Leita í fréttum mbl.is

Meira um Himbrimadalinn "The Loonie" - stefna Framsóknar?

Sigmundur Davíð GunnlaugssonHimbrimadalurinn ("The Loonie", eins og Kanadamenn kalla hann) hefur verið mikið til umræðu um helgina eftir þéttsetinn fund Framsóknarflokksins um málið. Mikið er fjallað um málið t.d. á www.eyjan.is

Greinilegt er að almenningur hefur áhuga á að ræða það ófremdarástand sem ríkir í gjaldmiðilsmálum, því það er ljóst að ef Ísland ætlar sér að vera áfram nútímalegt og opið hagkerfi, þarf að gera breytingar. Höft eru ekki framtíðartónlistin í þeim efnum.

Það sem þessi fundur skilur hinsvegar eftir sig er þessi spurning: Er það orðin opinber stefna Framsóknarflokksins að taka upp Kanadadollar? Er það stefna flokksins í gjaldmiðilsmálum eða er þetta bara gæluverkefni formannsins, Sigmundar Davíðs (mynd)? Af því að honum líst svo vel á Kanada?

Hann segir að margt sé sameiginlegt með efnhagskerfum Íslands og Kanada, en í skýrslu flokksins um gjaldmiðilsmál frá árinu 2008 má lesa að Ísland hafi þróast hröðum skrefum frá miðjum níunda áratug síðustu aldar í átt til þjónustu og þekkingarsamfélags. Það er EKKI það hrávöruhagkerfi sem Sigmundur talar um svo fallega.

Í skýrslunni má einnig lesa að valkostir Íslands í gjaldmiðilsmálum séu tveir: Krónan eða Evran:

"Það er mat nefndarinnar að fyrst og fremst séu tveir kostir í stöðunni varðandi hvort taka eigi upp nýjan gjaldmiðil. Annað hvort að styrkja krónuna til þess að nota hana til frambúðar eða að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Hvorug leiðin er einföld og báðar krefjast þær fórna. Ef krónunni verður haldið þarf að breyta aðferðum við peningastjórnun og stórefla gjaldeyrisvarasjóð landsins. Upptaka evrunnar krefst að öllum líkindum aðildar að ESB með því sem því fylgir og innganga í nýtt myntsvæði felur í sér að á mörgum sviðum þarf ný vinnubrögð og nýja nálgun frá því sem hefur verið viðtekið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Rökin fyrir því að taka upp evruna ef skipt er um gjaldmiðil á annað borð eru m.a. að hinn nýi gjaldmiðill þurfi að endurspegla utanríkisviðskipti þjóðarinnar sem best og vera stór alþjóðlegur gjaldmiðill. Sá gjaldmiðill sem er besti samnefnari þessara þátta fyrir Ísland er evran."

(Staða krónunnar og valkostir í gjaldmiðilsmálum, bls. 33).

Í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem haldið var fyrir tæpu ári segir svo eftifarandi:

"Strax þarf að gera trúverðuga áætlun um hvernig treysta skuli peningastefnu þjóðarinnar, og hvernig á næstu 18 mánuðum verður hægt að innleiða markaðsskráningu íslensku krónunnar. Við þær aðgerðir þarf m.a. að horfa til mögulegrar skattlagningar á skammtímafjármagnsflæði til landsins þannig að í framtíðinni verði komið í veg fyrir óeðlilega skammtíma styrkingu gjaldmiðilsins sem leitt getur af sér eignabólur, grafið undan rekstrargrundvelli útflutningsatvinnugreina og leitt af sér óeðlilegar sveiflur í gengi íslensku krónunnar. Þá er mikilvægt að koma í veg fyrir að hugsanleg skammtíma veiking íslensku krónunnar í kjölfar haftaafnáms leiði til sjálfvirkrar hækkunar verðtryggðra lána í landinu og þar með skuldaaukningar heimila og fyrirtækja. Jafnframt verði sett í gang þverpólitísk skoðun á því hvort og þá hvaða kostir aðrir í gjaldmiðlamálum kunni að vera til staðar sem betur tryggi langtímahagsæld þjóðarinnar."

Orðalagið er lýsing á vandræðagrip, en það er sérstaklega athyglisvert þarna í lokin, þegar segir; ..."sem betur tryggi langtímahagsæld þjóðarinnar."

Með þessu hlýtur flokkurinn að vera að segja að krónan tryggi ekki nógu vel langtímahagsæld þjóðarinnar, eða? Og þá hlýtur að liggja nokkuð ljóst fyrir að tal Framsóknar um Kanadadollar er sá kostur sem þeir eru hrifnastir af.

Er það þá framtíðarstefna flokksins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Þór Skúlason

Því er auðsvarað að það er ekki framtíðarstefna Framsóknarflokksins að taka upp Kanadadollar. Enda sagði Sigmundur Davíð það bæði á ráðstefnunni og í fjölmiðlum (t.d. hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/03/frumkvaedid_ekki_framsoknar/) "Það er annars rétt að ítreka það að við erum ekkert að berjast fyrir upptöku Kanadadollars sérstaklega heldur erum við einfaldlega að reyna að hvetja til umræðu um mismunandi kosti í gjaldmiðlamálum Íslendinga,“"

Þannig að þessari spurningu sem þessi pistill byggir á er auðsvarað. Svarið er nei.

Auk þess er síðasta málsgreinin í pistlinum furðuleg túlkun á mjög einfaldri stefnu.

Jóhannes Þór Skúlason, 4.3.2012 kl. 11:40

2 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hallur Magnússon bendir á að skýrslan sem nefnd er í færslunni hafi verið tekin af vef flokksins. Af hverju er það? Passar hún ekki núna?  

En hver er stefna Framsóknar í gjaldmiðilsmálum? Meira að segja Bjarni Benediktsson var að velta þessu fyrir sér í þættinu Sprengisandi á Bylgjunni!

Og hvað þýðir þetta hér: "Jafnframt verði sett í gang þverpólitísk skoðun á því hvort og þá hvaða kostir aðrir í gjaldmiðlamálum kunni að vera til staðar sem betur tryggi langtímahagsæld þjóðarinnar." (Leturbreyting, GH)

Ætlar Framsókn að skoða fleiri tegundir af gjaldmiðlum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 4.3.2012 kl. 11:53

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Vinstrivaktin gegn ESB

FORSÍÐA RSS

Harvardprófessor: Margt mælir gegn upptöku evru á Íslandi

4.3.2012 | 11:36

Enn einn víðkunnur hagfræðingur benti Íslendingum á það nú í vikunni að þeir þyrftu ekki að kasta krónunni og tengjast öðru myntsvæði til að verða aftur fullgildir þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og koma böndum á verðbólguna.

Martin Feldstein, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, ræddi um stöðu og þróun innlendra og erlendra markaða á efnahagsráðstefnu Landsbankans. Hann telur margt mæla gegn því að Ísland gerist aðili að evrópska myntbandalaginu og segist ekki geta ímyndað sér hvernig Íslendingum hefði tekist að glíma við þá erfiðleika sem efnahagslífið stóð frammi fyrir í kjölfar hruns bankakerfisins ef þjóðin hefði búið við erlendan gjaldmiðil sem ekkert tillit hefði tekið til áfallanna sem hagkerfið varð fyrir.

Jafnframt taldi hann ekkert mæla gegn því að Íslendingar gætu náð markmiðum sínum um jafnvægi í efnahagslífi og eðlilega þátttöku á alþjóðlegum fjármálamörkuðum - en til þess þyrfti fyrst og fremst góða stjórn peninga- og efnahagsmála.

