Leita í fréttum mbl.is

Af hverju var Evrópusambandið stofnað?

esb-merkiFyrir þá sem hafa áhuga á sögu má lesa mjög áhugavert svar um uppruna ESB á Evrópuvef H.Í. og spurningin var einfaldlega þessi: "Af hverju var Evrópusambandið stofnað?"

Svarið hefst svona: "Einn af þekktustu sagnfræðingum 20. aldar, sem hafði óvenjulega yfirsýn, sagði að Evrópusambandið væri „barn sérstakra sögulegra aðstæðna sem geta líklega aldrei komið upp aftur“ (Hobsbawm, 1996, 578). Svo mikið er víst að ESB er afar óvenjulegt fyrirbæri í mannkynssögunni. Við höldum nú samt að það sé hægt að varpa ýmiss konar ljósi á fæðingu barnsins og í þessu svari verður rætt sérstaklega um jarðveginn sem það spratt upp úr.

Rakið verður á Evrópuvefnum í þremur svörum í röð um það af hverju og hvernig fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu varð til á árunum 1945-1958. Í fyrsta svarinu sem fer hér á eftir er lýst jarðveginum eða landslaginu sem ESB spratt upp úr. Sagt verður frá hinum svörunum í lok þessa svars. Lesendum er bent á að hafa Tímaás Evrópuvefsins til hliðsjónar þegar þessi svör eru lesin."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er allt rétt en ég spyr. Ef Ísland gengur undir lög Noregs og þar með kóng þá missum við sjálfstæði okkar skiljanlega því við förum eftir Norskum lögum. Ef við göngumst undir lög ESB þá verðum við að fara að lögum þeirra. Hvernig getið þið ESB sinnar sagt að það sé sjálfstæði að fara að lögum annarra þjóða. Ég bara skil þetta þvaður hjá ykkur. Hvað er sjálfstæði í ykkar huga.?

Valdimar Samúelsson, 2.3.2012 kl. 10:24

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðild að EU eykur sjálfstæði og fullveldi fósturjarðar vorrar.

Sætir mikilli furðu illska Andsinna að vilja eigi auka fullveldi og sjálfstæði blesaðrar fósturjarðarinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2012 kl. 12:27

3 identicon

ef þetta með tollin er rétt þá er ég mjög ánægður með esb ég vil geta keyft að utan án þess að borga toll en evru meiga þeir eiga hana mun ég aldrei nota

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 12:33

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Ragnar: Allir tollar af netverslun (til einkanota) frá ESB falla niður við aðild.

Sjá hér:http://evropuvefur.is/svar.php?id=60141

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 2.3.2012 kl. 13:30

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Ísland þarf ekki að kasta krónunni

Martin Feldstein flytur erindi sitt. mbl.is/Ómar

Íslenska hagkerfið þarf ekki að tengjast öðru myntsvæði til að vera fullgildur þátttakandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og koma böndum á verðbólguna.

Ekkert mælir gegn því að Íslendingar geti náð þeim markmiðum með íslensku krónuna sem gjaldmiðil – en þá þarf líka góða stjórn peninga- og efnahagsmála.

Þetta kom fram í máli Martins Feldsteins, hagfræðiprófessors við Harvard-háskóla, á efnahagsráðstefnu Landsbankans í gær um stöðu og þróun innlendra og erlendra markaða.

Í umfjöllun um fyrirlesturinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Feldstein telur margt mæla gegn því að Ísland gerist aðili að evrópska myntbandalaginu og segist ekki geta ímyndað sér hvernig Íslendingum hefði tekist að glíma við þá erfiðleika sem efnahagslífið stóð frammi fyrir í kjölfar hruns bankakerfisins ef ekki hefði verið mögulegt að fella gengi gjaldmiðilsins.

Örn Ægir Reynisson, 2.3.2012 kl. 13:31

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Íslendimgar munu aldrei fórna fullveldi sínu forræði yfir auðlindum og sjálfu lýðræðinu með því að ganga í Evrópusambandið!Og annað væru tollar af vörum frá ESB felldir niður hvað ætti þá að skattleggja í staðinn því ríkið þarf jú gjöld í reksturinn?

Örn Ægir Reynisson, 2.3.2012 kl. 13:38

7 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hækka kannski bensínlíterin í 1500kr?

Örn Ægir Reynisson, 2.3.2012 kl. 13:40

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri grænir og margir aðrir Íslendingar hafa engan áhuga á að vera með mynd af Bandaríkjaforseta eða Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðinga Kanadamanna, á gjaldmiðli sínum.

Og hvorki Vinstri grænir, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Samstaða né Breiðfylkingin hafa lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.

Þorsteinn Briem, 2.3.2012 kl. 15:30

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ekki nýtt að sameining Evrópu hafi verið á dagskrá hjá ýmsum aðilum.Rómverjar sem Mussolini átti til að vitna í leituðust við að sameina öll lönd álfunnar undir eina stjórn.Þeim tókst það ekki.Napoleon hafði það á dagskrá.Honum mistókst það.Hitler taldi það eðlilegasta hlut í heimi að Þýskaland drotnaði yfir sameinaðri Evrópu.Honum mistókst það.Eins og staðan er núna þá lýtur út fyrir að öll vestur, mið og A-Evrópa lúti einni stjórn, að Rússlandi og Hvíta-Rússlandi í austri og Noregi, Færeyjum og Íslandi í norðri undanskildum.Og það er útlit fyrir að þýskumælandi fólk um 110 milljónir, muni stjórna ESB í framtíðinni.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2012 kl. 17:20

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og dalur er ekki heldur nýr á Íslandi, hvorki sem landslag né gjaldmiðill.Áfram Kanada. Nei við ESB.Og ekki er ólíklegt að Bretar viti af áformum Kanadastjórnar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2012 kl. 17:24

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Frökkum og Bretum er stjórnað af Þjóðverjum.

Þorsteinn Briem, 2.3.2012 kl. 17:30

12 identicon

ég mun borga með gulli ef ég þarf krónuna burt takk ég vil fá meira mat sem öryrki hef ekki efni á fötum hér lendis lengur ekki einu sinni af rauðakrossinum hann er of dýr núna eins og gjöldin eru að hækka leggið bílunum þeir eru óþarfi ég hjóla yfir 50 kgílómetra á dag líka á veturnar þó við höldum sjálfstæði vil ég nían gjaldmiðil nema allt hér verði lækkað um 60 % þá meina ég alstaðar það er ekki gert ráð fyrir mér fynnst mér ekki að ég egi föt allavega svo mikið er víst

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 17:47

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 2.3.2012 kl. 18:22

14 identicon

hvað er verðtrygging ég hef spáð lengi í þessu en fatta ekki hvað þetta er

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 10:21

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Verðtrygging er aðferð notuð til að tryggja að fjárskuldbindingar haldi verðgildi sínu, þó að gjaldmiðillinn sem þær eru í falli í verði.

Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur í framtíðinni haldi verðgildi sínu frá þeim degi, sem lán er veitt eða sparnaður hefst.

Verðtrygging er gjarnan notuð þar sem verðbólga er há eða hefur verið há, t.d. á Íslandi ..."

Verðtrygging

Þorsteinn Briem, 3.3.2012 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband