Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson um kandadollar og reyksprengjur

Guðmundur Gunnarsson, bregst við gjaldeyrisumræðu helgarinnar á bloggi sínu og segir þar meðal annars:

"Nú er það orðið ljóst að almenningur mun ekki lengur sætta sig við það umherfi sem krónan býður upp á með reglulegum gengisfellingum sem valda hækkun vaxta og skulda og skerðingu launa. Stjórnmálamenn hafa hingað til komist upp með kasta upp margskonar reyksprengjum til þess að villa fólki sýn og margir hafa trúað því að að krónan sé bjargvættur, það er hið gagnstæða hún er sjúkdómurinn. Verkfæri sem valdahafa nýta til þess að færa kostnað vegna eyðlsuhyggju og vanhugsaðra kosningaloforða yfir á almenning.

Andstæðingar ESB umræðunnar eru því þessa dagana að verða örvæntingarfullir og nota öll vopn til þess að koma henni á villigötur. Formaður Framsóknarflokksins fer þar framarlega, minnistætt er þegar hann kynnti til sögunnar mann með skilaboð um að Noregur væri tilbúinn að til þess að lána Íslandi umtalsverðar upphæðir á gríðarlega góðum kjörum, það reyndist vera eitthvað knæpuhjal óábyrgs þingmanns, nú er farinn svipuð leið.

Nú er því haldið fram að Kanadamenn séu gríðarlega spenntir að við tökum upp Kanadadollar. Eru Kanadamenn virkilega tilbúnir að spandera á okkur þeim fjármunum sem hlýst af því að verja okkar hagkerfi? Eru þeir til í að kaupa allar krónur sem eru í umferð, allt lausafé og skuldabréf og greiða það upp í topp með kanadískum dollurum? Henda svo öllum krónunum í ruslið. Fyrirfinnst enn í heiminum slík gjafmildi og hjartahlýja?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband