14.3.2012 | 09:10
Ólafur Þ. Stephensen um HAFTAKRÓNUNA í FRBL
Umræðan um gjaldmiðilsmálin er gríðarleg! Kannski ekki skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að "gjörgæslumeðferð" íslensku krónunnar hefur bara verið aukin!
Í Fréttablaðinu í dag er leiðari eftir Ólaf Þ. Stephensen, undir fyrirsögninni Haftakrónan. Þar segir Ólafur meðal annars:
"Engum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg.
Íslenzka krónan er ekki nothæfur gjaldmiðill á frjálsum markaði. Án hafta fellur hún eins og steinn. Það er orðið tímabært að reyna að skapa einhverja samstöðu um að horfast í augu við þá staðreynd.
Umræðan um gjaldmiðilsmálin er annars einkennileg. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að það sem helzt ógnaði stöðugleika og hagfelldri þróun efnahagsmála á Íslandi væri krónan. Framtíðarskipan gjaldmiðilsmála skipti öllu máli um það hvort tækist að tryggja kaupmátt launa, viðunandi vaxtastig og atvinnutækifæri. Forsætisráðherrann talaði fyrir þeirri skýru stefnu síns flokks að stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu.
Þetta gagnrýndu stjórnarandstöðuþingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skammaði forsætisráðherrann fyrir að tala niður krónuna. Sjálfur nýbúinn að halda ráðstefnu um hugsanlega upptöku Kanadadollars í stað hennar. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og sagði yfirlýsingar ráðamanna veikja krónuna. Hann hefur sjálfur margoft látið í ljós efasemdir um að búandi sé við krónuna til framtíðar.
Flestir hugsandi stjórnmálamenn átta sig nefnilega á því að krónan er ónýt."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta er ekki rétt sem Ólafur segir: "Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg."
Vegna þess að þetta voru engar glufur eða göt hét Seðlabankinn og Alþingi þessari leið opinni hingað til.
Þegar ég spurði þingmenn og starfsmenn Seðlabankans út í allar þessar lögfestu ívilnanir og undanþágur, sem eru búnar að vera frá því höftin voru sett, þá sögðu þeir að þetta væri nauðsynlegt til að róa fjárfesta og að krónan og hagkerfið myndu hrynja ef þeim væri lokað.
Nú hafa þeir greinilega skipt um skoðun.
Lúðvík Júlíusson, 14.3.2012 kl. 09:31
Þessi grein Ólafs afhjúpar þekkingarleysi hans um efnahagsmál og við að lesa þetta bull hans koma upp þau tímabil þar sem maður efast um að það sé í lagi með hann...........
Jóhann Elíasson, 14.3.2012 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.