Leita í fréttum mbl.is

Andrés Pétursson um viðbrögð vegna opnunar Evrópustofu

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti grein í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fjallar um viðbrögð Björns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra (og annarra andstæðinga ESB), við opnun Evrópustofunnar. Andrés segir meðal annars:

"Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB.

Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eitt af áróðursbrögðum ESB er að halda því fram að þeir. sem vilja ekki ganga í ESB séu á móti vestrænni samvinnu.Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en lygiáróður sem er  í ætt við það sem tíðkaðist á timum Sovétríkjanna.Það er ESB til lítils sóma að ganga í björg kommúnismans til nauðga íslendingum inn í ESB. En allt er notað í örvæntingu ESB.Og ESB heldur fast við að koma í veg fyrir að íslendingar fái að greiða atkvæði um hvort þeir vilji inn í þetta ESB stórríki.Það eru að sjálfsögðu mannréttindi að fá að kjósa um slíkt.En Mannréttindi virðast lítils virði þegar ESB á í hlut.Þau eru ekki virt.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.4.2012 kl. 06:33

2 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Fyrirgefðu Sigurgeir, en lestu greinina, áður en ferð að ausa úr þér sleggjudómunum. Og bara til að leiðrétta þig, Íslendingar fá að kjósa um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir. Líka þú. það eru hinsvegar aðilar sem eru á sömu skoðun og þú, sem vilja draga málið til baka og þar með réttinn til þess að fá að kjósa um samninginn.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 3.4.2012 kl. 09:47

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til;Andrésar! Andrés minn,geðshræring ,,sumra,, Nei-sinna hefur varað frá því ákveðið var að sækja um ESB. Það voru uppi háværar kröfur þá um þjóðaratkvæðagreiðslu,sem var ekki virt viðlits. Á þeim tíma sem liðinn er,höfum við óbreyttir þurft að treysta á eina embættismann þjóðarinnar,sem hlustar á hana,smbr. Icesave og aðra kúgun af hálfu ESB. Það sem kemur þér á óvart er að vel gafnir menn,eins og Björn Bjarnason,skuli hafa tilfinningar og ríka réttlætiskennd,svona rétt eins aðrir. Ég varð klumsa er ég sá ,,Landann,, þú kallar þetta fréttaskýringarþátt, yfirvegaðan. Hann var yfirþyrmandi, með væntingar um peningastyrki,,ef þú aðeins fellur fram og tilbiður mig,,. Hvað er þetta annað en misbeyting á miðli þjóðarinnar. Að síðustu,ykkur bar að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina,Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2012 kl. 12:17

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú er ég alls ekkert á móti ESB. Hef mikil og góð samskipti við aðla á svæðinu. Það þýðir ekki að vilja samþykkja inngöngu í ESB. Það sem mér finnst aumast er að rökstuðningurinn fyrir aðild, er svo slappur að stuðningsmönnum ESB hérlendis fækkar dag frá degi. Eins og margir var ég alveg opinn fyrir að heyra rök og gagnrök, en þegar rökstuðningu kom ekki heldur samfylkingarmuldur , þá sannfærðist maður aðeins meira að við hefðum ekkert inn að gera.

Helga tek undir með þér. 

Sigurður Þorsteinsson, 3.4.2012 kl. 14:38

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var hlálegt að sjá þennan Andrés Pétursson, sem hefur verið 100% eindreginn og harður talsmann þess um langt árabil, að Ísland renni inn í Evrópusambandið, skrifa í sitt Esb-Fréttablað: "Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér ..."!!! Heyr á endemi, sá þykist geta hvítþvegið sig af því síðarnefnda og mætt í dyrunum hjá öllum landsmönnum í sauðargæru hins hlutlausa!!!!

Svo réttlætir hann gersamlega þessi óviðurkvæmilegu inngrip í innlend málefni, sem Evrópusambandið hefur gert sig sekt um með þessu 230 millj. kr. áróðursbatteríi sínu og jafnvel með því að senda s.k. sendiherra sinn, Timo Summa, í predikunar- og áróðursferðir út um land, þvert gegn skyldum sendiherra!*

Efast einhver um, að Evrópusambandið ætlar sér að ná okkur inn?

Ég tek einnig undir mótmæli manna hér og víðar gegn þessari grófu misnotkun á vinsælum þætti, 'Landanum', í þágu áróðursviðleitni Esb-sinna.

* Hér er fróðleg samantekt um þessi ólöglegu afskipti sendiherrans: Tómas Ingi Olrich: Summa diplómatískra lasta (grein opin öllum að lesa).

Jón Valur Jensson, 3.4.2012 kl. 14:40

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

NEI sinnar tala um að með inngöngu í ESB mun skapa helvíti á jörð á Íslandi.

Ef það verður svona slæmt einsog þeir segja.... þá mun þjóðin aldrei kjósa JÁ við ESB.

sama hvort evrópustofa er starfandi eða ekki.

Við hvað eru NEI sinnar hræddir?

Halda þeir að þjóðin sé heimsk?

eða er ESB aðild ekkert svo slæmt?

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 15:00

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það verður nú erfitt að segja ;"ef það verður svo slæmt sem helvíti á jörð" (sem ég hef hvergi séð skrifað),er tómt mál að tala um, að þá muni þjóðin aldrei kjósa já við ESB. Enginn fer með reynsluna inn. Ég segi fyrir mig,ef vænd er um hræðslu,þá snýr hún að leynilegum og ósvífnum aðgerðum ríksstjórnarinnar.Það hefur kennt mér að treysta aldrei neinu,sem hún lofar,hún brýtur allt lýgur öllu til þess eins að troða þjóðinni í fallandi bandalag. Það eru svo margir búnir að segja það aftur og aftur>Össur lét fólkið halda að um aðildarumsókn væri að ræða,meðan laumast er í upptökur reglugerða,sem ættu ekki að hefjast fyrr og ef þjóðin samþykkir. Bara að ég gæti látið einhver góð orð falla, en hvað ætti það að vera? Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2012 kl. 16:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að hafa þar nokkur áhrif!!!

Og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja að Ísland segi upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Þorsteinn Briem, 3.4.2012 kl. 17:43

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver er þessi Andrés Pétursson eiginlega, og fyrir hverja er hann að vinna?

Ég myndi ekki sakna bankamafíu-"fjór-frelsisins" innan EES, sem verndaði og skapaði skilyrðin fyrir stjórnlausu peningaflæðis-bankaránin, sem varð orsök að hruni Íslands, og eyðileggingu á lífsskilyrðum í landinu fyrir alþýðuna.

Það var farið mjög illa með alþýðuna fyrir inngöngu í EES, en sú illa meðferð versnaði gríðarlega mikið við inngöngu í EES.

Afleiðingarnar eru sundraðar fjölskyldur, sem eiga í raun að vera hornsteinar hvers samfélags.

Finnst þessum Andrési Péturssyni þetta bara allt í lagi? Fær hann borgað fyrir að selja okkur sem þræla til fallandi svikabankaráns-veldis EES-ESB?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2012 kl. 22:24

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

EES hefur bætt lífskjör okkar gríðarlega.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 22:56

11 Smámynd: Kristinn D Gissurarson

Grein Andrésar er fremur hófstillt eins og hans er von og vísa. Nokkur orð um efni greinarinnar:

Það sem helst vantaði í umfjöllun Landans er sú staðreynd að við munum alltaf borga meira til ESB en það sem við fáum til baka í formi námsstyrkja, nýsköpunarstyrkja, landsbyggðarstyrkja og svo mætti lengi telja. Ástæðan er sú að við erum ríkari, ef það er hægt að nota það orð, en flest ríki ESB.

Þar fyrir utan virtist mér umfjöllun Landans gildishlaðin, ESB sinnum í hag. Engu var logið en umfjöllunin sett þannig fram að aðeins hálfur sannleikurinn kom fram.

Hvað Evrópustofu varðar verð ég nú að lýsa þeirri skoðun minni að þar er á ferðinni skrýtið fyrirbæri. Það sem kemur fram frá þeirri stofnun á fésbókinni er eins langt frá alvöru upplýsingamiðlun og hugsast getur.

Nokkur atriði sem mig langar til að spyrja þig að, Andrés og fá þína sýn á.

Af hverju taka aðildarviðræður Íslendina mun lengri tíma en hjá Norðmönnum um árið? Getur hugsast að aðilar vilji stjórna tímasetningunni, þ.e. hvenær kosið verður um inngöngu.

Af hverju eru þeir með beinan áróður í stað þess að leyfa okkur að fjalla um málið á okkar forsendum? Allar upplýsingar liggja fyrir, ekki satt, í gögnum ESB og íslenskra stjórnvalda.

Að lokum hlakka ég til að takast á við þig og ESB sinna um þetta mál á næstu misserum. Og ég tek undir með þér, við skulum reyna að vera málefnalegir og virða þá sem eru andstæðrar skoðunar. En það verður auðvitað að skamma ykkur ESB sinnana, hóflega þó :)

Kristinn D Gissurarson, 3.4.2012 kl. 23:40

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Held að Jón Bjarna á mikla sök í að tefja ferlið.

Hann gerði í rauninni allt sem á hans valdi stendur til að gera það.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 00:05

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar spurningar hjá þér, Kristinn!

PS.: Sl.+Hv., það er til viðtengingarháttur í íslenzku! Það fer líka betur á því að skrifa í í stað á í vissum tilvikum!

Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 01:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 09:17

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú veizt vonandi, Steini, hvað yrði í þessum [mögulega, en vonandi aldrei nokkurn tímann!] "aðildarsamningi" okkar eins og allra annarra. Viltu ekki viðurkenna það hér, hverju þú vilt játa upp á þjóðina? Eitt alvarlegasta atriðið var t.d. staðfest af háttsettum embættismanni Esb. fyrir fáeinum dögum!

Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 11:08

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sem ósveigjanlegt grundvallaratriði !

Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 11:09

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nenni ekki að lesa þetta endalausa þvaður og rugl í skötuselnum.

Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 11:49

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini verður sjálfur að glíma við sitt gremjublandna orðbragð.

Ég skrifa hér til að minna á annað.

Í frétt frá í gær, Evruvandinn ennþá óleystur, er viðtal við David Campbell Bannerman, þingmann brezka Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, "en hann er staddur hér á landi vegna fundar sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins vegna umsóknar íslenskra stjórnvalda um inngöngu í Evrópusambandið." Þar segir m.a.:

"Aðspurður hvort hann telji að Bretar eigi á einhverjum tímapunkti í framtíðinni eftir að taka evruna upp sem gjaldmiðil sinn í stað breska pundsins segist Campbell Bannerman ekki sjá það fyrir sér. Engin umræða sé í raun um það í Bretlandi lengur og það sé í raun ekki stefnan hjá neinum af þremur stærstu stjórnmálaflokkum landsins. Þar hafi erfiðleikarnir á evrusvæðinu sín áhrif sem hann segir að því miður sjái ekki fyrir endann á.

Telur að evrusvæðið liðist í sundur

"Mín persónulega skoðun er að sú að evrusvæðið eigi eftir að liðast í sundur," segir Campbell Bannerman aðspurður um stöðu mála á evrusvæðinu og hvort hann telji að Evrópusambandið sé að ná tökum á efnahagsvandanum innan þess. Hann segir að það beri þó ekki mikið á þeirri þróun vegna þess að verið sé að prenta gríðarlegt magn af evrum til þess meðal annars að kaupa skuldabréf evruríkja í vanda sem séu í ruslflokki. "Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að það leiðir á endanum til ónýts gjaldmiðils," segir hann. Hann segir peningaprentun Evrópska seðlabankans róa markaðina tímabundið vegna þess að það tryggi bönkunum fjármagn en undirliggjandi vandi evrusvæðisins sé eftir sem áður óleystur.

"Það þarf í raun ekki annað en að ein skuldabréfaútgáfa fari forgörðum eða lánstraust eins af stærri hagkerfunum. Spánn og Ítalía koma til greina í því sambandi, sérstaklega Spánn. Portúgal er sennilega næst í röðinni. Írland er í skárri stöðu en er eftir sem áður að glíma við mikla erfiðleika. Jafnvel Bretland og Frakkland eru í erfiðleikum, ég er ekki að segja að þetta sé bundið við evrusvæðið," segir Campbell Bannerman aðspurður áfram um stöðuna á evrusvæðinu. Hann segir að ef eitthvað slíkt gerist gæti það leitt til stórs greiðsluþrots þar sem nauðsynlegir fjármunir til þess að takast á við það verða ekki til staðar.

"Ef það gerist verða greiðsluþrot og lækkanir á gjaldmiðlum, ríki munu yfirgefa evrusvæðið og ég held að markaðirnir muni sjá um afganginn. Ég tel að mesta hættan sem ógnar evrunni sé að markaðirnir glati trausti sínu á stjórnmálunum. Að það sé einhver pólitísk lausn möguleg," segir Campbell Bannerman. Gríðarleg hætta fylgi því að prenta stöðugt fleiri evrur. Það kunni á endanum að leiða til svipaðs ástands og í þýska Weimar-lýðveldinu þar sem fólk hafi að lokum keyrt peninga í hjólbörum til þess að kaupa sér nauðsynjar. "Það fylgir því gríðarleg áhætta að reyna að renna stoðum undir evruna með þessum hætti.""

Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 12:19

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, ég er víst staddur á Evrópu[sambands]blogginu, ekki Vinstrivaktinni, og þið viljið víst ekki heilu greinarnar hingað inn, en þetta var reyndar minna en hálf grein!

Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 12:22

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikill misskilningur ef þú heldur að ég lesi þessa steypu.

Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 12:27

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var enginn að biðja þig að lesa þetta, Steini. Ítrekað og síðast hér og nú hefurðu staðfest, að í baráttu þinni fyrir innlimun Íslands í stórveldið kýstu oft að LESA ALLS EKKI það, sem raskað geti þvergirðinglegum, stöðnum eða úreltum skoðunum þínum.

Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 12:47

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo ertu ítrekað farinn að svara mér án þess að svara mér! -- þ.e.a.s.: Þú svarar með skætingi, en tekur fram, að þú hafir ekki lesið innlegg mín, sem þú gefur þér þó, að þú getir kallað "steypu" o.s.frv.! Glæsileg frammistaða í rökræðum eða hitt þó heldur!

Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 12:49

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það væri gaman að fá þína sýn á gjaldmiðlismál Jón.

Hvernig er það?

Króna og höft áfram?

Er það draumurinn?

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 13:26

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við lifum ekki í draumaveröld. En jafnvel Steingrímur J. Sigfússon viðurkennir, að krónan hafi gert hér mikið gagn við að bæta stöðu Íslands eftir hrunið, og hún gerir það dag hvern án þess að þið takið eftir því.

Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 13:38

25 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er viss um að heimilin með sínu verðtryggðu lán eru sammála þér í i því.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 14:44

26 Smámynd: Andrés Pétursson

Þakka Kristni Degi góðar spurningar. Það væri óskandi að hægt væri að hafa umræðuna á svona málefnalegum plani. Ég get auðvitað ekki sagt nákvæmlega af hverju viðræðurnar taka svona langan tíma. En það er ljóst að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra lagði leynt og ljóst stein í götu viðræðnanna og það var ekki til að flýta ferlinu. Það er líka ljóst að það verður að vanda vel til viðræðnanna. Ekki viljum við semja af okkur líkt og Bretar gerðu á vissan hátt þegar þeir gengu í ESB. Þá voru þeir að flýta sér svo mikið og það má auðvitað ekki gera í okkar tilfelli.

Andrés Pétursson, 4.4.2012 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband