Leita í fréttum mbl.is

ESB-reglur auka neytendavernd netverja

Í Fréttablaðinu í morgun birtist þetta: "Nýjar reglur Evrópusambandsins (ESB) um gæði internetþjónustu, sem til stendur að setja í haust, munu koma í veg fyrir að íslensk fjarskiptafyrirtæki geti auglýst að neytendur fái tengihraða allt að ákveðnu hámarki nema fyrirtækin uppfylli ströng skilyrði um að þjónustan standist þau loforð.

Fjarskiptafyrirtækin auglýsa í dag mismunandi netáskriftir sem flestar eiga það sameiginlegt að hraðinn er sagður ná „allt að“ einhverju ákveðnu hámarki. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að hámarkið náist.

Samkvæmt núverandi regluverki er löglegt að auglýsa þjónustuna með þessum hætti, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Hann segir það líklega breytast með nýjum reglum ESB, sem verði sjálfkrafa teknar upp hér á landi.

„Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verða settar nýjar reglur sem skýra í hverju gæði internetþjónustu felast, þar með talið varðandi hraðann. Víða í Evrópu er fyrirtækjunum ekki heimilt að auglýsa „allt að“ nema þau geti uppfyllt strangar kröfur,“ segir Hrafnkell.

Hrafnkell segir að til standi að auka heimildir eftirlitsstofnana á borð við Póst- og fjarskiptastofnun til að skýra hvernig gæði fjarskiptaþjónustu eigi að vera. Stofnunin sé að auka eftirlit sitt, en eftir sé að skilgreina nákvæmlega gæði þjónustunnar."

ESB-er neytendavænt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Samkvæmt kröfu ESB þá var Síminn einkavæddur árið 2005. PST gerði fjarskiptaáætlun fyrir 2005 til 2010 og nálgast má hana hér . Í stuttu máli þá hefur ríkt heljar frost í nethraðamálum Íslendinga eftir að grunnneetið var einkavætt, fjarskiptaáætlun gerði ráð fyrir því að 2009/10 væru við komin með 100Mbits hraða til og frá notenda með VDSL2 tækni en sannleikurinn er að við erum flest með ADSL2 tækni sem býður upp á 12Mbits til notanda og 1Mbits frá notanda, fjarskiptaáætlun gerði fáð fyrir að þessi tækni yrði náð 2005/06. Í dag 7 árum seinna erum við enn í sömu sporum og ekkert bólar á háhraðatengingum sem fjarskiptaáætlun gerði ráð fyrir. Látum það milli hluta að fjarskiptaáætlun gengi ekki alveg eftir en fyrr má nú rota en dauðrota.

Fullyrðing í þessu bloggi um að ESB sé neytendavænt verður hjákátlegt þegar til þess er hugsað að núverandi fyrirkomulag er að kröfu ESB.

Það versta sem getur gerst fyrir neytendur er einkavædd einokun en það er tilfelli grunnnetsins svo sannarlega og að sjálfsögðu í boði ESB.

Eggert Sigurbergsson, 10.4.2012 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband