Leita í fréttum mbl.is

ESB og sjávarútvegsmál: Ekki nauðynlegt að bíða eftir endurskoðun á stefnu ESB

"Íslendingar þurfa ekki að bíða eftir því að Evrópusambandið ljúki endurskoðun á fiskveiðistefnu sinni, áður en hægt er að taka fiskveiðikaflann til skoðunar í aðildarviðræðum.

Þetta kemur fram í svari Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, til blaðamanns Morgunblaðsins. Þegar spurt er hvort það sé raunhæft að gera ráð fyrir því að aðildarviðræðum verði lokið áður en gengið verður til þingkosninga næsta vor, árið 2013, segist Füle ekki vilja áætla fyrirfram hversu langan tíma aðildarviðræðurnar muni taka. Mikilvægara sé að horfa á að viðræðurnar verði báðum í hag."

Þannig byrjar frétt á Mbl.is í gær. Það er löngu vitað að kaflinn um sjávarútvegsmál er sá kafli sem er mikilvægastur fyrir okkur Íslendingaí sambandi við ESB-málið. Kannski líka sá mest spennandi.

ESB-málið er spennandi! Það gefur þjóðmálaumræðu Íslands aukið líf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

ESB málið er algjör sóun á orku sem væri betur varið í annað og fjármunum. Nei og aftur nei við ESB aðild slíta viðræðum strax!

Örn Ægir Reynisson, 9.3.2012 kl. 23:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við andstæðingar munum gera allt til að stoppa þetta aðildarferli, sem aldrei hefði náð fram að ganga,ef þjóðin hefði ekki verið slegin við hrunið. Erum að ná vopnum okkar aftur,sem verða notuð til að bjarga þjóðinni frá Evrópu-sovétinu.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2012 kl. 00:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU stöðu og STOFNSÁTTMÁLAR ESB og því er EKKI hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, nema með samþykki ALLRA aðildarríkja."

Þorsteinn Briem, 10.3.2012 kl. 00:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstæðingar Evrópusambandsins.

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 10.3.2012 kl. 00:11

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Steini og félagar í ESB trúðssöfnuði: Þótt ESB sé húfreyjan á ykkar heimilum og hlusti ekki á ruglið í ykkur frekar en aðrir Þá mun svo aldrei verða á íslenskum heimilum.Í síðasta lagi um næstu kosningar verður ESB Samfylkingartrúðum sparkað fyrir fullt og allt úr embættum á vegum ríkissins! Og dregnir fyrir dómstóla fyrir landráð

Örn Ægir Reynisson, 10.3.2012 kl. 10:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja EKKI að við Íslendingar kjósum um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu?!

TELDU ÞÁ NÚ UPP FYRIR MIG.


Hér hefur MARGOFT komið fram að ég er ekki í stjórnmálaflokki og mín vegna máttu úthúða hverjum sem er, þar á meðal eiginkonu þinni og afa, sem er vonandi ekki jafn hundfúll og arfaleiðinlegur og þú, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 10.3.2012 kl. 10:59

7 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

ESB trúboðar, þið sem lifið og hrærist í ruglinu. Getið þið ímyndað ykkar hvað þessi ESB áróður er orðin þreytandi þessi ófögnuður er búin að dunja á þjóðini síðan fyrir 1999 þegar Evrópusambandið beindi þeim tilmælum til Íslenskra stjórnvalda að einkavæða ríkisbankana, Síðan þegar efnahagsböðlar Evrópusambandsins komu með fulla vasa af lánsfé frá Evrópu og keyptu upp alla fjölmiðla og fyrirtæki jókst áróðurinn í veldum. Samhliða þessum ósköpum var ESB sinnuðum starfsmönnum raðað niður á ríkisútvarpið og landráð undirbúin af Samfylkingu og forystu Vinstri Grænna og síðan á síðustu metrunum og í örvæntingu er áróðurinn aukinn með nokkur hundruð milljóna framlagi frá Brussel greitt af skattpíndum íbúum Evrópusambandsins sem er að hrynja innanfrá í útþenslu sinni.Ljósu punktarnir í þessu öllu saman er að þetta ahjúpast jafnharðan og líkurnar á að þjóðin láti lokka sig til inngöngu minnka í öfugu hlutfalli við áróðurinn.Þannig að okkur Sjalfstæðissinnum verður líklega vel skemmt í restina.

Örn Ægir Reynisson, 10.3.2012 kl. 16:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn
einkaVINAvæddu Búnaðarbankann og Landsbankann.

Í Evrópusambandinu eru bæði einkareknir og ríkisreknir bankar.

Þorsteinn Briem, 10.3.2012 kl. 19:24

9 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

ESB Samfylkingin ESB Halldór og Finnur Framsókn og ESB

Vinstri Grænir voru á móti reglum um dreifða eignaraðild til að Efnahagsböðlar Evrópusambandsins gætu keypt upp efnahagslíf landsins með lánsfé frá Evrópu og reynt að gera landið gjaldþrota til að auðvelda innlimun í ESB!

Örn Ægir Reynisson, 10.3.2012 kl. 20:14

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 10.3.2012 kl. 20:46

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsætisráðherra Íslands árið 2002 var Davíð Oddsson.

Þorsteinn Briem, 10.3.2012 kl. 20:58

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Örn Ægir. Hvaða bull er þetta með að ESB hafi gert krjöfu um einkavæðingu bankanna. Það hefur ESB aldrei gert. Það er fullkomlega löglegt að vera með ríkisbanka í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 10.3.2012 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband