Leita í fréttum mbl.is

Engin dagsetning komin í ESB-málinu - einfaldlega of snemmt

Önnur frétt á RÚV snerist um ESB-málið og í henni segir m.a.: "Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins, segir of snemmt að fullyrða hvort aðildarviðræðum við Ísland verði lokið fyrir Alþingiskosningar vorið 2013. Evrópumálin voru kynnt á fundi á Akureyri í dag.

Það var Evrópustofa, sem stóð fyrir kynningarfundinum um stöðu mála innan sambandsins og gang aðildarviðræðna við Ísland, en fleiri fundir eru fyrirhugaðir víða um land á næstunni. Innanríkisráðherra og fleiri hafa undanfarið lýst þeirri skoðun að aðildarviðræðum verði hraðað og samningur lagður fyrir þjóðaratkvæði fyrir næstu alþingiskosningar.

„Við teljum of snemmt að lýsa því yfir núna að við getum lokið viðræðunum fyrir árslok eða um mitt næsta ár,“ segir Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu ESB. „Viðræðurnar eru ótímasettar. Við ættum ekki að geta okkur til um hvenær þeim líkur.“

Morten segir miklu skipta að menn séu ekki að flýta sér í samningaviðræðunum og horfi frekar á gæði samningsins heldur en lokadagsetningar."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er orðið flestum íslendingum ljóst að ESB ætlar ekki að skrifa undir neitt sem hægt er að kjósa um fyrr en ESB sýnist svo.Það sýnir best hvers eðlis þessi ESB samsuða er.Morten Jung hefur nú staðfest það sem flestum íslendingum var orðið ljóst.Tímmörk á viðræðurnar strax.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.2.2012 kl. 22:19

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sendiherra ESB sagði á fundinum að ESB réði því alfarið hvaða kaflar væru opnir og hvenær þeir yrðu opnaðir, ekki stæði til að opna kaflann um fiskveiðar fyrr en ESB væri búið að gera nýja fiskveiðistefnu sambandsins, þ.e ESB ætlar að móta framtíðarstefnu sambandsins í fiskveiðimálum alfarið án aðkomu Íslendinga.

Sendiherra sagði aðspurður, um skoðanakannanir á íslandi um aðild að sambandinu, að það væri ekkert að marka þessar kannanir síðustu ár þar sem Íslendingar væru ekki rétt upplýstir, hann sagði að það muni breytast þegar ESB væri búið að upplýsa íslendinga. 

Eggert Sigurbergsson, 29.2.2012 kl. 22:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sandgerði er annað hvort í Afríku eða Ameríku og fær brátt meira af bandarísku rusli við bæjardyrnar, ásamt öllu íslenska krónuruslinu, þegar við Íslendingar höfum tekið upp evruna.

Þorsteinn Briem, 29.2.2012 kl. 23:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 5,41%, gagnvart Bandaríkjadollar um 4,05% og breska sterlingspundinu um 1,27%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 49,6% og breska sterlingspundinu um 35,77%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 124,13%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 29.2.2012 kl. 23:15

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar Ísland var nýlenda Danmerkur voru þeir íslendingar mestu undirlæjur danska ríkisins sem tóku upp á því að breyta nöfnum sínum í eitthvað sem þeir töldu meira danskt en hefðbundin íslensk föðurnöfn.Mörg þessara orðskripa eru enn í notkun af afkomendum þessara manna en margir hafa losað við þessi orðskrípi.Í dag eru sumir þeirra sem bera þessi orðskrípi,og eru jafvel grobbnir af þessari vitleysu,mestu undirlæjur ESB hér á landi.Einn þessara manna sem ber svona orðskrípi, og hefur grobbað sig af því, hefur verið að reyna að ljúga því upp að hann hafi unnið á Morgunblaðinu, sem hann reynir samt að gera ótrúverðugt  og einkum ritstjóra þess.Þessi orðskrípisberi hefur verið að gefa í skyn að Sandgerðingar haldi að Alþjóðaflugvöllurinn í Sandgerði sé í Afríku eða í Ameríku.Sandgerðingar vita vissulega að Alþjóðaflugvöllurinn í Sandgerði,Keflavíkurflugvöllur, er á Ameríku flekanum, sem talað er um í jarðfræði.en ekki Evrasíuflekanum.Ég ráð legg öllum orðskípisberum íslenskum að skipta um nofn og koma sér í gott loft sem þeir vita nú þegar hvar er að fá og er einkum í kringum Alþjóðaflugvöllinn í Sandgerði.Nei við kúgun ESB.

Sigurgeir Jónsson, 1.3.2012 kl. 10:30

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það eru vissulega til menn sem halda að þeir séu komnir til Ameríku þega þeir koma á suðurnesin sem þeir neyðast til að fara um þegar þeir fara til fyrirheitna landsins ESB.Það lýsir þeirra landafæðikunnáttu og verður svo að vera.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 1.3.2012 kl. 10:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Til 1. desember 1918 var Ísland um tíma HLUTI AF konungsríkinu Danmörku, eins og Færeyjar og Grænland ERU ENN, enda þótt Grænland og Færeyjar séu ekki í Evrópusambandinu, eins og Danmörk.

Ísland er hins vegar 70%
í Evrópusambandinu, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞAR NOKKUR ÁHRIF!!!

Stjórna Danir þá ekki Íslandi núna og er það ekki undirlægjuháttur?!

Hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar hafa lagt til að Ísland segi upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Og mæla Danir núna vitlaust hér á Íslandi?!

"Mældu rétt, strákur!":


Eru Íslendingar snuðaðir í hverri verslunarferð?


"Samkvæmt þessu var ég SNUÐAÐUR um 1.421 krónu Á ÍSLENSKU VÖRUNUM," skrifar Friðrik.

Athygli vekur að ERLENDU MATVÖRURNAR NÁ ALLAR VIGT OG JAFNVEL RÚMLEGA ÞAÐ og telst honum til að hann hafi náð 546 krónum til baka þar.

Hann segir ljóst að verið sé að SNUÐA ÍSLENSKA NEYTENDUR SVAKALEGA og hvetur alla til að vekja athygli á töflunni sem hann birtir með útreikningum sínum."

Fengu Íslendingar þá sjálfstæði TIL AÐ LÁTA AÐRA ÍSLENDINGA SNUÐA SIG??!!

Íslenska kvótakerfið er einnig "löglegur" ÞJÓFNAÐUR, sem þú tekur þátt í, gleðst í hvert skipti sem gengi íslensku krónunnar fellur, svo þú getir grætt meira á kostnað íslensku þjóðarinnar á hverjum titti sem þú dregur á þinn litla Framsóknaröngul.

Þorsteinn Briem, 1.3.2012 kl. 12:22

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

VG hefur haft sjávarútvegsmálin á sinni könnu síðastliðin ár,Þar af leiðandi ljóta allir önglar sem notaðir eru á Íslandsmiðum að vera merktir þeim, sér í lagi önglar sem notaðir eru á handfæri.st.breim. til upplýsinga vegna þekkingarleysis hans á sjávarútvegsmálum, þá hefur ESB óspart veifað því að ESB sé hrifið af stjórn sjávar útvegsmála á Íslandi og ætli jafnvel að taka stefnu íslendinga upp.Að sjálfsögðu slær ESB þessu upp til að geta með einhverjum rökum dregið umsóknarferlið á langinn.EN auðvitað sést í gegnum þennan skrípaleik ESBNei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 1.3.2012 kl. 17:11

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera briem.

Sigurgeir Jónsson, 1.3.2012 kl. 17:11

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Jón Bjarnason hefur sjálfsagt mótað nýja sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins ásamt bóksalanum á Selfossi.

Þorsteinn Briem, 1.3.2012 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband