Leita í fréttum mbl.is

Krónan fellur, er samt með belti og axlabönd!

Á RÚV segir: "Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir krónuna hafa gefið of mikið eftir. Hluti af ástæðunni fyrir því sé þó greiðsla erlendra skulda, sem komi sér vel til lengri tíma litið.

Krónan hefur veikst um rúm 5% frá áramótum gagnvart helstu gjaldmiðlum og 7,5% frá því hún byrjaði að veikjast í byrjun nóvember.

Steingrímur segir þetta áhyggjuefni.

„Mér finnst hún vera að gefa of mikið eftir og það vinnur gegn okkur, bæði hvað varðar verðbólguna og eins væri gott að krónan frekar styrktist, eða héldist að minnsta kosti stöðug, þegar við erum að taka á okkur hækkanir á olíuvörum og öðru slíku sem við erum að flytja inn í landið.“"

Gjaldmiðill í höftum (með axlabönd og belti), sem fellur og fellur! Hverskonar gjalmiðill er það eiginlega?

Jónas Kristjánsson fjallar um gjadlmiðilsmál á blogg sínu og segir í einni af sínum stutt, en hnitmiðuðu færslum:

"Með ólíkindum er umræðan um að taka upp einhverja aðra gjaldmiðla en evruna. Nefndir eru til sögunnar afskekktir gjaldmiðlar, sem þungbært er að nota í viðskiptum okkar við umheiminn og í ferðum okkar til útlanda. Sem einfalda ekki samskiptin við umheiminn, sem langmest eru við löndin í Evrópu. Hafið þið ekki tekið eftir, að evran hefur haldið sínu í lífsins ólgusjó síðustu mánuði? Þótt íslenzkir fjölmiðlar hafi linnulaust lapið gömlu tugguna upp úr Daily Telegraph um, að Evrópusambandið sé að hrynja. Evran hefur ekki tekið mark á því dagblaði Evrópuhaturs. Hún reynist traust, þrátt fyrir Grikkland."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Styrmir kann að koma orðum að þessu/ Paste

Af hverju þegja aðildarsinnar?

STYRMIR GUNNARSSON

5. mars 2012 klukkan 10:29

Umræður um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eru sérkennilegar. Þær eru mjög takmarkaðar. Stuðningsmenn aðildar þegja að langmestu leyti. Þeir taka við sér stöku sinnum og birta auglýsingar með fallegu og brosandi fólki, sem minna einna helztu á plaköt, sem búin voru til í Sovétríkjunum á sínum tíma og sýndu brosandi verkamenn við vinnu úti á ökrum í þágu sósíalismans. Fallegu myndirnar í auglýsingum ESB-sinna eiga að sýna hvað Íslendingar yrðu hamingjusamir innan Evrópusambandsins.

Það fólk, sem býr þar nú þegar virðist ekki ýkja hamingjusamt eða bartsýnt. Ný skoðanakönnun spænska dagblaðsins El País sýnir, að Spánverjar eru mjög svartsýnir um þessar mundir. Um 96% þeirra telja efnahagshorfur á Spáni afleitar. Þó er Spánn í Evrópusambandinu og evran er gjaldmiðill Spánar.

Grikkir eru búnir að fá samþykki fyrir 240 milljörðum evra í neyðarlán frá vori 2010, þótt þeir séu ekki búnir að fá alla peningana í hendur. Að auki eru þeir að semja um afskriftir við lánardrottna sína í einkageiranum. Þrátt fyrir þetta er nú talað um að þeir þurfi að fá 50 milljarða evra til viðbótar árið 2015. Ekki þarf að tala um hversu hamingjusamir Grikkir eru innan ESB og með evruna í höndunum. Þar er erfitt að finna brosandi fólk um þessar mundir. Það er hins vegar auðvelt að finna biðraðir við súpueldhús í Aþenu og það er líka auðvelt að finna fólk á götum Aþenu sem sefur þar og það er líka auðvelt að finna fjölskyldur, sem hafast við í tjöldum í hliðargötum.

Írar eru byrjaðir að rífast um það hvort þeir eigi að setja Evrópusambandinu úrslitakosti og segja: við samþykkjum ekki ríkisfjármálasamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu, nema þið fallist á að fella niður bankaskuldir, sem við tókum á okkur að ykkar kröfu. (Slík krafa hefði líka verið gerð til Íslendinga haustið 2008, ef við hefðum verið í ESB).

Jafnval Finnar sem hafa verið hamingjusamastir alllra þjóða innan ESB af skiljanlegum ástæðum -þeir líta á ESB sem vörn gegn ásókn Rússa á hendur þeim- standa nú frammi fyrir því að evran er ekki að bjarga þeim undan því að lánshæfismat Finnlands verði lækkað. Hvernig stendur á því?

Og hamingjan er söm við sig í æðstu stjórn ESB-ríkjanna. Nú er fullyrt að gamalkunnur leikur úr sandkassa sé hafinn. Þú færð ekki að vera með!

Merkel, Cameron og Rajoy hafa lofað Sarkozy því að hitta Hollande ekki að máli fyrir forsetakosningarnar í apríl svo að hann fái ekki á sig forsetalegan svip.

Ekkert af þessu er rætt í umræðum um aðildarumsókn Íslands að ESB. Stuðningsmenn aðildar þegja. Sammningamenn gæta sín á því að gefa engar upplýsingar. Utanríkisráðherrann talar alltaf út í bláinn.

Og Ísland á að vera opið og gagnsætt lýðræðisríki!!

Örn Ægir Reynisson, 5.3.2012 kl. 18:16

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Vintrisinnaðir aðildarsinnar eru mað allt á hælunum og ættu að fá sér bæði belti og axlabönd til að geta hulið beran bossan.

Örn Ægir Reynisson, 5.3.2012 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband