Leita í fréttum mbl.is

Gjaldmiđilsmál í leiđara FRBL

Leiđari Fréttablađsins ţann 3.mars, eftir Ólaf Ţ. Stephensen, fjallađi um gjaldmiđilsmál og ţar segir Óalfur til ađ byrja međ: "Fyrrverandi efnahags- og viđskiptaráđherra, Árni Páll Árnason, sagđi í Fréttablađinu í gćr ađ ummćli Steingríms J. Sigfússonar, ţáverandi fjármálaráđherra, um íslenzku krónuna hefđu stađiđ í vegi fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. „Forsenda erlendrar fjárfestingar og tiltrúar á íslenska krónu er ađ menn telji ađ stjórnvöld muni forđast gengisfellingar í lengstu lög. Ef menn skilgreina kosti íslenskrar krónu einvörđungu ţá ađ hćgt sé ađ fella hana, felast í ţví skilabođ til útlendinga um ađ hún sé mjög óviss eign og best sé ađ eiga ekkert undir henni," sagđi Árni Páll.

Viđ orđum Árna brást Steingrímur, eftirmađur hans í embćtti, međ ţví ađ segja ađ hann myndi ekki eftir „ađ hafa nokkru sinni rćtt um mikilvćgi ţess ađ geta fellt gengiđ" eins og haft var eftir honum hér í blađinu í gćr.

Ţetta er skrýtiđ minnisleysi. Steingrímur hefur margoft látiđ slík orđ falla. Til dćmis á landsfundi Vinstri grćnna í október: „[Ţ]ađ eru okkar eigin efnahagslegu stýritćki, ţar međ taliđ eiginn gjaldmiđill, sem eru ađ duga okkur til ađ komast út út kreppunni. Og hvers vegna skyldu ţau ţá ekki geta dugađ vel áfram? […] Hin mikla gengislćkkun var ekki án fórna en ţađ voru engar innistćđur fyrir hágengi rugltímans og ekki skrýtiđ og engin ráđgáta ađ krónan lenti í frjálsu falli eftir hrun og efnahagsóstjórn um árabil."

Leiđara Ólafs lýkur svona: "Ţađ er gersamlega ómögulegt ađ sannfćra Íslendinga um ađ halda eigi í krónuna af ţví ađ hún sé svo sveigjanleg og telja um leiđ útlendum fjárfestum trú um ađ hún sé stöđugur og trúverđugur gjaldmiđill og fallin til ađ fjárfesta í. Ţađ vćri ljómandi gott ađ stjórnmálamenn áttuđu sig á ţeirri mótsögn í eigin málflutningi."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband