Leita í fréttum mbl.is

Talar Illugi krónuna UPP? Heitur fyrir tvíhliða upptöku Kanadadollars!

Á MBL.is stendur: "Ummæli æðstu ráðamanna veikja stöðu krónunnar og þeir tala þannig um hana að það sé ekki hægt að nota hana til frambúðar. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag, en þar er nú rætt um störf þingsins.

„Það er ástæða fyrir okkur þingmenn að hafa nokkrar áhyggjur af því að helstu ráðamenn tali þannig um krónuna að það muni ekki vera hægt að nota íslenska krónu til frambúðar.“ sagði Illugi og sagðist þar meðal annars eiga við forsætisráðherra."

Ritari sá Illuga í pontu á Alþingi tala í gær eða fyrradag um einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Er það að tala krónuna UPP? 

Í Viðskiptablaðinu þann 10.3 stóð: "Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skyldu íslenskra stjórnvalda að athuga hvort vilji sé fyrir því að fara í tvíhliða upptöku Kanadadollars í ljósi atburða síðustu daga."

Tvíhliða upptaka? Á Kanada þá að taka upp íslensku krónuna?

Gengismálin eru í "messi" !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband