt í mótmælafundi við Lluis Vives menntaskólann í kvöld en skólinn er einn þeirra sem hefur orðið einna verst úti í niðurskurðinum.

Örn Ægir Reynisson, 21.2.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband