27.2.2012 | 21:10
Hafa Bændasamtökin breyst?
Búnaðarþing stendur nú um þessar mundir. Það eru Bændasamtök Íslands sem halda það. Bændasamstök Íslands fá sitt árlega rekstrarfé (500 milljónir) frá íslenska ríkinu (=skattborgurum). Má því segja að íslenskir skattgreiðendur séu að halda búnaðarþing?
Hvað um það, þetta var bara hugleiðing.
Á Búnaðarþingi heldur leiðtogi íslenskra bænda ræðu. Sá er Haraldur Benediktsson. Hann skrifar líka stundum leiðarana í Bændablaðið, sem Bændasamtökin gefa út.
Í ræðu sinni á þingi búnaðar kom Haraldur inn á ESB-málið, en bændur sjá rautt, eins og naut í flagi, þegar minnst er á ESB! Í ræðu sinni sagði Haraldur:
"Eitt er það mál sem kannski fyrst og fremst heldur íslenskum landbúnaði í höftum og það er umsókn um aðild að ESB. Nú þekkir nánast hvert mannsbarn á Íslandi afstöðu bænda til aðildar. Við höfum með lýðræðislegri umræðu mótað afstöðu okkar. Við höfum með öflugu rannsóknar- og fræðslustarfi gert miklu meira en stjórnvöld hafa gert á eigin spýtur til að mynda þekkingu á málefninu. Þau hafa reyndar kallað hingað Evrópusambandið sjálft til að hlutast til fræðslu.
En hvernig sem stjórnvöld vilja halda á ESB-málunum þá hafa bændur lagt fram sínar áherslur í svokölluðum varnarlínum. Þar tökum við skýra afstöðu og útskýrum kröfur okkar varðandi fjölmörg atriði sem hafa verður í huga í ESB-vegferð ríkisstjórnarinnar. Margt bendir nú til að á vettvangi stjórnvalda sé þegar undirbúið að stíga yfir fjórar varnarlínur okkar af sjö.
Bændur segja því aðeins eitt við þig háttvirtur sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra; leiktu þér ekki að eldinum. Þú átt á hættu að aðild verði samþykkt. Gerðu allt sem þú getur til að gæta hagsmuna Íslands. Ekki fyrir bændur heldur fyrir framtíð þjóðarinnar. Ef það er svo að íslenskir samningamenn þora ekki að ganga fram með sterka kröfugerð eigum við sitja heima og viðurkenna að klúbburinn hentar okkur ekki og það er tímabært núna.
Heimurinn hefur breyst."
1) Hafa Bændasamtökin breyst?
2) Hvað hafa Bændasamtökin gert "miklu meira en stjórnvöld" til að mynda þekkingu á málinu? Jú, kannski skrifað í Bændablaðið, en það er nánast allt með neikvæðum formerkjum. Bændasamtökin hafa lagt mikla vinnu í það að finna neikvæða hluti um ESB, til að setja í Bændablaðið, sem stundum er dreift með Morgunblaðinu. Það er eins og að leita að nál í heystakki að finna jákvæð skrif um ESB í Bændablaðinu!
3) Eru bændur með hótanir í garð Steingríms J? "Þú átt á hættu að aðild verði samþykkt." Hvað gerist þá - ef aðild verður samþykkt? Hverskonar stíll er þetta? Eða eru bændur bara hræddir um og við að aðild verði samþykkt?
4) Er það virkilega ekki á tæru að samningamenn Íslands hafi sett sér það markmið að ná hagstæðum samningi fyrir Íslands hönd? Hvaða fréttir lesa menn eiginlega? Það hefur ávallt verið markmið að landa góðum samningi fyrir Íslands hönd! Og er enn!!
5) Bændasamtökin ættu að einbeita sér að því að hjálpa til við að ná slíkum samningi, í stað þess að vera í fýlu úti í horni!
6) Og hvernig í ósköpunum heldur ESB-málið íslenskum landbúnaði í höftum? Hvernig væri að útskýra þessa fullyrðingu? Hvað með okurvexti, verbólgu, hruninn gjaldmiðil? Eru þetta ekki þættir sem frekar halda íslenskum landbúnaði í höftum? Á hvaða plánetu eru menn?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þeir sem hafa mesta þekkingu á íslenskum landbúnaði eru að sjálfsögðu íslenskir bændur.Þótt einhverjir aðrir telji sig vita betur hvað er íslenskum bændum fyrir bestu, þá er það að sjálfsögðu ekkert annað en forræðishyggja.Það er ekkert nýtt fyrir landsbyggðafólki, að fólk sem sér ekkert annað en ESB telji að það eigi að hafa vit fyrir íslenskum bændum og viti betur en þeir hvernig eigi að reka landbúnað á Íslandi.Sem betur fer eru íslenskar landbúnaðarvörur í hágæðaklassa og það þrátt fyrir allan þann niðurrifsáróður sem stöðugt dynur á landsmönnum og hefur gert í yfir 50 ár.Þar fer fremst í flokki krataliðið og aftaníossar þess sem nú sjá ekkert annað en ESB og telja að best sé að leggja íslenskan landbúnað niður og ganga í ESB.Áfram íslenskir bændur.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 27.2.2012 kl. 21:30
Nú er ESB ríkisstjórnin búin að tala um "samning " sem verið er að gera við ESB í tæp 3 ár "samning" sem átti að gera á einu og hálfu ári í það lengsta að sögn ESB ríkisstjórnarinnar íslensku þegar sótt var um .Það getur ekki þurft meira en hálft ár í það lengsta til að klára viðræður um landbúnaðinn ef ætlunin er á annað borð að ræða hann.Ef ESB er ekki tilbúið til að ræða lanbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin og fá niðurstöðu í þau næsta hálfa árið þá ber að sjálfsögðu að fara með það í þjóðaratkvæði hvort halda skuli viðræðunum áfram eða draga aðildarumsóknina til baka.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 27.2.2012 kl. 21:39
Kosningabaráttan fyrir næstu Alþingiskosningar er byrjuð.Sem betrur fer þá eru augu VG að opnast fyrir því að VG getur ekki logið sig aftur inn á Alþingi.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 27.2.2012 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.