Leita í fréttum mbl.is

Dögun vill klára samningarferlið við Evrópusambandið

dogun

Dögun, nýtt stjórnmálaafl, sem stofnað var á dögunum, vill að samningaviðræður við ESB verði kláraðar og þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í kjarnastefnu samtakanna á Fésbókinni:

" Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni." 

Þar með bætist Dögun í hóp þeirra sem vilja klára samningaferlið, en eins og þeir sem fylgjast með vita, þá er eitt helsta baráttumál NEI-sinna, að þjóðin fái ekki að greiða atkvæði um ESB-málið.

Dögun er velkomin í hóp þeirra sem vilja klára málið og leyfa þjóðinni að tala! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lygin; Nei-sinnar vildu kosningar um hvort sækja ætti um aðild.

Falsið; Aðild var aldrei nema aðlögun.

kvölin; Að uppgötva landa,sem fjanda. Far well fláráðar.

Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2012 kl. 13:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ágætt hjá ykkur hér á síðunni að vekja athygli á því, hvernig aðstandendur Dögunar, m.a. Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, hafa með þátttöku sinni í þessu nýja kosningabandalagi svikið stefnu sína um andstöðu við Esb-innlimun. Það er gott fyrir kjósendur að fá að vita, hvaða framboð þeir þurfi umfram allt að varast (Samfylkingu, "Dögun", "Bjarta framtíð" og allt Steingrímsliðið í VG).

Jón Valur Jensson, 25.3.2012 kl. 15:51

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Samfylkingar illgresi að spretta upp hér og þar,þau eru auðsjánleg og munu ekki skila tilætluðum árangri meiri hluti þjóðarinnar vill slíta viðræðum og hætta þessu kjaftæði!

Örn Ægir Reynisson, 25.3.2012 kl. 16:05

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hugsið ykkur það, Samfylkingin stjórnmálaflokkur sem fær fleiri hundruð milljónir frá skattgreiðendum framkvæmdastjóri þess flokks tók þátt í stöðutökum gegn krónunni með efnahagsböðlum Evrópusambndsins og munu þeir hafa grætt nokkur hundruð milljónir samkvæmt fréttum!Niður með þettað spillingarger eyða þessari óværu úr Íslenskum stjórnmálum!!!

Örn Ægir Reynisson, 25.3.2012 kl. 16:10

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Dæmi um siðblindu og ósannindi utanríkisráðherra fyrir Landsdómi: Aldrei heyrt um krosseignatengsl

Pétur H. Blöndal Þetta er ótrúlegt!

Ég hafði margrætt hugtakið krosseignarhald í Efnahags- og viðskiptanefnd þar sem Össur sat sem fulltrúi Samfylkingar og hafði nefnt það líka í ræðu á Alþingi. ... þann 1. mars 2005 hélt ég fund sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar um gagnkvæm eignatengsl í fyrirtækjum og félögum, með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins, Samtökum fjárfesta, Kauphöll Íslands og Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Þar fór ég í gegnum hættuna af gagnkvæmu eignarhaldi og krosseignarhaldi. Þá hélt ég fund 20. september 2007 þar sem efnahags- og skattanefnd, undir forustu minni, heimsótti Seðlabanka Íslands og fór í gegnum jöklabréfin sem ég sá sem mikla hættu í þjóðfélaginu. Þetta var löngu fyrir hrun.

Sjá: http://www.althingi.is/raeda/136/rad20090303T133931.html

Þetta sagði ég 2005: http://www.althingi.is/raeda/131/rad20050210T155710.html Valgerður Sverrisdóttir kannaðist þá við þessi sjónarmið mín í svari.

Össur vissi ekki um tengslin www.mbl.is „Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði hugtakið krosseignatengsl,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við vitnaleiðslu fyrir Landsdómi í dag um þekkingu sína á eignatengslum milli bankanna þegar erfiðleikar þeirra voru til umræðu um sumarið 2008.

Allt í plati siðareglur Samfylkingarinnar

Siðareglur Samfylkingarinnar lýsa grunngildum jafnaðarstefnunnar - frelsi, jafnrétti og samábyrgð - sem ráðherrum, þingmönnum, sveitarstjórnarfulltrúum og öðrum sem starfa í nafni Samfylkingarinnar ber að hafa í heiðri í störfum sínum. Siðareglum þessum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa fólk þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðislegum efnum. o

Við komum fram af heilindum og háttvísi í störfum okkar og virðum umbjóð- endur, samstarfsmenn og andstæðinga. o

Við gætum þess að afstaða okkar og ákvarðanir mótist ávallt af virðingu fyrir almannahagsmunum og að sem flestir hafi aðkomu að undirbúningi ákvarðana. o

Við höfum ávallt að leiðarljósi grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu og leggjum áherslu á gagnsæja og upplýsta ákvarðanatöku þar sem lögmæt og málefnaleg sjónarmið ráða afstöðu okkar. o

Við öxlum ábyrgð á verkum okkar og eflum þannig traust á jafnaðarstefnunni og þeim sem vinna að framgangi hennar. o

Við tökumst á við ágreining og viðurkennum að hann er eðlilegur hluti af samskiptum þar sem frjáls skoðanaskipti fara fram. o

Við tryggjum að fjölbreytileiki samfélagsins endurspeglist í stefnu og starfsháttum Samfylkingarinnar. Allir þeir sem aðhyllast grunngildi jafnaðarstefnunnar eiga rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri innan flokksins og fá umræðu um þau. o

Við gætum þess að allar upplýsingar um hagsmuni og hagsmunatengsl liggi fyrir í hverju máli og sjáum til þess að þær komist til allra hlutaðeigandi aðila. Við látum vita ef siðferðileg álitamál koma upp. o

Við virðum þagnarskyldu en tökum ekki þátt í að leyna verkum og upplýsingum sem varða almannahagsmuni . o

Við vinnum gegn samtryggingu stjórnmálamanna og greiðasemi vegna vináttuog hagsmunatengsla. Við beitum okkur gegn spillingu.Siðareglur Samfylkingarinnar | 2 o

Við þiggjum ekki gjafir eða fríðindi fráhagsmunaaðilum. o

Við gagnrýnum af sanngirni og með málefnalegum rökum, sýnum tillitssemi og leggum þannig okkar að mörkum til góðs og heilbrigðs starfsanda á stjórnmálasviðinu. o

Við kynnum og skýrum stefnu Samfylkingarinnar í þeim málum sem eru til umræðu hverju sinni og styðjumst í málflutningi okkar við þá stefnumótun sem unnin hefur verið á vettvangi flokksins. o

Við berum sameiginlega ábyrgð á framgangi og framkvæmd jafnaðarstefnunnar á Íslandi, stöndum vörð um gildi hennar og eflum þannig traust á jafnaðarstefnunni og þeim sem vinna að framgangi hennar. o

Við stuðlum að jákvæðum flokksanda og forðumst að aðhafast nokkuð sem getur orðið okkur sjálfum, kjósendum okkar eða Samfylkingunni til vanvirðu og álitshnekkis. o

Við förum eftir lögum og reglum flokksins í störfum okkar fyrir Samfylkinguna

Örn Ægir Reynisson, 25.3.2012 kl. 16:14

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Samfylkingin ESB landráðafylkingin algjörir loddarar!

Örn Ægir Reynisson, 25.3.2012 kl. 16:15

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB mun ekki takast að koma í veg fyrir að kosið verði um ESB aðild Íslands.Það verður að sjálfsögðu kosið um það í næstu Alþingiskosningum.Ef ESB tekst, sem allar líkur eru á, að koma í veg fyrir að íslendingar fái að kjósa um aðildina innan árs, verður það að sjálfsögðu í stefnuskrám þeirra flokka sem hafa hafnað aðild, að kosið verði strax eftir kosningar um aðildina.Lilja Mósesdóttir formaður dögunar hefur hingað til hafnað aðild.Lýst því yfir svo oft að það tæki daginn að telja það upp.Esb kætist af litlu, í áróðri sínum við að ljúga upp afsöðu formanns Dögunar, sem er í bara eins manns flokku í raun.Nei við lygaáróðri ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2012 kl. 17:13

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar ESB talar um að" klára málið" á það við að ESB ráði hvenær verði kosið.Halda á Íslandi eins og hundi í bandi þangað til ESB þóknast .Það mun ekki takast.Nei við tilburðum gömlu nýlenduveldanna og þrælahaldaranna, ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2012 kl. 17:17

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kominn er tími til að mótmæla lygaáróðri ESB obinberlega fyrir framan skrifstofur þess, og þótt fyrr hefði verið.Samstaða er allt sem þarf. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2012 kl. 17:20

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Undirritaður biður hér með Lilju Mósesdóttur afsökunur á því að hafa bendlað hana við það fyrirbrigði sem kallar sig dögun.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2012 kl. 17:22

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þar fyrir utan er þetta fyrirbrigði dögun án formanns eða neinnar forystu.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2012 kl. 17:24

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En ekki er annað sjáanlegt af litamerki flokksins en að Samtökin 78 stjórni flokknum.Hann versnar ekki við það.

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2012 kl. 17:27

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er þetta fyrirbrigði þá ekki örugglega systurflokkur Samfylkingarinnar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2012 kl. 17:31

14 Smámynd: Jónatan Karlsson

Athugasemdirnar eiga að mestu rétt á sér. Það lítur því út fyrir að heiðarlegur sjálfstæðismaður hafi ekki um annan kost að velja en Hægri Græna.

Jónatan Karlsson, 25.3.2012 kl. 17:44

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 18:54

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég mæli, miðað við núverandi stöðu, með Hægri grænum og Framsóknarflokknum fyrir fullveldissinnaða kjósendur. Margir munu þó eflaust kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en hann hefur reyndar marga galla og leiðtoga sem naumast er treystandi.

Jón Valur Jensson, 25.3.2012 kl. 19:27

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var lagið ekki hrifsað af Beethoven?

Það vantar ekki, að menn skreyti sig með ýmsu!

Jón Valur Jensson, 25.3.2012 kl. 20:15

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég finn smá titring innan NEI sinna.

Skiljanlega  :)

Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2012 kl. 23:01

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eruð þið orðnir einhverjir titringsmælar, strákar?

Jón Valur Jensson, 26.3.2012 kl. 02:12

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 26.3.2012 kl. 09:34

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sa hlær bezt, sem síðast hlær, Steini Briem.

Jón Valur Jensson, 26.3.2012 kl. 10:16

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Meira að segja Össur Skarphéðinsson er búinn að viðurkenna, að aðlögun sé í gangi.

Hvernig getur nokkur maður kosið Framsókn, meðan höfuð-ESB sinnin Halldór Ásgrímsson ræður þar og drottnar? Sigmundur Davíð er eins og krakki sem bíður eftir ESB-namminu sínu þegar hann þykist vera búinn að blekkja nógu marga til liðs við Framsóknar-ESB-Halldórs-stefnuna. Það hefur greinilega aldrei staðið til hjá Sigmundi Davíð, að hafna ESB í raun. Hann er gerður út af Halldóri, til að ljúga, rugla og hefta heiðarlegar og eðlilegar verklagsreglur! Það er þessi drengur búinn að sýna og sanna, svo ekki verðum um villst!

Eftir afhjúpandi atburði síðustu daga, er merkilegt að einhverjum detti ennþá í hug að þetta flokka-formanna-lið sé ekki allt í samráðsklíku-samstarfi við ESB? Stjórnarskrár-þvaðrið er ekki hugsað fyrir alþýðuna, heldur fyrir afsal lýðræðisins til ESB, og afsal frelsis til að fiska í landgrunninu. Það er alltaf að skýrast betur og betur.

ESB er ekki lýðræðis-bandalag, heldur einræðis-bandalag.

Það er ekki seinna vænna að sjá og skilja það!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.3.2012 kl. 11:45

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Anna

Þú ert að halda því fram að Sigmundur Davíð er ESB-sinni.

Þú nú meiri þjóðfélagsrýnirinn  :)

Sleggjan og Hvellurinn, 26.3.2012 kl. 13:06

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er til viðtengingarháttur í íslenzku!

Jón Valur Jensson, 26.3.2012 kl. 14:04

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er s í íslensku

Sleggjan og Hvellurinn, 26.3.2012 kl. 14:34

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég skrifa s, þar sem s á við, en þið virðizt ekki kunna að nota viðtengingarhátt, þar sem hann á við, hvað þá að nota zetu!

Jón Valur Jensson, 26.3.2012 kl. 15:43

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Setan var lögð niður 1973.

Sú staðreynd að þú berst við og villt ennþá nota zetuna... það er smá birtingarmynd hvernig þú hugsar.

Þú vilt ekki breyta neinu. Íhaldsamur í meira lagi. Mundir smellpassa í te boðshreyfinguna í USA... og værir pottþétt virkur þar ef þú værir kani.

En við unga fólkið viljum breytingar. Við segjum já við ESB. Já við nýrri stjórnarskrá. Já við nýju Íslandi.    Burt með gamla haftarkerfið og spilliguna... það tilheyrir gamla tímanum.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.3.2012 kl. 15:51

29 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Anna Sigríður. Getur þú útskýrt þetta með að Össur sé búinn að viðurkenna að aðlögun sé í gangi? Þá á ég við aðlögun að ESB vegna aðildarumsóknar okkar en ekki þá aðlögun að ESB reglum sem nauðsynlegar hafa verið vegna aðildar okkar að EES samningum

Staðreyndin er sú að það er engin aðlögun að ESB reglum í gangi vegna aðildarumsóknar okkar og hefur aldrei verið.

Sigurður M Grétarsson, 26.3.2012 kl. 18:22

30 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er spurning hvort menn séu orðnir "þroskaðir" þó ungir séu???

Svona til ykkar sleggjuhvellir...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.3.2012 kl. 23:55

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ALLS EKKI BANNAÐ AÐ NOTA ZETU! Hún er hið mesta þarfaþing, ekki sízt til að æfa skýra hugsun–––og RÖKHUGSUN–––eitthvað sem sumir þurfa á að halda!

Þið eruð alveg úti að aka, sleggjuhvellirnir, að halda að það sé framtíð í því fyrir unga fólkið og íslenzka þjóð að afsala öllu æðsta löggjafarvaldi til Evrópusambandsins og gefa sama Esbéinu alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu okkar milli 12 og 200 mílna! Hér er m.a.s. hægt að stórauka þorskveiðar og hafa enn meiri tekjur af greininni. Asnar einir myndu gefa þetta fjöregg okkar til Brusselvaldsins og stóru Esb-þjóðanna við Atlantshaf.

Jón Valur Jensson, 27.3.2012 kl. 02:20

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!

Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Þorsteinn Briem, 27.3.2012 kl. 09:13

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Þorsteinn Briem, 27.3.2012 kl. 09:18

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 27.3.2012 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband