Leita í fréttum mbl.is

Enn meira um gjaldmiđilsmál - greining í FRBL

Magnús Halldórsson, ritstjóri viđskiptafrétta Fréttablađsins, skrifar áhugaverđa greiningu á gjaldmiđilsmálum íslensku ţjóđarinnar, en fátt er nú meira rćtt (nema ef vera skyldi Landsdóms-máliđ). Grein Magnúsar hefst međ ţessum orđum:

"Allt frá hruni fjármálakerfisins og krónunnar hefur veriđ ljóst ađ hér vćri neyđarástand vegna ţess ađ ađilar á alţjóđamarkađi í heiminum misstu tiltrú á krónunni sem gjaldmiđli. Peningastefna landsins hefur af ţessum sökum veriđ í uppnámi.
Vegna ţessarar stöđu hefur ekkert annađ veriđ hćgt ađ gera en ađ halda uppi fölsku markađsgengi krónunnar međ gjaldeyrishöftum. Ţau eru risastórt inngrip í eđlilegt viđskiptalíf og fjármálakerfi. Ţau draga úr trúverđugleika til skemmri tíma, en eyđa trúverđugleika til lengri tíma, hćgt og bítandi.

Hversu stórt er vandamáliđ sem er ástćđa haftanna nú nýlega voru hert?

Í krónum taliđ er ţađ um 1.000 milljarđar króna eđa sem nemur 66 prósent af árlegri landsframleiđslu, ađ međtalinni gjaldeyrisskuld ţrotabúanna. Til einföldunar, ţá er ţetta fé líklegt til ţess ađ fara úr landi, sérstaklega vegna ţess ađ hér er um fáa fjárfestingakosti ađ rćđa, ekki síst vegna ţess hve langan tíma tekur ađ byggja upp markađsbúskap eftir rugliđ á bóluárunum. Hagkerfiđ er kjaftfullt af krónum en fáum ávöxtunarmöguleikum, og ađstćđur til myndunar nýrrar eignabólu í einstökum eignaflokkum eru eins góđar og ţćr geta veriđ. Bólueinkennin eru ţegar farin ađ sjást á skuldabréfamarkađi og margt bendir til ţess ađ svipađ verđi upp á teningnum í fasteignum, einkum minni eignum á höfuđborgarsvćđinu.
Frá hruni hafa ţingmenn allra flokka vanmetiđ ţetta vandamál og hversu mikil tímasprengja ţađ er fyrir íslenska hagkerfiđ. Hvađ eftir annađ opinbera ţeir stefnuleysi sitt, rífast eins og börn á leikskóla, og neita ađ setjast niđur og loka sig af til ţess ađ reyna ađ leysa úr ţessari neyđarstöđu sem er uppi ţegar kemur ađ peningastefnu.
Ég held ađ meginţorra fólks sé alveg sama um flokkslínur ţegar ađ ţessu kemur og skođanakannanir benda einnig til ţess. Traust á Alţingi mćlist lítiđ sem ekkert ţessa dagana. Ţađ ćtti ađ vekja ţingmenn til umhugsunar um hvort forgangsröđ ţeirra kunni ađ vera röng og hvort ţeir kunni ađ hafa vanrćkt skyldur sínar viđ fólkiđ í landinu ţegar peningastefnan er annars vegar."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband