26.3.2012 | 17:23
Umfjöllun um byggðastefnu ESB á RÚV - andstæðingar í þakið!
Þátturinn Landinn fjallaði um byggðastefnu ESB þann 25.mars s.l. og var það að mörgu leyti áhugaverð umfjöllun. Horfa má á innslagið hér.
Og þess var ekki lengi að bíða að andstæðingar ESB myndu rjúka í þakið yfir þessari umfjöllun. Fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands sakar t.d. RÚV um áróður á bloggi sínu.
Ekkert má nú! Allra síst að stuðla að opinni umræðu um ESB!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hér kemur svar ritstjóra Landans við skrifum Björns Bjarnasonar sem er líka svar við ásökunum um áróður eða keypta umfjöllun.
http://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=325037070885156&id=131508560238009
Í inngandi að greininni kemur fram að hann hafi ekki fengið þessa svargrein birta á Evrópuvaktinni þar sem aðdróttanirnar í hans garð birtust. Hann fékk sem sagt ekki að birta svargrein við aðdróttunum í hans garð á sama stgað og aðdróttirnar birtust. Svo eru þeir á Evrópuvaktinni að ásaka aðra um áróður í sínum miðlum.
Sigurður M Grétarsson, 26.3.2012 kl. 23:31
RÚV brýtur örugglega jafnræðisreglur, bæði stjórnarskrárinnar og Evrópusambandsins. Rúv er með meiri skatttekjur en Landhelgisgæzlan og Alþingi samanlögð! Samt er ekkert gert í því að taka þetta fjölmenna, hálaunaða lið af spenanum, ekki einu sinni að fækka rásum!
Síztir allra fara Esb-dindlar að beita sér gegn Rúv í bráð, af því að flestir fréttaumfjöllunarmenn Rúv eru (gjarnan bleikir eða rauðir og) Esb-sinnaðir!
Ætli þeir hafi þegir fríferðir til Brussel? Það er kominn tími til að athuga það mál.
Jón Valur Jensson, 27.3.2012 kl. 15:38
ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.
RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
• Aðlögun flotans.
• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
• Veiðistjórnun og öryggismál.
• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 27.3.2012 kl. 17:37
Hér reynir Steini Briem að freista sveitarstjórna í landinu, þvert gegn hagsmunum bænda og sjómanna og annarra sem byggja afkomu sína að meira eða minna leyti á þessum grunnatvinnuvegum: landbúnaði og sjávarútvegi.
Nú má búast við meira af slíku ginningarhjali Esb-innlimunarsinnaðra og auðvitað Evrópu[sambands-áróðurs]stofunnar. Kemur það þá til viðbótar ginningastarfsemi Brusselvaldsins með fríum lúxus-boðs- og "kynnis"-ferðum, m.a. fyrir sveitarstjórnamenn í landinu!
Og Evrópusambandið hefur staðfest (m.a. Esb-þingið um daginn), að það vilji fá Ísland inn. Þjóðin hefur aldrei beðið um neina aðlögun að þessu stórveldi, en henni er þó haldið áfram á sama tíma og mikill meirihluti landsmanna VILL EKKI GANGA Í EVRÓPUSAMBANDIÐ og hefur aldrei viljað allan tímann síðan Össur & Co. á Alþingi samþykktu sína ólöglegu þingsályktunartillögu um umsókn að Esb.
Jón Valur Jensson, 27.3.2012 kl. 20:32
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
Byggðamál:
"Er einboðið að sveitarfélögin gegni lykilhlutverki í viðræðum um byggðamál, enda verða hagsmunir sveitarfélaga og byggða ekki aðgreindir. Að mati meiri hlutans þarf að tryggja byggða-, umhverfis-, atvinnu-, og nýsköpunarstuðning til dreifðra byggða.
Allt frá því að stækkunarferli Evrópusambandsins hófst í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar hefur sambandið haft í forgrunni efnahagslega uppbyggingu á þeim svæðum aðildarríkjanna sem lakast standa efnahagslega.
Nú er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verði varið alls 350 milljörðum evra til málaflokksins.
Stærsti hluti þess fjár rennur til nýrra ríkja Evrópusambandsins í Austur-Evrópu sem lakast standa efnahagslega, auk Spánar, Portúgals, Grikklands og Möltu.
Auk þess eru verulegir fjármunir til ráðstöfunar í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins á tilteknum forsendum sem meðal annars mundu ná til Íslands að óbreyttum reglum.
Meiri hlutinn bendir á að Ísland hefur lagt sitt af mörkum í þessu efni allt frá gildistöku EES-samningsins með fjárframlögum í þróunarsjóð EFTA sem veitt hefur fjármagn til þessara sömu ríkja og svæða innan Evrópusambandsins.
Hins vegar hafa svæði á Íslandi í sambærilegri stöðu ekki notið aðgangs að slíku fjármagni með sama hætti."
Þorsteinn Briem, 27.3.2012 kl. 21:11
Hvergi minnist Steini hér á, að til þess að fá (eftir innlimun) styrki frá Esb. (sem við myndum hvort eð er skaffa þeim þangað með skattfé) yrði Ísland sjálft að leggja fram til hluta hér til viðbótar til styrktar við landbúnaðinn. Þetta minnir á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn: þykist veita lán, en gerir minnst af því sjálfur!
Jón Valur Jensson, 27.3.2012 kl. 21:58
Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.
"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."
"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.
Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."
[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]
Nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."
Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
En kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.
Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:
Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd
Þorsteinn Briem, 27.3.2012 kl. 22:13
Jón Valur. Það er svo sannarlega ekki minna um leigupenna meðal andstæðinga ESB heldur en stuðningsmanna og nægir þar að nefna Morgunblaðið sem er haldið uppi af útgerðarmönnum og öðrum andstæðingum ESB og verður uppi með einhliða áróður sem í fæstum tilfellum stenst nánari skoðum. Það sama má segja um Bændablaðið, Útvarp Sögu svo ekki sé talað um áróðurssíður eins og Evrópuvaktina og Heimssýn sem hafa reyndar þegið styrki til umfjöllunar um ESB sem Rúv hefur ekki gert.
Það er þvæla hjá þér að innganga í ESB sé gegn hagsmunum aðila í sjávarútvegi og landbúnaði enda flest sem bendir til þess að ESB aðild muni efla sjávarútveg hér á landi vegna niðurfellingar tolla á unnum fiskafurðum og fátt sem bendir til annars en að landbúnaður hér á landi muni geta blómstrað innan ESB.
Nánast allar skoðanakannanir upp á síðkastið hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill klára aðildarviðræður við ESB og greiða aktkvæði um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri því gegn vilja meirihluta þjóðarinnar að hætta viðræðuferlinu í stað þess að klára það.
Hvað varðar þá mjög svo þreyttu lygi ykkar E$SB andstæðinga um að við séum í aðlögunarfeli en ekki samningaferli við ESB þá væri ekki úr vegi að þið sem haldið slíku fram nefnið nokkrar lagasetningar til aðlögunar að ESB reglum sem settar hafa verið og var ekki nauðsynlegt að setja vegna aðildar okkar að EES samningm. Ég veit reyndar að þið getið ekki nefnt neitt slíkt því það hefur engin slík lagasetning átt sér stað öfugt við lygarnar í ykkur ESB andstæðingum.
Sigurður M Grétarsson, 27.3.2012 kl. 22:16
Vinnubrögð Morgunblaðs-blaðamanna hafa verið til fyrirmyndar, og beittir leiðarar það eru exquisite, ekkert minna. Leigupennahjal þitt um Moggann, Bændablaðið, Útvarp Sögu, Evrópuvaktina og Heimssýn sýnist mér bera vitni um paranoiu á allháu stigi, greyið mitt Sigurður, þótt ég sé ekki að dylgja um að þú sért neitt spítalamatur. En þú ert haldinn ekki minni meinloku en Moskvukommar hér á Íslandi langt fram eftir 20. öld.
Veiztu annars ekki af forskotinu sem stórveldið Evrópusambandið vill hafa hér með hundraða milljóna yfirburðum í auglýsingamennsku, eigi það að hafa séns á að véla Íslendinga inn í þetta yfirríki sem vill verða eiginlegt sambandsríki?
Svo ertu hér mótsagnakenndur í máli þínu. Ef þú heldur, að það sé "þvæla ... að innganga í ESB sé gegn hagsmunum aðila í sjávarútvegi og landbúnaði," af hverju telurðu þá LÍÚ og Bænasamtök Íslands berjast svona hart gegn innlimun?
Svo ertu hér í lokin farinn að trúa ævintýrasögum Össurar um að engin aðlögun sé í gangi!!! Eitt er víst, að í meira en tvö ár voru það ekki samningaviðræður. Og aðildarsamningurinn, ready-made að mestu, mun auðvitað hafa fullveldisafsal innmúrað og æðsta stjórn Esb. á okkar fiskveiðum og aðgangur fyrir hvaða sóða sem er á skipum Esb-þjóða til að svelgja hér í sig fisk með tímanum.
Greyið mitt, notaðu helgarnar í eitthvað þarfara en að skrökva fyrir Esb.
Jón Valur Jensson, 28.3.2012 kl. 01:19
Æi, ég var alveg orðinn tímavilltur á þessu :)
Jón Valur Jensson, 28.3.2012 kl. 01:21
...og beittir leiðarar ÞAR eru exquisite (frábærir að gæðum) ...
Jón Valur Jensson, 28.3.2012 kl. 01:23
Jón Valur. Það er engin mótsögn í mínu máli. Innganda í ESB stríðir gegn hagsmunum kvótagreifanna en ekki gegn hagsmunum fiskvinnslu í landi.
Umfjöllun Morgunblaðsins er langt frjá því að vera til fyrirmyndar. Þar fer fram mjög einhliða umfjöllun um ESB þar sem iðulega er farið rangt með staðreyndir og beitt blekkingum. Enn verri er umfjöllun Útvarps Sögu.
Þú afgreiðir þetta með hina meintu aðlögun að það séu ævintýrasögur hjá Össuri en getur samt ekki bent á nein dæmi um aðlögun. Þetta eru dæmigerð viðbrögð ykkar ESB andstæðinga sem hafið aldrei getað bent á neitt dæmi um slíkt. Þið virðist skáka í þvi skjóli að ef sama lyginn er sögð nógu oft þá fer fólk að trúa henni. Það er ekki hægt að álytka anna um þessa síendurteknu haugalygi ykkar.
Sigurður M Grétarsson, 28.3.2012 kl. 07:09
Jón Valur. Bara svona vegna seinust setningar þinnar í athugsemdinni frá 01;19. Þá minnir þetta á máltækið "margur heldur mig sig". Þú virðist ekki bara eyða helgunum í það heldur líka nóttinni að ljúga í þágu andstæðigna ESB.
Sigurður M Grétarsson, 28.3.2012 kl. 07:12
"Innganga í Esb." stríðir víst gegn hagsmunum bæði útgerðar og fiskvinnslu í landi.
Þú afneitar því, Sigurður, að hún stríði gegn fiskvinnslunnar, en virðist um leið játa því, að hún stríði gegn hagsmunum íslenzkra stórútgerða. Að þér finnist þetta síðarnefnda allt í lagi, sýnir hug þinn gagnvart landi og þjóð. Útgerðin hér gefur landinu um 18-20-falt meira í gjaldeyristekjur miðað við hvern starfsmann heldur en nokkur önnur atvinnugrein i landinu. Afleidd störf eru ennfremur gríðarlega mörg og gjöldin ekki bara til ríkissjóðs, heldur líka til hafnarsjóða og sveitarfélaganna, einkum gegnum tekjuskatt vel launaðra sjómanna, sem stuðla að mikilli neyzlu og veltu í sjávarplássum landsins.
Fari þessar aflaheimildir til erlendra útgerða, sem jafnvel geri hingað út verksmiðjuskip, sem afli öllum fiski á Spáni eða í öðrum Evrópulöndum, þá fáum við EKKERT út úr því, og því ert þú samþykkur með því að kjósa x Esb.!!!
Þú berð upp á mig lygar, ég bar upp á þig skrök, og miðað við alvöru máls þíns, þ.e. málefnaleysis þíns og andþjóðlegrar stefnu, þá sést nú hér, hvor okkar er orðvarari!
Jón Valur Jensson, 28.3.2012 kl. 14:19
Óvart urðu mistök í þessu, þar átti að standa
"Fari þessar aflaheimildir til erlendra útgerða, sem jafnvel geri hingað út verksmiðjuskip, sem LANDI öllum fiski á Spáni eða í öðrum Evrópulöndum ...
Jón Valur Jensson, 28.3.2012 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.