Leita í fréttum mbl.is

ESB-aðild breytir ekki stöðu ÁTVR - tillit tekið til óska Íslands

Á DV.is segir: "Gangi Ísland í Evrópusambandið hyggst ríkið viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak sem grundvallast á einkaleyfi ÁTVR á áfengis- og tóbakssölu. Um þessi mál er fjallað í áttunda samningskafla Íslands og Evrópusambandsins um samkeppnismál. Í samningsmarkmiðum Íslands kemur fram að ríkið stefni að því að halda einokuninni áfram, en fordæmi eru fyrir því að þjóðir í aðildarviðræðum við ESB hafi fengið sérlausnir í þessum málaflokki. Þannig gengu Svíar í Evrópusambandið, en sænska ríkið hélt áfram einokun á áfengissölu.

Fram kom í máli Stefans Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, sem ræddi við blaðamenn í Brussel í síðustu viku, að engar deilur væru um þetta atriði í aðildarviðræðunum og því öruggt að þó að Ísland gengi í ESB yrði núverandi fyrirkomulag á áfengis- og tóbakssölu óbreytt."

Hér er því komið enn eitt dæmið um það að ESB tekur tillit til óska Íslands, sem byggjast á fordæmum um sérlausnir annarra ríkja, sem samið hafa um aðild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband