Leita í fréttum mbl.is

Hannes Hólmsteinn (sem Eisti) hefði sennilega kosið ESB!

Í beinni línu á DV komu þessir áhugaverðu punktar fram þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson sat þar fyrir svörum:

"Hallur Guðmundsson segir:
ESB - já eða nei?


Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir:
Nei. En væri ég Eistlendingur, þá myndi ég sennilega kjósa aðild að ESB."

.....síðar:

"Ásgeir Ingólfsson segir
Af hverju er ESB vont fyrir Íslendinga en gott fyrir Eistlendinga?


Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir
Vegna þess að Eistlendingar voru ekki eins heppnir með nágranna og við: Þeir höfðu Rússa og Þjóðverja, við Breta, Bandaríkjamenn og Norðmenn."

En í staðinn erum við svo rosalega heppin að búa með: Háum vöxtum, verðbólgu sem enginn ræður við og ónothæfum gjaldmiðli á gjörgæslu, sem enginn þorir að sleppa frjálsum.

Í dag eru hvorki Rússar né Þjóðverjar ógn gangvart Eistlandi, sem tók þá viturlegu ákvörðun að ganga í samband 28 lýðræðisríkja í Evrópu, nú með Króatíu sem 28. land!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Íslendingar geta vel lækkað sína vexti sjálfir. Þeir "fengju" ekki einu sinni evru án þess að lækka fyrst vexti sína sjálfir. Hér eru allt of háir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. Með einfaldri aðgerð: að lækka vextina á Íbúðalánasjóðs-lánum niður í 1,5–2,5%, er unnt að koma þeim málum í heppilegt far og hafa um leið góð áhrif á vaxtakjör bankanna. Svo ættum við líka að segja upp EES-samningnum, svo að Esb-samkeppnisreglur fari ekki að meina okkur að nota Íbúðalánasjóð til að koma þessari réttarbót í kring.

Svo er rangt, að enginn ráði við verðbólguna. Einar Oddur og Gvendur jaki sýndu okkur leiðina til þess. Jafnvægið raskaðist að vísu fyrir tilstilli mýthunnar um að við ættum að vera hér í frjálsu fjármagnsflæði og hagnast á því að vera með EES-reglur til þess, en einmitt sú leið orsakaði ofris krónunnar, banka-útrásarvitleysuna, fall bankanna og gengishrunið.

Við eigum að vera sjálfstæð í okkar ákvörðunum.

Eistlendingar eru að reyna að tryggja sig gegn rússneskri innrás. Það verður að reyna að skilja aðstöðu þeirra. En einnig þeir munu upplifa óþægindin af því að vera undir yfirríkinu og stjórnsemi þess; þetta er allt rétt að byrja.

Það er ennfremur afar slæmt fyrir flest lýðræðisríki að vera komin inn í valdfrekt stórveldi, þar sem lýðræðishallinn er geigvænlegur. Ekki fengu þessar Esb-þjóðir að ráða sinni yfirríkis-stjórnarskrá (Lissabon-sáttmálanum) með lýðræðislegu þjóðaratkvæði – einungis Írar fengu það, þvert gegn vilja Brusselmanna. Frakkar og Hollendingar höfnuðu fyrri stjórnarskrártillögunni í þjóðaratkvæði. Þá var bara farið fram hjá þeim þjóðavilja með því að bjóða upp á Lissabon-sáttmálann í staðinn – ÁN þjóðaratkvæðis!

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 00:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Þingkosningar í Evrópusambandsríkjunum eru lýðræðislegar kosningar.

Þingmeirihlutinn styðst því við meirihluta kjósenda.

Þú og þínir líkar stundið hins vegar lýðskrum.

Hagur okkar Íslendinga batnaði mikið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Stýrivextir hér eru háir vegna þess að verðbólgan er sú mesta í Evrópu en vextir hér byrja að lækka um leið og aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gengi íslensku krónunnar fellur stöðugt gagnvart öðrum gjaldmiðlum, allur innflutningur verður því dýrari og verðbólgan eykst.

Ef raunvextir væru hér mjög neikvæðir hefði fólk ekki áhuga á að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fengju aftur stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þú ert því lýðskrumari. Veiddu þinn hákarl áður en það verður of seint.

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 02:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.

"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu VEXTIR á húsnæðislánum BYRJA AÐ LÆKKA TALSVERT ÁÐUR EN EVRAN YRÐI TEKIN UPP.

Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.

Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.

Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.

Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.

AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.

Aðalsteinn Leifsson
, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."

Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 02:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg LÍFSGÆÐI í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru MUN MEIRI en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg LÍFSGÆÐI og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig LÝÐRÆÐI, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í sveitarstjórnar- og þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því ENGAN VEGINN fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu SJÁLF fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að AUKA SÍN LÍFSGÆÐI.

Finnland og Svíþjóð
eru EKKI í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og þau ríki fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera BÆÐI í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland, sem eins og Finnland á landamæri að Rússlandi.

En Eistland fékk ekki aðild að Evrópusambandinu OG NATO fyrr en árið 2004.

"The 2004 enlargement of the European Union was the largest single expansion of the European Union (EU), both in terms of territory and population, however not in terms of gross domestic product (wealth)."

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 02:31

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við gætum ekki svo auðveldlega tekið þessi lán hjá frönskum banka. Það, sem hér skiptir máli, er þetta:

1) Við GETUM lækkað vextina á verðtryggðum Íls.-lánum.

2) Bankavextir hér, á smáum markaði, jafnvel hjá útibúi fransks banka, sem hefði mikinn aukakostnað af að reka svo fjarlægt útibú, geta ekki orðið jafnlágir og í Frakklandi.

Steini Briem réttlætti þarna, að Esb-þjóðirnar fái ENGA aðkomu að jafnvel samþykkt nýrrar stjórnarskrár –– bara stjórnmálastéttirnar!

Svo er rangt hjá honum, að Ísland sé 70% í Evrópusambandinu. Ísland telst ekki til Evrópusambandsins og gerir það vonandi aldrei, því að í því fælist principielt og afgerandi fullveldisafsal.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 02:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í ársbyrjun 1994.

Formaður Vinnuveitendasambands Íslands í árslok 1997:


"SÍÐUSTU þrjú árin hafa lífskjör landsmanna batnað til muna og kaupmáttur launa farið ört vaxandi.

Skattframtöl fyrir árið 1996 sýna að kaupmáttur atvinnutekna í heild hafi aukist um rúm 6% og verður að fara áratug aftur í tímann til að finna sambærilega hækkun.


Nýjustu upplýsingar Kjararannsóknarnefndar benda til þess að kaupmáttaraukinn verði enn meiri á þessu ári.

Á þremur árum hefur því kaupmáttur tekna landverkafólks hækkað um 15-20%.


Þetta eru miklu meiri breytingar launa og kaupmáttar en í öðrum Evrópuríkjum. Þar eru tekjubreytingar um þessar mundir 3,5-4% að jafnaði og árleg kaupmáttaraukning um 2%.

Kaupmáttaraukningin er mun meiri en búist var við fyrirfram.


Laun hafa hækkað nokkuð umfram samninga en miklar kostnaðarhækkanir hafa ekki leitt til samsvarandi hækkunar á verði vöru og þjónustu.

Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið mun minni en vænta mátti.

Skýringin liggur í aukinni framleiðni sem orsakast meðal annars af harðri samkeppni, svo og miklu betri nýtingu afkastagetu í atvinnurekstri samfara mikilli veltuaukningu.

Fyrirtækin hafa þannig brugðist við af mikilli snerpu og staðið undir miklu meiri vexti en vænst var."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 02:37

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var enginn að tala um, að hrun kommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu hefði fyrst og fremst snúizt um trúarbrögð, heldur snerist það fyrst og fremst um FRELSI. Hinu má þó ekki gleyma, að kjör pólsks manns á páfastól og andlegur stuðningur hans við réttindabaráttu Pólverja gaf þeim dýrmætt sjálfstraust og styrk í baráttunni við leppstjórn sovétmanna í Varsjá. Barátta Solidarnosc naut stuðnings páfans, og Lech Walesa fór hvergi leynt með sína kaþólsku og andlegar hjálparstoðir sínar. Hann fekk engan styrk frá Brussel.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 02:38

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta innlegg þitt kl. 2.37 er út í hött, Steini. Formaður VSÍ segir EKKI þarna, að kaupmáttaraukingin 1993-1996 hafi verið vegna EES-samningsins.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 02:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er
mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé."

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MIKLU HÆRRI EN Á EVRUSVÆÐINU og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 02:50

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bæði Ragnar Arnalds, fv. ráðherra, annars vegar (Sjálfstæðið er sístæð auðlind) og dr. Hannes Jónsson sendiherra hins vegar tóku það út, nokkrum árum eftir EES-samninginn (rétt fyrir aldamótin), hver ávinningur hans væri fyrir okkur, var hann ennþá enginn orðinn, kostnaðurinn yfirgnæfði hitt. Hvergi hef ég séð tölur um hinn meinta ávinning, og í bankakreppunni töpuðum við margfalt meira á því.

Í krafti þessa EES-samnings hafa íslenzkir skattborgarar verið krafnir um framlag í þróunar- eða styrktarverkefni til Esb-þjóða í Mið- og Austur-Evrópu, sem og til annarra verkefna Esb., m.a. í vísindamálum, og svo mæta útsendarar þessa Evrópusambands hér (jafnvel í Ráðhúsi Reykjavíkur undir lok ársins) og tilkynna okkur um "Esb-styrki" til vísindaþróunar- eða samstarfsverkefna, m.a. til handa ýmsum starfsmönnum ríkisstofnana til ferðalaga á ráðstefnur, þegar í reynd er það svo, að þeir peningar eru bara hluti þess, sem við sjálfir höfðum lagt fram til þeirra Esb-stofnana sem standa fyrir þeim styrkjum!!! Ég hef þetta (flest í þessum málslið innleggs míns) eftir virtum vísindamanni við Veðurstofu Íslands.

Stórfelldur bagi er að því að vera með þennan EES-samning vegna allrar lagaþýðingar-vinnunnar og annars kostnaðar við að aðhæfa og innfæra hér ESB-lög, alveg að óþörfu og oft okkur sjálfum til mestu raunar og kostnaðar. Til hreinnar bölvunar varð það okkur, að bankar hér fengu starfsleyfi í Esb-löndum, og jafnvel þótt við neitum að borga Icesave-lygarukkunina, hefur fyrirbærið þó valdið okkur ómældum útgjöldum nú þegar, með her manna í því að snattast í Bretavinnu milli landa og í ótrúlegu álagi á Alþingi Íslendinga, forsetann og þjóðina.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 02:53

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta innlegg átti að b yrja á orðunum: "Þegar bæði ...."

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 02:55

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 5,35%, gagnvart Bandaríkjadollar um 3,76% og breska sterlingspundinu um 1,39%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 49,18% og breska sterlingspundinu um 35,92%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 123,99%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 03:00

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er nú meira hringlið í þér, Steini/Þorsteinn Briem.

Þú reynir að láta "hringla í kassanum", gefa íslenzku þjóðinni í skyn, að við græðum eitthvað fjárhagslega á því að láta innlimast í stórveldið!

En við seljum ekki frumburðarréttinn til þessa lands fyrir milljónir í gulli, hvað þá í fallvöltum evrum!

Ísland býr yfir ótæmdum auðæfum, einhverjum beztu fiskimiðum heims, gríðarlegum jarðhita, miklu meiri en kannað hefur verið, fallvötnum og sennilega olíuauðlindum á Drekasvæði okkar og víðar, m.a. Skjálfandasvæðinu og kannski vestur af Snæfellsnesi.

Þar fyrir utan er Ísland sívaxandi ferðamannaauðlind fyrir okkur. Við látum það aldrei af hendi. Frekar myndum við láta nokkrar Esb-sálir af hendi með næstu ferð til Brussel, væni minn, og vertu nú blessaður.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 03:43

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi frétt þín um ánægju Íra með evruna er nú orðin a.m.k. 9 mánaða gömul. Margt hafa Esb-þjóðirnar lært um vandræði hennar síðan þá!!!

Júlí 2011: Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds! – Býstu við, að þeim hafi fjölgað síðan þá, Steini minn?

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 03:50

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar eigum LANGMEST viðskipti við Evrópska efnahagssvæðið og höfum ENGA góða ástæðu til að skipta þeim evrum, sem við fáum fyrir sölu á vörum og þjónustu til evrusvæðisins, í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi GRÍÐARLEGUM KOSTNAÐI.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi hér frá Evrópska efnahagssvæðinu
og 84% af útflutningi okkar fóru þangað.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 03:53

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

Allt er í molum hjá Esb-Steina,

augunum hvarflar frá vandræðalöndum,

hjalar um verðbólgu' og vexti, í böndum

sé viðskiptalífið!–––En hindrun ei neina

sjáum við hér fyrir sókn fram á við:

Sæl ertu, þjóð, með þín fiskimið,

ónýttar lindir auðs í jörðu–––

en Esb-strákurinn spáir þér hörðu!

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 04:09

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 04:26

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, nú dregur af þér, Steini, og þá ferðu að nogta stóru orðin–––við þekkjum þau svo sem: "brjálæðinga" –– "ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA" og annað í þeim dúr.

En ég hef fína reynslu af verðlagi í Bretlandi og Þýzkalandi–––en ennþá betri frá Bandaríkjunum. Við ættum að fá EFTA til að gera tollasamninga við þau eins og við Kanada, það væri betri kjarabót og "no strings attached" –– ekkert hábölvað, hættulegt fullveldisafsal í hendur stórveldis í valdakrumlum tíu aflóga nýlenduvelda!

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 04:44

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 04:58

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er margbúinn að gera athugasemdir við þessa mjög svo villandi framsetningu Evu Heiðu Önnudóttur, einmitt mest hér á þessum vef. Hægt að gúgla nöfn okkar til að finna það. Copypeistarinn mikli Steini Briem gæti nú gert það fyrir lesendur, af því að ég er að fara í bólið.

Svo ætti hann að hætta að guma hér af niðurfellingu tolla, því að þeir eru ekki það miklir eftir nema helzt á landbúnaðarvörum, en Steini vill sennilega ísl. landbúnað feigan og senda atvinnulausa bændur og sláturhúsa- og úrvinnslustöðvamenn suður á Spán, það tæki hvort sem er enginn eftir þeim innan um allar sjö milljónirnar (ekki satt?) í atvinnuleysingjabiðröðunum þar.

"Hálft prósent á heimilistæki" –– hrikalegt, maður minn!!! Beint í Eessbéið með okkur!

Nei, Steini minn, þetta er í lagi. Hitt er hrikalegt, að Esb. ætlast til að hafa háa verndartollmúra fyrir bíla, þannig að viðskipti okkar beinist að misgóðum evrópskum bílum í stað amerískra og asískra, en þetta viljið þið!

Esb. er nefnilega einangrunarbandalag gamalla nýlenduvarga sem nálgazt gætu dauðateygjurnar eftir nokkra áratugi. Á meðan reyna þau að komast yfir meiri auðlindir, bæði með nýjum "aðildarríkjum", ekki sízt okkur hér, og með fruntalegri meðferð 3. heims fólks í gegnum lúmsk kaup á grunnviðum samfélaga eins og vatnslindum o.fl.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 05:14

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 05:42

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Varstu orðinn vansvefta þegar þú skrifaðir þetta, Steini?

En ég kasta ekki eyri í blanka né ofhaldna Esb-menn.

Ég spái ekki hruni Evrópusambandsins á næstu þremur áratugum, því miður. Evruna telja fróðir hins vegar geta hrunið, fyrr en varir.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 08:12

24 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Það er ekki að virka kjaftæðið í Steina og félögum!

67% myndu hafna ESB-aðild

Reuters

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins eru 56,2% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 26,3% henni hlynnt. 17,5% taka hins vegar ekki afstöðu í könnuninni.

Einnig var spurt hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef þjóðaratkvæði færi fram um inngöngu í ESB nú og sögðust 67,4% hafna aðild en 32,6% samþykkja hana.

Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunarinnar hefur andstaða við inngöngu í ESB aukist umtalsvert frá hliðstæðri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í febrúar 2011.

Að síðustu var spurt að því hvort stjórnvöld ættu að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka og sögðust 43,6% hlynnt því en 42,6% andvíg. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Samtök iðnaðarins kanna afstöðu til þeirrar spurningar.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 12. til 20. janúar síðastliðinn, úrtakið var 1350 manns og svarhlutfallið 64,2% en greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á heimasíðu Samtaka iðnaðarins 22. febrúar síðastliðinn.

Örn Ægir Reynisson, 28.2.2012 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband