Leita í fréttum mbl.is

Eyjan: Evrópuvæðing í Noregi frá 1992

EyjanÍ frétt á Eyjunni stendur: "Evrópuvæðing Norðmanna hófst í raun og veru árið 1992 og hafa þeir alla tíð síðan verið í aðlögun að regluverki sambandsins, segir norskur sérfræðingur. Þótt Norðmenn séu alla jafna sáttir við EES samninginn eins og er, þá er lýðræðishallinn mun meiri utan sambandsins en innan þess.

Í fyrirlestri í Þjóðarbókhlöðunni í hádeginu þar sem Fredrik Sejersted fór yfir stöðu Evrópumála kom fram að Noregur hefur uppfyllt 75% af skilyrðum og lagagerðum Evrópusambandsins. Á sama tíma og aðild að sambandinu sé mjög umdeild, jafnvel litin hornauga, telji Norðmenn að EES samningurinn sé fínn. Sjersted er hingað kominn ásamt Ulf Sverdrup til að kynna niðurstöður nefndar um áhrif EES samningsins og samband Noregs og Evrópusambandsins."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fredrek Sejersted mælti ekki með því í fyrirlestrinum að Noregur gengi í ESB. Hann mælti ekki heldur með því að Ísland gengi í ESB.En áróðursmaskína ESB heldur að hún komist upp með að ljúga því upp að Sejersted hafi gefið eitthvað annað til kynna.Nei við ESB. Sitthvað er að vera með verslunarsamning við ESB eða ganga í sambandið.Þetta vita Norðmenn og hafna þess vegna ESB aðild eins og íslendingar. Nei við áróðri gamalla nýlenduvelda sem hafa rottað sig saman.

Sigurgeir Jónsson, 27.3.2012 kl. 20:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Noregur er ekki á hvínandi kúpunni eins og Sandgerði.

Þorsteinn Briem, 27.3.2012 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband