Leita í fréttum mbl.is

Þorgerður Katrín um gjaldmiðilsmálin á Pressunni: Best að horfa til viðskiptasvæða okkar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fyrrum ráðherra, skrifar pistil um gjaldmiðilsmál í framhaldi af umræðunni um Kanadadollar um síðustu helgi. Þorgerður er í sjálfu sér ánægð með framtak Framsóknar í þessum efnum sen segir svo: "Það er að mínu mati þýðingarmikið að bjóða upp á vel undirbúna og upplýsta umræðu en ekki síður valkosti sem þjóðin getur vegið og metið. Hún er nefnilega fullfær um að velja sjálf ef hún fær til þess tækifæri. Það eru hins vegar ekki allir sem vilja veita henni þessi tækifæri. Umfjöllunin sem slík undirstrikar mikilvægi þess að um framtíð íslenskrar gjaldmiðilsstefnu verði rætt af festu og raunsæi."

Síðan segir Þorgerður: "En „tabúin“ eru víða. Eitt af þeim er, að sumir vilja yfirhöfuð ekki ræða aðra möguleika en krónuna. Aðrir hins vegar, sem treysta því að upplýst umræða og fjölgun valkosta stuðli að aukinni velsæld, eiga óhikað að fylgja þeirri sannfæringu sinni eftir."

Og Þorgerður lýkur pistlinum með þessum orðum: "Þess vegna var þetta ágætt innlegg hjá Framsókn þar sem bæði kostir og gallar einhliða upptöku Kanadadollars voru dregnir fram á þessu málþingi. Sjálf hallast ég að þeirri röksemdafærslu að skynsamlegra sé að horfa til þeirra svæða sem við eigum mestra hagsmuna að gæta í viðskiptum sem öðru. Einnig viðurkenni ég að ég hefði gjarnan viljað sjá Framsókn opna gættina að fleiri valkostum og gjaldmiðlum eins og Evrunni. En það mega líka aðrir flokkar gera eins og minn eigin. Vissulega vitum við að mikilvægt er að ná tökum sem fyrst á ríkissfjármálum og auka aga á þeim vettvangi til langs tíma. Það útilokar hins vegar ekki umræðu innan stjórnmálaflokkanna um hvert stefni til næstu ára og áratuga á sviði gjaldmiðilsmála.

Í endurreisnarskýrslu Sjálfstæðisflokksins var sett fram margvísleg gagnrýni. Ein var sú að flokkurinn hefði hikað við að ræða eldfim málefni innan flokksins eins og myntina og peningamálastefnu. Þótt margt hafi breyst frá útgáfu skýrslunnar þá er ástæða til að hafa þessa gagnrýni í huga." 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þorgerður Katrín heldur greinilega að hún eigi en einhverja möguleika á að spila handbolta í Þýskalandi.En hún hefur ekki´komið með skýringu á því af hverju ESB laug því að íslendingum áður en Ísland sótti um að svokallaður samningur yrði kominn á borðið og hægt yrði að kjósa um hann einu og hálfu áru eftir að sótt væri um.ESB kom þessum skilaboðum til íslendinga meðal annars i gegnum Þorgerði Katrínu.Nú eru að verða kominn eitt og hálft ár frá því sótt var um og ESB kemur í veg fyrir að íslendingar fái að kjósa með því að mæta ekki að "samningaborðinu" nema endrum og eins.Hvenær þóknast Þorgerði og ESB að láta kjósa.Sem betur fer sjá flestir í gegnum leikaragang Þorgerðar og ESB.Niður með kúlulán sem fólk þarf síðan ekki að borga.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2012 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband