Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Ísfold: Hvernig fer þetta saman?

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar góðan pistil á Eyjuna um gjaldmiðilsmál og segir:

"Andstæðingar ESB vilja alls ekki ganga í ESB og taka upp evru því þá telja þeir að við missum fullveldið og sjálfstæðið. Sami hópur myndi líklega ekki telja Finnland, Þýskaland, Pólland eða Írland ósjálfstætt eða ekki fullvalda, enda taka þeir þátt í að móta ákvarðanir innan ESB ólíkt okkur, en ok.

Þessi sami hópur og hefur áhyggjur af framsali á valdi okkar til erlendra aðila, en vill nú ólmur taka upp einhliða mynt annars ríkis og þannig framselja fjárhagslega sjálfstæði okkar til ríkis sem við höfum ekkert samráð við að öðru leiti en að eiga í 0,5% af viðskiptum okkar við.

Þar sem við eigum ekkert borð til að setjast við til að ræða málin, þar væri enginn stóll með okkar nafni á, bara mögulega einhver embættismaður sem tæki símann þegar hann hefði ekkert annað að gera.

Hvernig í ósköpunum fer þetta saman?"

Góðir punktar hjá Bryndísi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Málflutningur ESB er allur á sömu nótunum.Það þykist ekki skilja að íslendinga rskuli sjá að hagnaðurinn af því að ganga í ESB- framtíðarríkið er minni en engin fyrir Ísland þegar framtíðin er höfð í huga.ESB er að vitna í Þýskaland. Pólland og hitt og þetta ríkið, Kýpur, Serbíu.Hroki og yfirgangur ESB í áróðri sínum á sér lítil takmörk.Ryðjast hér inn með áróðursskrifstofu, þótt ESB sé mætavel kunnugt um að 70% íslensku þjóðarinnar séu andvíg inngöngu.OG ESB samtökin veifa hverju sem er.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2012 kl. 20:41

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru miklir breytingartímar núna í fjármálakerfi heimsins.

Þegar einstaklingar og þjóðir lenda í óréttlátum banka/verðbréfa-hamförum núna, þá er engum fyllilega ljóst hvað er raunverulega í gangi.

Verðbréfabraskið og tæknin eru að mætast á mjög erfiðan og harkalegan hátt. Eðlilega eru þessir pólar eldfimir.

Við erum öll sammála um að vilja frið í heiminum, (það er að segja ef við erum siðferðislega heilbrigð).

Það er mikilvægt að allir fái heiðarlega fræðslu um þessi mál, frá einhverjum sem ekki er einungis að gæta réttar einhverra sérhagmuna-svikasamtaka, heldur heildarinnar í heims-samfélaginu.

Við erum öll áhrifagjörn og mannleg, og það vita stjórnendur sérhagsmuna-samtakanna, bæði hér á landi og um allan heim.

Opin og heiðarleg rökræðu-umræða er víst eina farsæla leiðin að velferð allra. Þá er ég að tala um alla heimsbúa, en ekki bara þá sem eru í einhverri svokallaðri "friðar-heimsklíku".

Þegar ég finn minn vanmátt til að útskýra, eins og ég finn núna, þá bið ég alheimsgóða orkuljósið að hjálpa mér við útskýringarnar.

Það er ekki í mannlegu valdi einu saman, að leiða heims-mannskepnu-hjörðina að sáttaborðinu réttláta og friðsamlega.

Ég bið alla góða vætti um heimsfrið. Ég fer fram á mikið, og veit að það er ekkert falskra-peninga-viðskipta-klíkubandalag til, sem getur leyst þetta stóra heimsvandamál.

Guðinn kærleiksríki og óháði blessi heiminn, og hjálpi okkur öllum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.3.2012 kl. 20:42

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB virðist hafna því að 93% fólks á jörðinni hefur ekki áhuga á að ganga í ESB og telur að framtíð sinni sé betur borgið utan Þessa framtíðar-Stórríkis gömlu nýlenduveldanna sem öllu munu ráða þar í framtíðinni, þótt nú sé sunginn sá söngur að réttur smáþjóðanna sé virtur.Eru allir búnir að gleyma Sovétríkjunum og Austur- Evrópu og Stór-Evrópu Hitlers, sem stöðugt talaði um frið.ESB lýgur blákalt og það hefur komið í ljós síðustu mánuði hver réttur smáþjóðarinnar Grikklands er.Og áríðursklíka ESB þufti ekki að fara langt til að læra.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2012 kl. 20:51

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nýjasta afrek ERSB í poti sínu við að komast að N-Íshafinu er samningur sem ESB gerði en lætur líta svo út að gamla nýlenduveldið Frakkland hafi gert hann, við Ísland um samstarf rannsókna á norðurslóðum.Hefði ekki verið gáfulegra að gera slíkan samning við þær þjóðir sem búa á norðurslóðum.Frakkland er ekkert tengt norðurslóðum á annan hátt en þann að reyna að hafa þar áhrif til hagsbóta fyrir sig og ESB.Bellibrögð þessara gömlu nýlenduvelda skína allsstaðar í gegn.Nei við áróðursmaskínu ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2012 kl. 21:01

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Það er bara Evrópulönd sem eru gjaldgeng í Evrópusambandið. Önnur lönd stofna önnur efnahagsbandalög saman.

Hérna er listi yfir nokkur þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi.

http://en.wikipedia.org/wiki/Economic_union#List_of_economic_unions

Jón Frímann Jónsson, 7.3.2012 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband