Leita í fréttum mbl.is

Þakklæti?

KrónaMerkilegt er að lesa hvað sumum aðilum er tamt að halda því fram að krónunni "hafi verið leyft að falla" haustið 2008. Þetta birtist meðal annar í grein í Morgunblaðinu í gær, þar sem bandarískur hagfræðingur (í grein á vef Al Jazeera) skýtur hugmyndina um Kanadadollar á bólakaf.

Sá heitir Dean Baker og vangaveltur hans eru meðal annars eitthvað á þessa leið: "Eigin gjaldmiðill hafi gert landinu kleift að koma á mestum hluta þeirra aðlögunar sem hafi verið nauðsynleg í kjölfar hrunsins með því að leyfa íslensku krónunni að falla gagnvart helstu viðskiptaþjóðunum og stuðla þannig að minni innflutningi og auknum útflutningi."

Leyfði einhver íslensku krónunni að falla? Nei, hún féll eins og steinn!

Og aukaverkanirnar af þessu voru skelfilegar fyrir heimilin og þau fyrirtæki í landinu, sem ekki moka inn peningum vegna útflutnings! Með visitölutengingum, verðtrygginu, stökkbreytinga lána, gjaldþrotum fyrirtækja og svo framvegis!

Er það þetta sem við eigum að vera svo þakklát fyrir?

Ps. Þar að auki er gjaldmiðillinn í höftum og ekki nothæfur í alþjóðlegum viðskiptum, enda víða hreinlega ekki skráður á gjaldeyristöflur.

Við eigum að sjálfsögðu að vera þakklát fyrir það líka!

(Leturbreyting, ES-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB heldur áfram áróðri sínum um að Ísland verði að ganga í ESB ef það eigi sér lífsvon.Þetta er vitaskuld ekkert annað en áróður sem settur er fran í þeim tilgangi að ESB komist að auðlindum Íslands og komist í aðstöðu til að hafa áhrif á norðurslóðum.ESB gerir stöðugt lítið úr íslenskri krónu sem og gefur í skyn að evra ESB með inngöngu þangað sé eina lausn fyrir Ísland til að halda tórunni.Þetta sagði ESB líka við Grikkland á sínum tíma.ESB lýgur því líka upp að ekkert ríki geti notast við annan gjaldmiðil en eigin.Það er rangt, mörg ríki nota annan gjaldmiðil en sinn eigin.En með málflutningi sínum viðurkennir ESB að það sé ríki með eigin gjaldmiðil,þótt einhverjir séu en að þrjóskast við að taka hann upp,þá munu þau ríki verða knúin til þess, eða yfirgefa ESB ella.Nei við kúgun og lygum ESB.

Sigurgeir Jónsson, 8.3.2012 kl. 06:37

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það var enginn sem leyfði krónunni að falla.

Seðlabankinn remdist einsog rjúpa við staur til að halda gegninu uppi.

Davíð Oddson reyndi að festa evruna í 170kr eftir hrunið. Það dugði í einn dag. Vinir Davíðs með rétta flokkskireynið keyptu gríðarlega mikinn gjaldeyri þennan dag og "beilaði á Íslandi"  ... með örðum orðum.  Hlupu frá krónunni á augabragði.

En almenningur situr eftir með þessa óhæfu mynt.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2012 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband