Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Þ. Stephensen um HAFTAKRÓNUNA í FRBL

Ólafur StephensenUmræðan um gjaldmiðilsmálin er gríðarleg! Kannski ekki skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að "gjörgæslumeðferð" íslensku krónunnar hefur bara verið aukin!

Í Fréttablaðinu í dag er leiðari eftir Ólaf Þ. Stephensen, undir fyrirsögninni Haftakrónan. Þar segir Ólafur meðal annars:

"Engum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg.

Íslenzka krónan er ekki nothæfur gjaldmiðill á frjálsum markaði. Án hafta fellur hún eins og steinn. Það er orðið tímabært að reyna að skapa einhverja samstöðu um að horfast í augu við þá staðreynd.

Umræðan um gjaldmiðilsmálin er annars einkennileg. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að það sem helzt ógnaði stöðugleika og hagfelldri þróun efnahagsmála á Íslandi væri krónan. Framtíðarskipan gjaldmiðilsmála skipti öllu máli um það hvort tækist að tryggja kaupmátt launa, viðunandi vaxtastig og atvinnutækifæri. Forsætisráðherrann talaði fyrir þeirri skýru stefnu síns flokks að stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu.

Þetta gagnrýndu stjórnarandstöðuþingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skammaði forsætisráðherrann fyrir að tala niður krónuna. Sjálfur nýbúinn að halda ráðstefnu um hugsanlega upptöku Kanadadollars í stað hennar. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og sagði yfirlýsingar ráðamanna veikja krónuna. Hann hefur sjálfur margoft látið í ljós efasemdir um að búandi sé við krónuna til framtíðar.

Flestir hugsandi stjórnmálamenn átta sig nefnilega á því að krónan er ónýt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta er ekki rétt sem Ólafur segir: "Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg."

Vegna þess að þetta voru engar glufur eða göt hét Seðlabankinn og Alþingi þessari leið opinni hingað til.

Þegar ég spurði þingmenn og starfsmenn Seðlabankans út í allar þessar lögfestu ívilnanir og undanþágur, sem eru búnar að vera frá því höftin voru sett, þá sögðu þeir að þetta væri nauðsynlegt til að róa fjárfesta og að krónan og hagkerfið myndu hrynja ef þeim væri lokað.

Nú hafa þeir greinilega skipt um skoðun.

Lúðvík Júlíusson, 14.3.2012 kl. 09:31

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi grein Ólafs afhjúpar þekkingarleysi hans um efnahagsmál og við að lesa þetta bull hans koma upp þau tímabil þar sem maður efast um að það sé í lagi með hann...........

Jóhann Elíasson, 14.3.2012 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband