Leita í fréttum mbl.is

Noregur og EES - fyrirlestur

Á vef Já-Íslands stendur: "Síðastliðin 20 ár hafa Ísland og Noregur hagað þátttöku sínni í Evrópusamrunanum á sama hátt, þ. e. með aðild að EES-samningnum og Schengen samstarfinu, sem og með annars konar samningum við Evrópusambandið.

Í janúar sl. kynnti norska endurskoðunarnefndin um EES-samninginn skýrslu sína sem greinir áhrif samningsins á Noreg og hvernig hann hefur þróast á þessu tímabili. Prófessor Fredrik Sejersted var formaður nefndarinnar og professor Ulf Sverdrup framkvæmdastjóri hennar.

Á opnum fyrirlestri með Fredrik Sejersted og Ulf Sverdrup, á vegum Alþjóðamálastofnunar og norska sendiráðsins, munu meginniðurstöður skýrslunnar vera kynntar.

Fundurinn fer fram þriðjudaginn 27. mars, milli klukkan 12.30 og 13.30 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar."

Frétt á Stöð tvö, sem tengist þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB gengur nú ansi langt í áróðri sínum við að draga Ísland inn í ESB.Að halda því fram að Ísland og Noregur séu með svipaða stefnu gagnvart ESB er vægt til orða tekið ósannindi n en er í raun ekkert annað en lýgi.Ísland sækir um aðild að ESB eftir að Norðmenn hafa fellt aðild Noregs að ESB tvisvar og afskrifað aðild að ESB um alla framtíð, að séð verður.Nei við áróðri ESB og blekkingum.Og það varð ljóst í dag að ESB hefur tekist að koma í veg fyrir að íslendingar fái að kjósa um ESB aðild fyrir Alþingiskosningarnar 2013.Össur hefur talað.En það verður kosið um ESB aðild í Alþingiskosningunum.annað er óhjákvæmilegt.Búið er að fullreyna" samningaviðræður" viðESB.Það hefur verið ljóst í um ár að ESB ætlar ekki að leyfa íslendingum að kjósa um aðild fyrr en því sjálfu þóknast, sem enginn veit hvenær verður.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.3.2012 kl. 21:49

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Engin hætta er á, að ekki verði gengið þannig frá innan VG fyrir næstu Alþingiskosningar, að VG takist aftur að ljúga sig inn á þing með forystu sem svíkur aðal stefnumál flokksins.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 26.3.2012 kl. 21:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Norðmenn ætla EKKI að segja upp aðild Noregs að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar hafa lagt til síðastliðin ár að aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu verði sagt upp?!

Ísland og Noregur eru 70% í Evrópusambandinu, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞAR NOKKUR ÁHRIF.

Noregur er hins vegar OLÍURÍKI með sterkan gjaldmiðil en íslenska krónan er ENGAN VEGINN sterkur gjaldmiðill, enda eru hér GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 27.3.2012 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband