Leita í fréttum mbl.is

Þýska þingið samþykkti aðstoð við Grikki - sigur fyrir Merkel

ruvÁ RÚV segir: "Þýska þingið samþykkti síðdegis neyðaraðstoð fyrir Grikkland með yfirgnæfandi meirihluta. Fréttaskýrendur í Þýskalandi áttu von á að Merkel kanslari yrði að treysta á stjórnarandstöðuþingmenn til að koma málinu í gegn, þar sem fjöldi þingmanna úr röðum stjórnarflokkanna hefur lýst andstöðu við að milljörðum evra verði varið í aðstoð við Grikkland. Að lokum fór þó svo, að 496 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 90 gegn."

Niðurstaðan þykir sigur fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 

Bendum í sambandi við Grikkland á áhugaverðan pistil eftir Elvar Örn Arason um Grikki, en þar segir:

"Grikkir eru oft sakaðir um að vera letingjar sem nenna ekki að vinna. Slíkar fullyrðingar hafa verið áberandi eftir að fjármálakreppan í Evrópu skall á. Í þessari úttekt BBC á vinnumarkaðstölfræði OECD-ríkjanna kemur í ljós að Grikkir eru vinnusamasta þjóðin í Evrópu. Tölur OECD sýna að hver Grikki vinnur að meðaltali 2.017 vinnustundir á ári sem er það hæðsta sem þekkist í Evrópu. Til samanburðar vinnur hver Þjóðverji að jafnaði 1.408 vinnustundir á ári, sem þýðir að Grikkir vinna 40% lengur en Þjóðverjar." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þá er bara eftir að innlima Serbíu, og Balkanskagin er loks endanlega fallinn.Makedonia er hvort sem er fallin.Sumum tekst það sem öðrum tókst ekki.

Sigurgeir Jónsson, 28.2.2012 kl. 20:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.11.2008:

"Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarðs Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar, en sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti lánabeiðni Íslendinga

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 22:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS kostaði þessa upphæð:

Örnólfur Árnason
"Ég hélt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."

Þorvaldur Gylfason
"Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.

Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet.
"

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband