Leita í fréttum mbl.is

Tækifæri í ESB? Sláturfélag Suðurlands/Kjötvinnslan með útlfutningsleyfi á öllu EES-svæðinu!

Á vef Dagskrár (www.dfs.is) segir í frétt: "Sláturhús SS á Selfossi og Kjötvinnslan á Hvolsvelli hafa nú fengið útgefið starfsleyfi á grundvelli matvælareglugerðar ESB, sem tók gildi á Íslandi hinn 1. nóvember 2011. Þar með er öll starfsemi framleiðsludeilda SS skv. gildandi matvælareglugerð ESB og hefur í för með sér að heimilt er að dreifa og selja allar framleiðsluvörur félagsins á hinu Evrópska efnahagssvæði, sem skapar fjölmörg ný og spennandi tækifæri.

Sláturhúsið á Selfossi fékk leyfið útgefið hinn 1. febrúar 2012 í kjölfar skoðunar eftirlitsmanna MAST 17. janúar 2012 og Kjötvinnslan á Hvolsvelli hinn 13. mars sl. í kjölfar skoðunar MAST hinn, 29. febrúar sl. Selfoss var áður með ESB leyfi á afurðir úr hrossum og sauðfé og nú bættust afurðir úr nautgripum og svínum við. Hvolsvöllur fékk leyfi fyrir alla þætti starfseminnar." 

Getur verið að það felist mikil tækifæri fyrir íslenskan landbúnað á Evrópumarkaði? Hvað segja bændur nú?

(Leturbreyting, ES-bloggið) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ragna Birgisdóttir, 20.3.2012 kl. 12:29

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er skiljanlegt að ESB hafi vit til að skilja að íslenskar landbúnaðarafurðir eru og verða afbragðsvara sem eru lausar við það sem hrjáð hefur ESB landbúnaðarvörur og hefur leitt til þess að Rússar hafa stöðvað innflutning á búpeningi frá ESB.En að ætla að láta ESB stjórna því hvert Ísland flytur sínar framleiðsluvörur og hvaða samninga í verslun Ísland gerir við önnur ríki kemur að sjálfsögðu aldrei til greina.En ESB má þakka fyrir að fá íslenskar landbúnaðarvörur.Nei við inngöngu Ísland í ESB-stórríkið.

Sigurgeir Jónsson, 20.3.2012 kl. 12:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur héðan frá Íslandi á LANDBÚNAÐARVÖRUM til Evrópusambandslandanna, til að mynda lambakjöti og skyri, mun STÓRAUKAST þegar tollar falla þar niður á öllum íslenskum vörum við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 20.3.2012 kl. 13:22

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki langt þangað til búið verður að flytja út allt vinnandi fólk frá Íslandi, vegna þessa "frábæra" SS=Sláturfélags Sambandsins ESB.

Margir hlakka meira að segja til að losna við restina af vinnandi fólki frá Íslandi! Það er víst toppurinn á tilverunni, að verða landflótta-maður vegna EES-ESB-ruglsins.

Það er svívirðilegt hvernig ESB lýgur að almenningi og stjórnmálamönnum, blekkir og slátrar öllum lífsmöguleikum þar sem þessi spillingarklúbbur kemur nálægt. ESB er ekki hótinu skárri en svikastjórnsýslan á Íslandi er, og hefur alla tíð verið. Það er alveg ljóst.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2012 kl. 23:30

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ert með einhverjar heimildir til þess að bakka upp ruglið í þér anna?

Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband