3.3.2012 | 07:33
Talað í umboði hvers?
Þeir er sérkennilegir snúningarnir í sambandi við Kanadadollarann! Í morgunfréttum RÚV (3.mars) var sagt frá því að Alan Bones muni EKKI halda tölu á ráðstefnu Franmsóknarflokksins um gjaldmiðilsmál, sem fer fra í dag á Grand Hótel. Þar með má kannski segja að loftið hafi farið úr blörðunni sem búið var að blása upp!
Á www.visir.is stóð þetta í gær: "Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi segir að Seðlabanki Kanada sé tilbúinn í formlegar viðræður um að Ísland taki upp Kanadadollar sem gjaldmiðil verði farið fram á slíkt."
Við þetta vaknar spurningin: Í umboði hverra sagði Alan Bones þetta?
Gjaldmiðilsmál eru mikil alvörumál. Uppákomur sem þessar undirstrika það. Og trúverðugleiki í gjaldmiðilsmálum er mjög mikilvægur hlutur. Þegar stórfyrirtæki eins og Marel óttast að þurfa að hverfa úr landi vegna stöðunnar, er þá ekki fokið í flest skjól?
Næst tiltrú með einhliða upptöku gjaldmiðils?
Uppfært/viðbót: Í frétt RÚV á netinu segir þetta: "Alan Bones, sendiherra Kanada, flytur ekki stutt ávarp á fundi Framsóknarmanna í dag um mögulega einhliða upptöku annars gjaldmiðils hér í stað íslensku krónunnar, eins og fyrirhugað var. Þetta kemur fram í blaðinu Toronto Star.
Bones sendiherra sagði í viðtali í útvarpsfréttum í gær að kanadísk stjórnvöld væru reiðubúin til viðræðna um upptöku kanadísks dollars hér á landi, væri það vilji Íslendinga."
Nokkuð ljóst er á seinni hluta fréttarinnar að um einhverskonar einkamál Bones var að ræða: " Í blaðinu segir að ummæli sendiherrans hafi valdið talsverðum titringi í kanadíska utanríkisráðuneytinu í Ottawa. Formælandi ráðuneytisins hafi í gærkvöld sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að sendiherrann tæki ekki þátt í fundinum í dag og myndi ekki ávarpa hann. Kanadastjórn segði aldrei neitt opinberlega um gjaldmiðla annarra ríkja. Þetta væri mál ríkisstjórnar Íslands og íslensku þjóðarinnar."
Niðustaða málsins hlýtur að vera nokkuð högg fyrir Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, sem hefur tala hlýlega um þessa hugmynd og greinilega unnið töluvert í henni!
Varla eykur þetta á trúverðugleika Framsóknarflokksins i gjaldmiðilsmálum, eða?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ég sá strax að um frasóknarspuna væri að ræða.
Versta við hvað þetta skaðar og niðurlægi landið hérna.
Það er eins og framsóknaemenn hafi séstaka ánægju af því að ráðast að landi sínu og gera að athlægi og niðurlægja það á alþjóðavettvangi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2012 kl. 08:34
Simminn segir að 70% íslendinga séu fylgjandi upptöku kanadadollars.
Mesta furða að hann sagði ekki bara 100%.
“It’s quite popular with Icelanders,” said David Gunnlaugsson, chairman of the opposition Progressive Party, noting a recent poll found 70 per cent support for the idea of adopting the loonie."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2012 kl. 09:05
Ekkert hefur komið fram hjá Kanadamönnumum að afstaða þeirra sé önnur en sendiherra Kanada sagði í útvarpsfréttum í gær.Það sem aftur á móti hefur ekki verið í fréttum í dag eur afskipti Össurar Skarphéðinssonar af málinu, og kvörtun hans við Kanadíska utanríkisráðuneytið.Það er greinilegt að Ísland á ekki að fá að gera neitt nema ESB leggi blessun sína yfir það.Nei við kúgun ESB.
Sigurgeir Jónsson, 3.3.2012 kl. 09:40
3.3.2012 (í dag):
""Það er annars rétt að ítreka það að við erum ekkert að berjast fyrir upptöku Kanadadollars sérstaklega, heldur erum við einfaldlega að reyna að hvetja til umræðu um mismunandi kosti í gjaldmiðlamálum Íslendinga," segir Sigmundur [Davíð Gunnlaugsson] ennfremur."
Þorsteinn Briem, 3.3.2012 kl. 11:52
Þessi umræða er komin í svo mikil öngstræti að það hálfa væri heill hellingur. INNLIMUNARSINNAR vilja að við tökum upp evru vegna þess að mest af viðskiptum okkar er í evrum en í hvaða gjaldmiðli eru megnið af skuldum okkar????? Svo megum við ekki gleyma því að megnið af viðskiptum okkar er EKKI í evrum eins og INNLIMUNARSINNAR hafa haldið fram því ÖLLU álinu er "umskipað" í Rotterdam, sem er í ESB-landi og því reiknast það sem svo að álið fari til ESB og heldur svo áfram til Kína og annarra framleiðslulanda þar sem það er fullunnið en það skekkir útfluntingstölur til mismunandi landa nokkuð mikið.
Jóhann Elíasson, 3.3.2012 kl. 13:12
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.
Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% TIL KANADA en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% FRÁ KANADA og 0,7% frá Rússlandi.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% Í KANADA, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.
Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.
"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu VEXTIR á húsnæðislánum BYRJA AÐ LÆKKA TALSVERT ÁÐUR EN EVRAN YRÐI TEKIN UPP.
Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.
Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI."
Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis
Þorsteinn Briem, 3.3.2012 kl. 13:26
Steini eins og ég sagði þá er álinu umskipað í Rotterdam og vegna þess er það tekið sem innflutningur til ESB ríkja, sé það dregið frá en ekki tekið með eins og þú gerir þá eru ESB löndin ekki lengur stærsti viðskiptavinurinn. Vextir almennt eru ekki vegna gjaldmiðilsins heldur vegna stjórnunar (hvort kemur á undan eggið eða hænan? þannig hefur umræðan verið hjá ykkur INNLIMUNARSINNUM). OG EITT ENN VERÐTRYGGINGIN SEM SLÍK ER ekki VANDAMÁLIÐ HELDUR ER ÞAÐ VERÐBÓLGAN OG ÉG REIKNA ALVEG MEÐ AÐ ÞÚ ÆTLIR AÐ KENNA KRÓNUNNI UM VERÐBÓLGUNA????
Jóhann Elíasson, 3.3.2012 kl. 13:59
Jóhann Elíasson,
Þú heldur náttúrlega að ekkert hvalkjöt hafi verið flutt héðan til Japans, heldur graðgi Hollendingar í sig allan hvalinn í höfninni í Rotterdam, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Grænfriðungar í Rotterdam hlekkja sig við skip með hvalkjöt frá Íslandi
Og ENGIR bílar séu samkvæmt Hagstofu Íslands fluttir frá Japan til Íslands, nema þeir séu fluttir ÁN VIÐKOMU í Rotterdam, stærstu höfn Evrópu.
"Nánast allt álið (97%) er flutt til Rotterdam, þaðan sem það er flutt til viðskiptavina okkar í Þýskalandi og Sviss."
"Álið sem framleitt er í Straumsvík er meðal annars notað í framleiðslu Audi bifreiða."
Alcan á Íslandi hf.
Þýskaland og Sviss eru að sjálfsögðu Í EVRÓPU og báðum ríkjunum VEGNAR VEL, enda eiga Svisslendingar MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu.
Árið 2010 var flutt hér út ál fyrir 216 milljarða króna, þar af 97,2% til Evrópska efnahagssvæðisins og kísiljárn fyrir 15,3 milljarða króna, þar af 81,5% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Vöruviðskipti við útlönd árið 2010
Þorsteinn Briem, 3.3.2012 kl. 14:21
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
15.12.2011:
Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu
Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Stýrivextir hér eru háir vegna þess að verðbólgan er sú mesta í Evrópu en vextir hér byrja að lækka um leið og aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Gengi íslensku krónunnar fellur stöðugt gagnvart öðrum gjaldmiðlum, allur innflutningur verður því dýrari og verðbólgan eykst.
Ef raunvextir væru hér mjög neikvæðir hefði fólk ekki áhuga á að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fengju aftur stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.
Þorsteinn Briem, 3.3.2012 kl. 14:35
Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 5,1% og gagnvart Bandaríkjadollar um 2,58%.
Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 47,5% og breska sterlingspundinu um 33,79%.
OG VERÐ Á OLÍU ER SKRÁÐ Í BANDARÍKJADOLLURUM.
Árið 2011 HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 123,46%.
Þorsteinn Briem, 3.3.2012 kl. 14:56
Ég mætti á Grand hótelið um kl. 12, og þá voru eftir spurningar og svör. Ég vísa í athugasemd sem ég skrifaði nú fyrir stuttu síðan, við síðustu færslu um þetta "hættulega" og eldfima umræðuefni, sem helst má víst ekki tala um, í jafnaðarmanna-stýrða fjölmiðlaþöggunar "lýðræðisríkinu" Íslandi!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.3.2012 kl. 01:05
Steini, það er rangt hjá þér, að árið 2009 hafi um 84% af útflutningi okkar Íslendinga raunverulega farið til Evrópska efnahagssvæðisins. Umskipun í Rotterdal og víðar á vörum, sem sendar eru mun lengra, ruglar þig í ríminu. – Svo er evran mjög hætt stödd; veiztu það ekki?
Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 01:28
Steini bullar bara eins og allir aðrir ESB aðildarsinnar.
Örn Ægir Reynisson, 4.3.2012 kl. 01:50
Paste/
Rúmenskur þingmaður: Spilling í stofnunum ESB?
STYRMIR GUNNARSSON
3. mars 2012 klukkan 10:01
Á vegum Evrópusambandsins eru starfandi 24 sjálfstæðar stofnanir, sem flestar hafa verið settar upp á síðustu 10 árum. Rúmenskur þingmaður á Evrópuþinginu, Monica Macovei, hefur vakið upp spurningar um annars vegar tilgang sumra þeirra, þar sem þær geri ekkert annað en framleiða skýrslur og hins vegar um hagsmunaárekstra í starfi þeirra.
Að hluta til er hér um eftirlitsstofnanir að ræða. Í einhverjum tilvikum hafa þær ráðið til sin starfsmenn frá fyrirtækjum, sem þær hafa eftirlit með. Þeir sömu starfsmenn hafa svo það verkefni með höndum að veita þeim fyrirtækjum, fyrrverandi vinnuveitendum sínum gæðavottorð vegna framleiðslu þeirra eða þjónustu.
Einhverjir mundu kalla þetta spillingu.
Harðar og heitar umræður urðu á Evrópuþinginu sl. miðvikudag um þessar upplýsingar Monicu Macovei. Stofnanirnar sem slíkar hafa líka tekið til við að svara fyrir sig og telja að sjónarmið hins rúmenska þinmanns, sem er fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúmeníu og þekkt þar í landi fyrir baráttu gegn spillingu, séu neikvæð fyrir stofnanirnar og orðspor þerra. Monica heldur hins vegar fast við sitt.
Í júnílok kemur skýrsla sérstakra endurskoðenda um starfsemi þessara stofnana.
Örn Ægir Reynisson, 4.3.2012 kl. 01:51
Þetta er að verða verra en í verstu einræðisríkjum Sovét ESB Paste/
Sektuð fyrir að óvirða fána ESB í Króatíu
3. mars 2012 klukkan 15:49
Dómari í Króatíu hefur dæmt stúdínu í 102 evru (17.000 ISK) sekt fyrir að hafa fjarlægt ESB-fána af flaggstöng við ráðhúsið í Zagreb, segir í frétt Hina-fréttastofunnar laugardaginn 3. mars.
Kristina Curkovic rífur ESB-fána, hann hefur verið skreyttur með merki kommúnista, hamri og sigð.
Kristina Curkovic, 21 árs, var dæmd sek um „rof á almannafriði“ að sögn fréttastofunnar. Hún er guðfræðinemi við kaþólska guðfræðideild í strandborginni Split. Í apríl 2011 tók hún þátt í mætmælum undir kjörorðinu: „Ég elska Króatíu – Nei ESB“. Þá fjarlægði hún ESB-fána af stöng við inngang í ráðhúsið.
Við réttarhöldin sagðist hún hafa viljað „verja heiður og virðingu Króatíu“. Hún sagði: „Foreldrar okkar börðust í stríðinu [1991-1995] fyrir sjálfstæði frjálsrar Króatíu en ekki til þess að landið yrði útkjálki innan ESB.“
Í janúar 2012 reif hún annan ESB-fána fyrir framan hóp fólks sem kom saman til að hlusta á ræðu um sjálfstæði Króatíu. Landið verður aðili að ESB 1. júlí 2013.
Í frétt Hina um málið er tekið fram að árum saman hafi ESB-fáni blakt við hlið fána Króatíu við opinberar byggingar í landinu.
Örn Ægir Reynisson, 4.3.2012 kl. 01:54
Niður með Evrópusambandið!
Örn Ægir Reynisson, 4.3.2012 kl. 01:56
Jón Valur Jensson,
Þú heldur náttúrlega að ekkert hvalkjöt hafi verið flutt héðan til Japans, heldur graðgi Hollendingar í sig allan hvalinn í höfninni í Rotterdam, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Grænfriðungar í Rotterdam hlekkja sig við skip með hvalkjöt frá Íslandi
Og ENGIR bílar séu samkvæmt Hagstofu Íslands fluttir frá Japan til Íslands, nema þeir séu fluttir ÁN VIÐKOMU í Rotterdam, stærstu höfn Evrópu.
Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 04:00
Jón Valur Jensson,
EF evran væri "mjög hætt stödd" hefði gengi hennar hrunið.
Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 5,1% og gagnvart Bandaríkjadollar um 2,58%.
Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 47,5% og breska sterlingspundinu um 33,79%.
Árið 2011 HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 123,46%.
GENGI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR HEFUR HRUNIÐ.
Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.
Hins vegar eru engin gjaldeyrishöft á evrusvæðinu.
Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 04:37
Evrusvæðið er í hættu á að leysast upp, Steini.
Grikkland mun sennilega taka aftur upp drökmuna. Fleiri ríki geta fylgt á eftir. Þetta angir allt á horriminni þrátt fyrir fjáraustur í þetta og alþjóðegar björgunaraðgerðir til styrktar við evruna, m.a. frá Bandaríkjunum, þar sem menn óttast nýja heimskreppu, ef illa fer á evrusvæðinu.
En Steini Briem er bara stærilátur í sinni afneitun.
Svo er álútflutningur okkar skráður til "Evrópska efnahagssvæðisins", en fer miklu víðar, þú átt að vita það, ekki berja hausnum við stein.
Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 10:36
.
Að Steinn berji haus við stein
í stærilæti er kyndugt.
En þett' er víst mannkyns mein,
sem mig hefur níst inn að bein',
er sannleikann flýr það syndugt.
Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 11:01
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Og hlutfall EVRUSVÆÐISINS í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.
Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 11:28
Árið 2008 fóru tæplega 70% af útflutningi NOREGS til fimm Evrópusambandsríkja, Bretlands 27%, Þýskalands 12,8%, Hollands 10,4%, Frakklands 9,4% og Svíþjóðar 6,5%.
SVISS á einnig MEST viðskipti við ÖNNUR Evrópuríki.
Evran, breska sterlingspundið, norska krónan, sænska krónan og svissneski frankinn eru sterkir gjaldmiðlar og gengi þeirra hefur EKKI hrunið.
Þvert á móti hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 2,58% frá áramótum og 47,5% frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.
GENGI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR HEFUR HINS VEGAR HRUNIÐ, HÉR Á ÍSLANDI ERU GJALDEYRISHÖFT OG MESTA VERÐBÓLGA Í EVRÓPU.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 12:04
Þú hefur kannski, Steini, tekið eftir þeim upplýsingum, sem fram komu í Silfri Egils áðan, að álið, sem umskipað er í Rotterdam, fer að miklu leyti til Bandaríkjanna og að utanríkisviðskipti okkar eru að 39% í Bandaríkjadölum, en aðeins 27% í evrum!
Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 14:23
Þessi frétt Steina kl. 12.04 um ánægju Íra með evruna er nú orðin a.m.k. 9 mánaða gömul. Margt hafa Esb-þjóðirnar lært um vandræði hennar síðan þá!!!
Júlí 2011: Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds! – Býstu við, að þeim hafi fjölgað síðan þá, Steini minn?
Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 14:33
Allir geta orðið gjaldþrota, sama hvaða gjaldmiðil þeir nota, einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríki.
Íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands undir "stjórn" Hádegismóra, með íslensku krónuna sem gjaldmiðil, urðu gjaldþrota haustið 2008.
Íslenska ríkið hefði þá einnig orðið GJALDÞROTA, ef ekki hefðu fengist gríðarlega há erlend lán, til að mynda frá Evrópusambandsríkjum.
Og Bandaríkin, með Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil, urðu nær gjaldþrota í fyrrasumar en þá var samþykkt að hækka þakið á leyfilegum skuldum þeirra, AUKA sem sagt skuldir bandaríska ríkisins.
15.6.2011:
Kanada hvetur Bandaríkin til að forðast greiðsluþrot
Evruríkin hafa hins vegar ákveðið að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum, sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða, því of miklar skuldir geta leitt til þess að lánardrottnar tapi háum fjárhæðum, eins og dæmin sanna.
Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 14:42
19.11.2008:
"Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarðs Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar, en sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."
Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti lánabeiðni Íslendinga
Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 14:46
EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS kostaði þessa upphæð:
Örnólfur Árnason "Ég hélt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."
Þorvaldur Gylfason "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.
Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."
Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 14:47
Og m.a. vegna nýrra endurskoðunarstaðla Evrópusambandsins sem innleiddir voru hér gegnum EES, og þetta átti stóran þátt í hruninu. Já, alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofu-risarnir báru líka þunga ábyrgð á kerfislægri orsök fjármálabólunnar sem sprakk, hér jafnvel fremur en erlendis að sögn sérfræðings. En ætli Steina varði nokkuð um það?
Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 17:37
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn EINKAVÆDDU bankana hér.
Og MEIRIHLUTI Íslendinga vill EKKI að bankarnir séu ríkisreknir.
Hins vegar var ENGAN VEGINN sama HVERNIG bankarnir hér voru einkavæddir.
"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.
Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.
Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.
Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:
"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.
Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.
Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.
Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."
Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.