Sagt er frá ræðu hans á viðskiptasíðu Mbl. 2. mars s.l: „Feldstein segir að leiðtogum Evrópusambandsins hafi verið mislagðar hendur í björgunaraðgerðum sínum á evrusvæðinu. Hann hefur litla trú á áformum aðildarríkja ESB að innleiða stöðugleikasáttmála sem miðar að því að stemma stigu við halla á ríkisrekstri. Slíkt ríkisfjármálabandalag sé bitlaust tól sem taki ekki á grundvallarvanda myntbandalagsins - ójafnvægi á viðskiptajöfnuði evruríkjanna.

Að sögn Feldsteins má rekja orsakir þeirra efnahagshremminga sem evruríkin glíma við um þessar mundir til upptöku evrunnar. Hann bætti því við að öllum væri ljóst að Grikkir væru í vonlausri stöðu og sú staðreynd að þeir væru með evru gerði illt verra. Hann segist vonast eftir því að grískir ráðamenn sjái að sér og Grikkland segi skilið við evrusamstarfið og taki upp drökmuna á ný. Þörf væri á snarpri gengisfellingu eigi Grikkjum að takast að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins".

Örn Ægir Reynisson, 4.3.2012 kl. 12:44

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Bjarni Ben kemur orðum að þessu á ágætan hátt Paste/

Spurður um gjaldmiðlamál Íslendinga sagði Bjarni að vissulega væri hann til í að taka þátt í þeirri umræðu sem verið hefur í gangi að undanförnu. En sagði fá rök hníga að því að skipta um gjaldmiðil. „Ef við nálgumst þetta út frá lífskjörunum, við höfum byggt upp jafnt og þétt ótrúleg lífskjör og höfum verið öfundið af öðrum þjóðum,“ sagði Bjarni.

„Þegar áföll hafa orðið í náttúrunni, þegar markaðir hafa dregist saman, þá hefur gjaldmiðillinn veitt okkur nauðsynlegan stöðugleika.“

Þurfum að ljúka uppgjöri

Spurður að því hvort staðan gæti ekki verið betri ef við værum með annan og stöðugri gjaldmiðil sagði Bjarni að hugsanlega myndum við þá kaupa okkur aga í ríkisfjármálum. „En ég tel að of miklu sé fórnað til að sækjast eftir þessum utanaðkomandi aga,“ sagði Bjarni og sagðist telja nærtækara að langtímamarkmið í ríkisfjármálum yrðu bundin í stjórnarskrá. Hann sagði að til þess að eiga einhverja valkosti, væri nauðsynlegt að ná þessu markmiði fyrst.

Bjarni sagðist finna fyrir „gríðarlega mikilli þreytu“ hjá fólki um allt land, fólk væri þreytt á hrunsumræðunni og að nauðsynlegt væri að komast út úr þessari umræðu, þannig að hægt væri að byggja upp að nýju. „Við eigum sameiginlega hagsmuni af því að ljúka þessum uppgjörsmálum og komast inn í nýja framtíð.“

Örn Ægir Reynisson, 4.3.2012 kl. 12:47

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Við eigum sameiginlega hagsmuni af því að ljúka þessum uppgjörsmálum og komast inn í nýja framtíð.“ Sem sagt hætta þessu ESB kjaftæði og draga umsókn til baka þjóðin er orðin hundleið á þessum átroðningi Evrópusambandsins fyrst efnahagsárás og stöðugur ESB áróður ásamt leppstjórn Evrópusambandsins sem er óstarfhæf vegna spillingar!

Örn Ægir Reynisson, 4.3.2012 kl. 12:52

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ESB ætlar sér að innlima landið með illu fyrst það tekst ekki með góðu. Það mútar embættismönnum, það mútar stofnunum, það mútar fjölmiðlum, það stofnar stjórnmálaflokka og það mútar stjórnmálaflokkum.

Örn Ægir Reynisson, 4.3.2012 kl. 19:10

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góð færlsa. Mjög hnyttin og skemmtileg athugun. Framsóknarflokkurinn var að viðurkenna að krónan tryggir ekki lantíma velsæld Íslands.

Þjóðernisflokkkurinn sjálfur.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband